Við vinnum fyrir þig

Translate to

Félagsmannasjóður, nýtt eyðublað

Allir félagsmenn aðildarfélaga SGS sem starfa eða störfuðu hjá sveitarfélagi á tímabilinu frá 1. febrúar 2020 til 31. desember 2020 eiga að fá greitt úr félagsmannasjóði þann 1. febrúar nk. 

Starfsgreinasamband Íslands hefur látið útbúa rafrænt eyðublað til að hægt sé að tryggja að greiðsla úr sjóðnum berist viðkomandi starfsmanni. Félagsmenn sem störfuðu hjá sveitarfélögunum á síðasta ári eru vinsamlegast beðnir um að fylla út þetta rafræna eyðublað. Nánari upplýsingar gefa starfsmenn Bárunnar, stéttarfélags í síma 480-5000 eða í gegnum tölvupóst baran@baran.is.

Í núgildandi kjarasamningi við sveitarfélöginvar samið um og stofnaður sérstakur félagsmannasjóður. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og er greitt úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert.

Báran Orlofshús

Orlofshús Bárunnar stéttarfélags um páska 2021

Báran, stéttarfélag auglýsir orlofshús félagsins laus til umsókna fyrir páskavikuna 31. mars – 7. apríl 2021.

 

Umsóknarfrestur er frá 14. janúar til 15. febrúar nk. Hægt er að sækja

um á Orlofssíðu Bárunnar eða í síma Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna, 480 5000.

Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir þann 17. febrúar nk.

Öllum umsóknum verður svarað.

 

Verð á vikudvöl í Þverlág 2, 4 og 6 og Grýluhrauni er

20.000 kr. Vikudvöl í orlofsíbúð á Ákureyri er 22.000 kr.

 (24 punktar).

 

Leigutímabil er frá miðvikudegi til miðvikudags. Íbúðin

Sóltúni 28, Rvk. verður í sveigjanlegri leigu eins og verið

hefur hingað til.

Félagsmannasjóður

Félagsmenn Bárunnar, stéttarfélags sem starfa hjá eða hættu störfum hjá sveitarfélögum á síðasta ári, ATHUGIÐ!

Allir félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélagi eða störfuðu hjá sveitarfélagi á félagssvæði Bárunnar á tímabilinu frá 1. febrúar 2020 til 31. desember 2020 eiga að fá greitt úr félagsmannasjóði 1. febrúar nk.

Forsenda þess að hægt verði að greiða úr sjóðnum er að Báran, stéttarfélag hafi kennitölu, bankaupplýsingar, síma og netfang félagsmanna.

Hægt að hafa samband við Þór, Hjalta eða Gunnar hjá Bárunni sem fyrst til að veita umbeðnar upplýsingar. Sími 480-5000 eða á netfangið baran@baran.is

Nánari upplýsingar um rétt til greiðslu úr félagssjóði eru í  grein 13.8 (bls 47) í Kjarasamningi SGS og sveitarfélaganna.

Launahækkun 2021

Samkvæmt kjarasamningum SGS og SA hækka kauptaxtar um

24 þús. kr. en almenn hækkun mánaðarlauna er 15.750 kr. frá og með 1. janúar 2021.

Starfsmenn í hlutastarfi fá hlutfallslega hækkun.

Yfirlit yfir launahækkanir frá árinu 2021:

Kjarasamningur á almennum vinnumarkaði  1. janúar til 31. desember 2021

https://www.sgs.is/media/1852/taxtar_sa_1-jan-31-des-2021.pdf

 

Kjarasamningur við ríkið 1. janúar til 31. desember 2021

https://www.sgs.is/media/1851/taxtar_riki_1-jan-31-des-2021.pdf

Kjarasamningur við sveitarfélögin 1. janúar til 31. desember 2021

https://www.sgs.is/media/1850/taxtar_sveitarfelog_1-jan-31-des-2021.pdf

Opnunartími um jól og áramót

Aðfangadagur lokað. 

Jóladagur lokað.

Annar í jólum lokað.

28. desember lokað.

29. og 30. desember opið 08-16.00. 

Gamlársdagur lokað. 

Nýársdagur lokað.

Vegna sóttvarnaraðgerða verður skrifstofan Bárunnar áfram lokuð. Afgreiðsla í síma og gegnum tölvupóst. Sjá upplýsingar hægra megin á síðunni.

Frí ársáskrift hjá Tækninám.is / yfir 30 námskeið!

Félagsmönnum aðildarfélaga Landsmenntar, Sveitamenntar, Ríkismenntar og Sjómenntar býðst frír aðgangur að Tækninám.is.

Hvort sem þú ert byrjandi að taka þín fyrstu skref, eða lengra kominn og vilt uppfæra þekkingu þína, þá hefur þú alltaf beint aðgengi að kennurum námskeiða í gegnum fræðslugátt Tækninám.is á netinu. Við vitum að í amstri dagsins verður sífellt erfiðara að tileinka sér nýjungar og tækni. Námskeiðin eru því öll sérhönnuð til þess að hjálpa þér að ná tökum á tækninni á sem einfaldastan hátt og ný námskeið eru í boði á 4-8 vikna fresti.

Ekki missa af tækifærinu og tryggðu þér aðgang sem gildir út árið 2021.

Skráðu þig hér: https://taekninam.teachable.com/p/menntastyrkir

Nánari upplýsingar hjá Tækninám.is, hjá þínu stéttarfélagi og einnig hægt að leita upplýsinga hjá Huldu eða Kristínu á skrifstofu fræðslusjóðanna (s:599-1450).

https://landsmennt.is/landsmennt/fri-arsaskrift-hja-taekninam-is-yfir-30-namskeid/