Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fréttabréf Bárunnar


Fjárhagstaða launafólks hefur versnað milli ára

Varða - Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins framkvæmdi nýlega í annað sinn könnun sem var gerð rafrænt dagana 24. nóvember til 9. desember 2021 meðal félaga í aðildarfélögum Alþýðusambands Íslands og BSRB. Niðurstöðurnar eru sláandi en koma því miður ekki á óvart. Niðurstöður og úrvinnsla upplýsinga úr þessari könnun mun nýtast vel fyrir komandi kjarasamningalotu.

Andlegri heilsu launafólks fer hrakandi milli ára. Ríflega þrjár af hverjum tíu konum og tæplega þrír af hverjum tíu körlum mælast með slæma andlega heilsu, sem er mun meira en í sambærilegri könnun sem gerð var fyrir ári. Þá mældist andleg heilsa slæm hjá um tveimur af hverjum tíu.

"Tæplega tíundi hluti launafólks býr við skort á efnislegum gæðum og um fjórir af hverjum tíu gætu ekki mætt óvæntum 80 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar."

Halldóra Sigríður Sveinsdótttir formaður Bárunnar, stéttarfélags og 3. varaforseti ASÍ skrifaði nokkur orð um niðurstöðunar.

Við munum fjalla nánar um stöðu félagsmanna Bárunnar þegar að sú skýrsla er til.


 

Orlofshús félagsins eru laus til umsókna fyrir Páskavikuna 13. apríl til 20. apríl 2022. Umsóknarfrestur er frá 13. janúat til 14. febrúar næstkomandi. Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir þann 16. febrúar næstkomandi.

Verð á vikudvöl í Þverlág 2, 4 og 6 ásamt Grýluhrauni er 20.000 kr. 

Vikudvöl í orlofsíbúð á Akureyrir er 22.000 kr. 

Íbúðin í Sóltúni 28. Rvk. verður áfram í sveigjanlegri leigu eins og hún hefur verið hingað til. 

Hægt er að sækja um á orlofsvef Bárunnar eða hringja í síma 480-5000.

Við viljum vinsamlegast benda félagsmönnum á að Orlofshúsakostir félagsins er eign okkar allra.

Góð umgengi skiptir miklu málli svo að við öll getum notið dvalar okkar í orlofshúsum og íbúðum. Við þökkum félagsmönnum einnig fyrir góðar ábendingar þegar þess er þörf. Hlökkum til að halda okkar frábæru eignum í sem bestu ástandi. Umgengisreglur má finna á hverjum stað fyrir sig.


 

Kjarasamningsbundnar launahækkanir tóku í gildi þann 1. janúar 2022. Við hvetjum félagsmenn eins og alltaf að skoða vel launaseðilinn um mánaðarmótin.

Búið er að uppfæra kauptaxta sem má finna undir Kjarasamningar og kauptaxtar ásamt eldri kauptöxtum.

Starfsfólk á almennum vinnumarkaði: (kjarasamningur SGS og SA)
Kauptaxtar á almenna markaðinum hækkuðu um kr. 25.000-,
Almenn mánaðarlaun fyrir fullt starf hækkuðu um kr. 17.250.
Aðrir kjaratengdir liðir kjarasamningsins hækkuðu um 2,5% á sömu dagsetningu.
Einnig hækkuðu lágmarkstekjur fyrir fullt starf og verða 368.000 kr. á mánuði fyrir fullt starf frá 1. janúar 2022.

Starfsfólk sveitarfélaga: (kjarasamningar SGS og Launanefndar sveitarfélaga)
Kauptaxtar hjá sveitarfélögunum hækkuðu um kr. 25.000-.

Starfsfólk ríkisins: (kjarasamningur SGS og Ríkissjóður)
Kauptaxtar hjá ríkinu hækkuðu um kr. 17.250.

Fréttir og fyrirspurnir Sambands minni stéttarfélaga

 

Tvær fyrirspurnir hafa nýlega borist félögum í SMS. Efni fyrirspurnanna gáfu tilefni til að svara ítarlega.

Fyrri fyrirspurnin barst frá einu aðildarfélaga SMS vegna heimilda til að sækja vinnu í sóttkví en spurningin varðaði nokkra þríbólusetta einstaklinga og einn tvíbólusettan.

Seinni fyrirspurnin var vegna uppgjörs bifreiðarhlunninda vegna starfsloka félagsmanns. Starfsmaðurinn hafði haft bíl frá atvinnurekanda til umráða og var hún notuð í þágu vinnuveitanda á vinnutíma en starfsmanni var frjálst að nota bifreiðina utan vinnutíma til eigin þarfa. Starfsmanni var sagt upp og ekki var óskað vinnuframlags á uppsagnarfresti og hafði starfsmaðurinn ekki umráð yfir bifreiðinni á uppsagnarfresti.

 

Kveðja 

Halldóra Sigríður Sveinsdóttir formaður Bárunnar, stéttarfélags