Við vinnum fyrir þig

Translate to

Vel heppnað jólaföndurnámskeið

Báran stéttarfélag, Verslunarmannafélag Suðurlands og Félag iðn- og tæknigreina buðu félagsmönnum á jólaföndurnámskeið í hurðakransa-, aðventukransagerð.  Námskeiðið var verklegt og lærðu þátttakendur að útbúa eigin jólaskreytingu. Leiðbeinandi á námskeiðinu var G. Brynja Bárðardóttir blómaskreytir og skartgripahönnuður. Þátttakendur voru sammála um að námskeiðið hafi verið skemmtilegt og  lærdómsríkt.