Vörukarfan lækkar í verði hjá þremur verslunum
Vörukarfa ASÍ hefur lækkað hjá Bónus, Hagkaupum og Tíu-ellefu á milli verðmælinga verðlagseftirlitsins í apríl og júní. Á þessu tæplega þriggja mánaða tímabili hækkaði vörkarfan hins vegar í verði hjá Krónunni, Nettó, Iceland, Nóatúni, Samkaupum-Úrvali, Samkaupum-Strax og Víði.
Mesta hækkunin er hjá Samkaupum-Strax um 1,4%. Miklar verðsveiflur eru í öllum vöruflokkum hjá öllum verslunum en mesta hækkunin er í sælgæti hjá Bónus um 6% og mesta lækkunin er í kjötvörum hjá Víði um 8,6%.
Sjá könnunina í frétt á heimasíðu ASÍ