Við vinnum fyrir þig

Translate to

Verslum í heimabyggð

Í gærkvöldi var á sjónvarpsstöðinni N4 viðtal við Hjalta Tómasson starfsmann Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi um verslun á Suðurlandi. Í viðtalinu hvatti Hjalti fólk til að versla í heimabyggð og rifjaði upp gamla sunnlenska slagorðið „styttum leiðina, spörum heiðina og verslum í heimabyggð“.

Fram kom hjá Hjalta með því að versla í heimabyggð er fólk að viðhalda ákveðnu atvinnu- og þjónustustigi á svæðinu.  Viðtalið í heild má nálgast hér.