Vinningshafar úr happadrætti stéttarfélaganna
Nýlega voru afhentir vinningar í happadrætti stéttarfélaganna sem haldið var meðfram vali starfsfólks á fyrirtæki ársins.
Heppnir vinningshafa voru Margrét Ýr Bárðardóttir frá Hólshúsum í Gaulverjabæjarhrepp sem starfar hjá Hagkaupum Selfossi og Gunnar Aron Ólason frá Hellu, starfsmaður Stracta Hótel.
Vinngur var vegleg kjötkarfa frá Sláturfélagi Suðurlands.
Báran og Verslunarmannafélag Suðurlands óska vinningshöfum til hamingju og gleðilegra jóla.