Við vinnum fyrir þig

Translate to

Vel heppnaður aðalfundur Bárunnar

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags var haldinn í gærkvöldi.  Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf. Skýrsla formanns, ársreikningar félagsins og stjórnarkjör voru þar meðal annars.  Eins og undanfarin ár er staða félagsins mjög sterk þegar kemur að rekstri félagsins.

Félagið kemur að mörgum verkefnum auk þeirra hefðbundnu. Þar má nefna þáttöku í mörgum ráðum og nefndum á vegum verkalýðshreyfingarinnar, öflugt vinnustaðaeftirlit, kynningar til ungs fólks og virkt samstarf við önnur stéttarfélög á Suðurlandi. Félagsmönnum fjölgar jafnt og þétt og eru nú orðnir yfir 3000.

Töluverður hagnaður var á rekstrinum og  var því samþykkt að auka framlag í styrki til félagsmanna úr sjúkrasjóði félagsins. Samþykktar voru eftirfarandi breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs:  Að veita fæðingarstyrk allt að kr. 60.000 fyrir þá sem hafa greitt félagsgjöld í tvö ár eða lengur. Einnig var samþykkt að hækka ýmsa styrki. Dæmi má nefna: Styrk vegna viðtalsmeðferð sem hækkar úr krónum 5.000 í 6.000. Líkamsræktarstykur hækkar úr krónum 25.000 í 30.000 og tannlæknastyrkur úr krónum 7000 í 10.000. Aðalfundur samþykkti einnig að færa hluta af rekstarhagnaði félagssjóðs í Vinnudeilusjóð félagsins. Markmiðið er að styrkja stöðu félagsmanna í verkfallsbaráttu.

Listi uppstillinganefnda til stjórna og ráða Bárunnar var sjálfkjörinn þar sem ekki bárust önnur framboð. Nokkrar breytingar verða á stjórn frá síðasta aðalfundi en það verður kynnt betur innan tíðar á heimasíðu.

Halldóra Sigríður Sveinsdóttir formaður kynnti kaup á nýju orlofshúsi í Grímsnesi og íbúð á Akureyri.  Keypt var stór og glæsileg íbúð á Akureyri og litla íbúðin seld í staðinn.

Eftir að aðalfundarstörfum lauk hélt Mateusz Kuc léttan og skemmtilegan fyrirlestur um Pólland, sögu og menningu sem vakti mikla lukku.

Dregið var úr happadrætti aðalfundar þar sem vinningar eru dvöl í orlofshúsi félagsins.

Erfiðum og annasömum vetri er lokið en það þýðir ekki að slakað verði á í hagsmunagæslu fyrir félagsmenn, þvert á móti verður bætt í til dæmis vinnustaðaeftirlit.

Báran þakkar félagsmönnum og velunnurum veturinn og óskar gleðilegs og sólríks sumars.

20160530_203557

 

 

 

 

 

Jenný Lára og Sigrún vinningshafar með formanni Bárunnar.