Viðræðum sjómanna slitið í kvöld – verkfall óumflýjanlegt
Fulltrúar samninganefnda Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi slitu samningafundi á tíunda tímanum í kvöld en þá höfðu fundarhöld staðið yfir hjá ríkissáttasemjara frá því klukkan hálf tvö í dag. Sjómenn hafa verið samningslausir frá árinu 2011.
Verkfall hefst því klukkan 23 í kvöld en þá mun fiskiskipaflotinn stíma í land og um 3.500 sjómenn leggja niður störf. Þetta er fyrsta verkfall sjómanna í 15 ár.
Tekið af heimasíðu ASÍ