Vinningshafar
Í byrjun desember sl. var dregið úr innsendum svörum vegna kjörs félagsmanna Bárunnar, stéttarfélags og Verslunarmannafélags Suðurlands um fyrirtæki ársins á Suðurlandi 2012. Vinningshafar eru Hugrún Ásta Elíasdóttir starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Þórður Sindri Ólafsson starfsmaður Húsasmiðjunnar á Selfossi. Halldóra Sigríður Sveinsdóttir formaður Bárunnar og Guðmundur Gils Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurlands afhentu þeim í vikunni glæsilegar gjafakörfur frá Sláturfélagi Suðurlands. Stéttarfélögin óska þeim til hamingju og þakka öllum þeim sem tóku þátt.