Vel heppnaður fundur trúnaðarmanna
Í gær var haldinn fundur með trúnaðarmönnum og stjórnum Bárunnar, stéttarfélags og Verslunarmannafélags Suðurlands. Markmiðið með fundinum var að gefa trúnaðarmönnum tækifæri til að hittast og skiptast á skoðunum. Sara Guðjónsdóttir trúnaðarmaður í Leikskólanum Hulduheimum sagði frá reynslu sinni af hlutverki trúnaðarmannsins. Sigurlaug Gröndal stýrði hópaumræðu í kjölfarið þar sem trúnaðarmenn lögðu fram stórgóðar hugmyndir fyrir félögin að vinna úr. Það er mat félaganna að fundurinn hefði heppnast afar vel og vill þakka trúnarmönnum fyrir þeirra framlag.