Við vinnum fyrir þig

Translate to

Vel heppnaður fundur með félagsmönnum

Formaður Bárunnar og fulltrúi félagsins funduðu með starfsfólki Hótel Selfoss í gær. Fundurinn var haldinn í fundarsal hótelsins. Farið  var yfir starfsmenntamál og áherslur félagsins í kjarasamningaviðræðunum. Einnig var farið yfir orlofskosti félagsins og aðra þjónustu.  Fram kom að starfsmenn eru mjög ánægðir með starfið og vinnuandann, enda var fyrirtækið kjörið Fyrirtæki ársins 2012. Rætt var um hvernig hægt er að auka áhuga ungs fólks á að mæta á fundi hjá félaginu.  Einn félagsmaðurinn nefndi bjórkvöld sem dæmi um aðferð til að auka áhugann.