WOW AIR FLUGMIÐAR – ENDURGREIÐSLA GJAFABRÉFA
Félagsmenn Bárunnar, stéttarfélags.
Eins og flestir vita er WOW-air nú komið í gjaldþrot. Félagsmenn Bárunnar, stéttarfélags hafa getað keypt flugmiða á orlofsvef félagsins. Varðandi stöðu þeirra sem keypt hafa miða í gegnum orlofsvefinn er félagið að kanna hvernig verður með þá miða og hvort einhverrar endurgreiðslu er að vænta. Staðan er óljós, félagið er milligönguaðili um miðana en ekki beint seljandi miðanna. Stjórn félagsins á eftir að fara yfir stöðuna á næstu dögum og í framhaldi verða félagsmenn upplýstir um niðurstöðuna.
F.h. Bárunnar, stéttarfélags
Halldóra Sigr. Sveinsdóttir formaður.