Verðlaun afhent
Þeir félagarnir Þór og Hjalti brugðu undir sig betri fætinum í dag og afhentu verðlaun fyrir þáttöku í vali á fyrirtæki ársins sem Báran og verslunarmannafélagið stóðu fyrir í síðasta mánuði.
Eins og kunnugt er þá var það Kjörís í Hveragerði sem hlaum sæmdarheitið fyrirtæki ársins 2013.
Vinningshafarnir voru þau Sigrún Ína Ásbergsdóttir hjá Fjöruborðinu á Stokkseyri og Hallgrímur Óskarsson hjá Lögmönnum Suðurlands á Selfossi og hlutu þau veglegar matarkörfur frá Sláturfélagi Suðurlands. Þau voru að vonum ánægð með verðlaunin.
Hér fyrir neðan má sjá vinningshafa taka við verðlaununum úr hendi Hjalta Tómassonar, starfsmanns Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna.