Við vinnum fyrir þig

Translate to

Viltu hafa áhrif

Verslunarmannafélag Suðurlands og Báran, stéttarfélag standa fyrir kjaraþingi sem haldið verður þriðjudaginn 23. september nk. klukkan 16.00 – 21.30.  Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta.

 

Dagskrá

 

16:00            Móttaka – þátttakendur boðnir velkomnir – Halldóra S. Sveinsdóttir.

16:10            Kjaramál og umræður – Drífa Snædal.

16:45            Málefni 41. þings ASÍ.  Farið yfir helstu þætti úr umræðuskjali sem send hafa verið til stéttarfélaganna – Henný Hinz.

17:15           Hópavinna hefst – 1. umferð.

                     Hverjar eiga áherslur að vera á þingi ASÍ? 

                     Hvað viljum við sjá í næstu kjarasamningum? 

                     Hvernig förum við að?

18:30           Kynning á niðurstöðum 1. umferðar.

19:00           Kvöldverður.

19:30           Farið yfir niðurstöður frá stefnumótunarfundi Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi þann 26. september 2011 – Eyrún B. Valsdóttir.

20:00           Hópavinna hefst – 2. umferð.

Innra starf  / áherslur í starfi félagsins.

Framtíðarsýn.

Hvað hefur tekist og hvað ekki?

20:30           Kynning á niðurstöðum 2. umferðar.

21:00           Edda Björgvinsdóttir verður með fyrirlesturinn  „Húmor og gleði á vinnustað,  í lífinu – er mikil dauðans alvara!“.

 

 

Þingið verður haldið á Hótel Selfossi. Skráning er hafin og fer fram á netfanginu thor@midja.is eða á skrifstofu félaganna í síma 480-5000. Skráningu líkur föstudaginn 19. september nk.