VIÐRÆÐUM VIÐ RÍKI OG SVEITARFÉLÖG FRESTAÐ FRAM Í ÁGÚST
Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta viðræðum við bæði ríki og sveitarfélög fram í ágúst en stefnt er að því að undirrita samninga við þessa tvo aðila fyrir 1. október næstkomandi. Næstu samningafundir verða haldnir um miðjan ágúst.
Fulltrúar SGS hafa gengið frá samkomulagi við samninganefnd ríkisins annars vegar og hins vegar samninganefnd Sambands Íslenskra Sveitarfélaga um frestun viðræðna, þó þannig að það sem um semst í samningum sem undirritaðir verða fyrir 1. október mun gilda afturvirkt frá 1. maí síðastliðnum, eða síðan kjarasamningarnir runnu út. Í báðum þessum tilvikum óskuðu viðsemjendur SGS eftir frestun og var ákveðið að verað við því, bæði vegna þess að beðið er eftir niðurstöðu í öðrum samningum og eins vegna