Við vinnum fyrir þig

Translate to

Vinna um hátíðarnar

Nú eru hátíðar að ganga í garð og eftir áramót er algengt að fyrirspurnir berist stéttarfélögunum um hvernig  þessi dagar skuli greiddir. Til dæmis þá eru dæmi um að fólk sé látið mæta t.d. klukkan tíu á aðfangadag og fari ekki á stórhátíðarkaup fyrr en eftir fjóra tíma á dagvinnu. Þetta er ekki rétt samkvæmt kjarasamningum.

Að fenginni reynslu er því rétt að koma eftirfarandi á framfæri:

Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki álag á stórhátíðum, en þeir jóladagar sem eru stórhátíðir teljast:

  • aðfangadagur eftir kl. 12 (ath. samningurinn kveður á um að greiða skuli stórhátíðarálag eftir klukkan 12, óháð því hvenær vinna hefst að morgni)
  • jóladagur
  • gamlársdagur eftir kl. 12 (ath. samningurinn kveður á um að greiða skuli stórhátíðarálag eftir klukkan 12, óháð því hvenær vinna hefst að morgni)
  • nýársdagur

Annar í jólum telst auk þess almennur frídagur.

Öll vinna á stórhátíðardögum greiðist með tímakaupi, sem er 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Fyrir yfirvinnu á öðrum frídögum skal greiða 80% álag á dagvinnutímakaup eða 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.

Í vaktavinnu eru til tvær reglur um greiðslur á þessum dögum. Annarsvegar hjá þeim sem eru með vetrarfrí og svo hjá hinum sem ekki eru með vetrarfrí. Sjá nánar í kjarasamningum.

Þeir félagsmenn sem telja sig ekki hafa fengið greitt í samræmi við ofangreint er hvatt til að benda atvinnurekanda sínum á þetta eða hafa samband við félagið