Verum á verði!
Alþýðusambandið hvetur neytendur til að vera vel á verði í upphafi nýs árs og fylgjast með verðbreytingum á vörum og þjónustu. Á ábendingasíðunni www.vertuaverdi.is má með auðveldum hætti koma á framfæri upplýsingum um verðbreytingar sem neytendur verða áskynja.
Breytingar á lögum um virðisaukaskatt og almenn vörugjöld sem tóku gildi í upphafi árs hafa áhrif á verðlag á allflestum vörum og þjónustuliðum. Það er því mikilvægt að sýna söluaðilum aðhald svo tilætlaðar lækkanir skili sér eins og vera ber til neytenda og hækkanir verði ekki umfram það sem tilefni er til.