Vel heppnaður aðalfundur
Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags var haldinn í gærkvöldi. Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf. Skýrsla formanns, ársreikningar félagsins og stjórnarkjör voru þar meðal annars. Eins og undanfarin ár er staða félagsins mjög sterk þegar kemur að rekstri félagsins og töluverður hagnaður. Samþykkt var að færa 20% af restrarhagnaði félagssjóðs í vinnudeilusjóð.
Samþykktar voru breytingar á lögum og reglugerðum félagsins. Einnig voru tillögur stjórnar um nýjar starfs- og siðareglur og reglur um ferðakostnað og risnu samþykktar. Fjóla Pétursdóttir lögmaður kynnti þessar laga- og reglugerðabreytingar.
Listi uppstillinganefnda til stjórna og ráða Bárunnar var sjálfkjörinn þar sem ekki bárust önnur framboð. Í lok aðalfundar afhenti formaður Bárunnar Mörtu Kuc blómvönd fyrir góð störf sem stjórnarmaður félagsins en hún gaf ekki kost á sér til endurkjör í stjórn. Fram kom hjá formanni að hún hefur verið ráðin í starf hjá Bárunni, stéttarfélag frá og með næstu mánaðarmótum.
Eftir að aðalfundarstörfum lauk hélt Anna Steinsen léttan og skemmtilegan fyrirlestur um að hafa áhrif sem vakti mikla lukku.
Dregið var úr happadrætti aðalfundar þar sem vinningar eru dvöl í orlofshúsi félagsins.
Erfiðum og annasömum vetri er lokið en það þýðir ekki að slakað verði á í hagsmunagæslu fyrir félagsmenn, þvert á móti verður bætt í til dæmis vinnustaðaeftirlit.
Báran þakkar félagsmönnum og velunnurum veturinn og óskar gleðilegs og sólríks sumars.