Við vinnum fyrir þig

Translate to

Vel heppnuð verkstæðisvinna

Fyrr í mánuðinum var haldið nýtt námskeið fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum sem heitir Verkstæðisvinna. Námskeiðið var haldið í samstarfi við Félagsmálaskóla alþýðu.

Fyrri daginn var fjallað um túlkun helstu atriða kjarasamninga svo sem veikinda- og slysarétt, hvíldartímaákvæði og starfshlutfall. Á seinni deginum var farið dýpra í einstaka efni og lögð mun meiri áhersla á hópavinnu en á hefðbundnum trúnaðarmannanámskeiðum.

Leiðbeinandi á námskeiðinu var Sigurlaug Gröndal.  Námskeiðið heppnaðist vel og mikill áhugi var á námsefninu  eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.