Verkfallsvarsla
Staðan í verkfallinu er óbreytt, verkfallsverðir félagsins hafa verið á ferðinni bæði í gær og dag.
Þar sem ástæða þykir til hefur verið rætt við stjórnendur fyrirtækja sem flestir hafa brugðist vel við útskýringum og tilmælum okkar fólks.
Flest fyrirtæki hafa virt verkfallið og fellt niður eða dregið úr starfsemi sinni. Nokkur tilvik hafa þó komið upp þar sem stjórnendur fyrirtækja hafa ekki viljað hlýta leikreglum og þar hefur verið gripið til viðeigandi aðgerða.
Þessi verkfallsdagur fer að verða á enda runninn en ljóst að ef og þegar aðgerðir hefjast að nýju munu verkfallsaðgerðir verða harðari og ákveðnari en verið hefur. Það er fullur ásetningur félagsins að berjast fyrir þessari sjálfsögðu kröfu sem nánast allir, nema forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins, virðast telja hófsama og eðlilega.