Verkfallaðgerðir samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta
Niðurstaða liggur fyrir í atkvæðagreiðslu Bárunnar um aðgerðir vegna kjarasamninganna.
Þetta er mjög afgerandi og skýr skilaboð til okkar allra. Kjörsóknin í almenna samningnum var 45,72% og 90,24% sögðu já við verkfallaðgerðum.
Kjörsókn vegna þjónustusamningsins (hótel og gistihúsasamningnum) var tæp 25%. Mikill meirihluti samþykkti verkfallaðgerði eða 85,5%.
Fyrsta vinnustöðvunin skellur á fimmtudaginn 30.apríl nk. frá klukkan tólf hádegi til klukkan 24 á miðnætti.
Þar næst verður vinnustöðvun 6-7 maí, báða dagana frá miðnætti til miðnættis
Aftur verður vinna stöðvuð 19-20 maí, báða dagana frá miðnætti til miðnættis
Á miðnætti 26.maí tekur síðan við ótímabundin vinnustöðvun.
Svipaðar féttir berast frá öðrum félögum og greinilegt að mikil samstaða ríkir meðal félaga starfsgreinasambandsins, þ.e. þeirra 16 aðildarfélaga sem hafa sameinast um kröfugerðina.