Við vinnum fyrir þig

Translate to

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um allt að 26 prósent

Af vefnum www.visir.is og www.asi.is

 

Vöruverð hefur hækkað verulega í öllum verslunum frá því í júní 2010 þar til í júní 2013, samkvæmt könnun Alþýðusamband Íslands (ASÍ) sem kynnt var í gær.

Könnunin tekur til lágvöruverðsverslana, stórmarkaða og klukkubúða en þegar rýnt er í verðhækkanir verslunarkeðjanna á þessum þremur árum má sjá að verðhækkanir eru afar mismunandi eftir verslunarkeðjum.

Mesta hækkunin á tímabilinu er hjá Tíu-ellefu verslunum en hefur verð þeirra hækkað um 26 prósent. Vörukarfa hjá Bónus hefur hækkað um 20 prósent og vörukarfa Krónunnar um 18 prósent.

Minnsta hækkunin á þessu tímabili er hinsvegar hjá verslunum Hagkaupa þar sem verð hefur hækkað um fjögur prósent og hjá  verslunum Nóatúns hefur verð  hækkað um átta prósent.

Til hilðsjónar bendir ASÍ á að verð á mat- og drykkjarföngum í vísitölu neysluverðs hafi hækkað um 17 prósent frá því í júní 2010.

Nánar um könnunina: https://asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-2/19_read-3757