Yfirlýsing frá Bárunni
Báran stéttarfélag lýsir yfir fullum stuðningi við tímabundna vinnustöðvun félagsmanna Eflingar. Báran og Efling deila félagssvæði á þessu samningssviði í Grímsnes og Grafningshreppi og Báran beinir því þeim tilmælum til félagsmanna sinna að ganga hvorki beint né óbeint í störf félagsmanna Eflingar meðan á vinnustöðvun stendur.