Við vinnum fyrir þig

Translate to

Vinningsnúmer í happadrætti stéttarfélaganna

Dregið hefur verið í happadrætti innsendra svara vegna kjörs félagsmanna um fyrirtæki ársins 2014. Finna má vinningsnúmerin hér fyrir neðan. Verðlaunin eru glæsilegar gjafakörfur frá Sláturfélagi Suðurlands. Annar vinningshafinn starfar í Hagkaup og hinn hjá Stracta hotel Hellu. Vinningshafar eru beðnir að hafa samband við Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna í síma 480-5000.

Vinningsnúmerin eru:

 1026 og 1442.

Tæplega 2300 félagsmenn fengu senda könnun frá báðum félögunum um Fyrirtæki ársins en aðeins 91 svar barst til baka. Svarhlutfallið var 4% sem verða að teljast vonbrigði en frá sumum fyrirtækjum, jafnvel stærri fyrirtækjum, barst aðeins eitt svar. Niðurstaða er því ekki marktæk og því ekki hægt að velja um fyrirtæki ársins að þessu sinni.