Við vinnum fyrir þig

Translate to

Jólafundur Bárunnar 2021

Kæri félagi

Nú fer árið 2021 að renna sitt skeið og aftur kemur nýtt ár. Þetta hefur verið sérstakt ár, eldgos, covid, mikið atvinnuleysi og ýmsar áskoranir sem við höfum staðið frammi fyrir í verkalýðshreyfingunni hreyfingunni. Verkefnin eru næg framundan, kjarasamningar á almennum vinnumarkaði verða lausir 1. nóvember 2022 og við ríki og sveitarfélög 30.september 2023. Undirbúningur er að hefjast fyrir kjarasamninganna.

Eins og saga rúmlega 100 ára saga ASÍ sýnir þá er baráttan fyrir bættum kjörum lifandi barátta og verkefnið krefst þess að við gerum þetta saman í stórri og sterkri fylkingu eins og hingað til. Einstaklingar koma og fara en baráttan heldur áfram og megun við vera stolt af þeim stóru réttindamálum sem við njótum í dag vegna þrautseigju sem verkalýðshreyfingin hefur sýnt.

Starfsemi félaganna byggir á félögunum, trúnaðarmönnum og stjórnum. Félögin þurfa að halda úti öflugu trúnaðarmannakerfi til þess að ná utan um taktinn á vinnustöðunum, hvað má betur fara og hvað getum við gert. Ef vantar trúnaðarmann á þínum vinnustað endilega að hvetja til kosninga trúnaðarmanns. Ef að það er trúnaðarmaður á þínum vinnustað þá skaltu hiklaust nýta þér hann og koma með ábendingar og vangaveltur til hans. Félagið verður ekki sterkara en félagarnir sjálfir.

Fyrir hönd félagsins óska ég ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla, farsældar og friðar á næsta ári. Þökkum samstarfið á liðnu ári.

 

Halldóra Sigr. Sveinsdóttir formaður Bárunnar, stéttarfélags.

 


 

Jólafundur Bárunnar 2021

Jólafundur Bárunnar, stéttarfélags var haldinn níunda desember síðastliðinn á Hótel Selfoss. Sigurlaug Gröndal var fundarstjóri, á hann mættu trúnaðarmenn, stjórn og starfsmenn ásamt góðum gestum með áhugaverð erindi. Mætingin var góð og fóru fram öflugar umræður um stöðu mála. Nýverið höfum við fengið mikið af nýjum trúnaðarmönnum og er brýn nauðsyn að hafa þá með í komandi kjarasamninga lotu.

  • Drífa Snædal forseti ASÍ kom og fór með erindi um hvað ASÍ er að takast á við núna og svaraði svo spurningum frá fundarmönnum.
  • Á eftir henni kom Þórir Gunnarsson hagfræðungur og fór yfir haustskýrslu kjaratölfræðinefndar.
  • Þá kom Kristín Heba framkvæmdarstjóri Vörðu  og fór yfir könnun sem að við í Bárunni létum gera um líðan og stöðu þeirra sem var sagt upp fyrr á árinu hjá Hsu, hægt er að skoða það nánar hér að neðan.
  • Þór Hreinsson, starfsmaður bárunnar fór yfir nýja launareiknivél SGS.
  • Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar fór svo yfir árið hjá félaginu og velti fyrir sér komandi ári.
  • Gunnar Karl Ólafsson, starfsmaður Bárunnar  kynnti svo nýja heimasíðu og mínar síður fyrir fundarmönnum.

Umræður voru lokapunkturinn í formlegri dagskrá þar sem að við fórum hringinn og heyrðum frá vinnustöðum trúnaðarmanna. í lokinn var svo boðið uppá jólakvöldve

Afleiðingar uppsagna HSu

Varða-Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins gerði könnun um áhrif og afleiðingar uppsagna á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í byrjun árs 2021. Könnunin var gerð af beiðni Bárunnar, stéttarfélags.  Fjórir þátttakendur svöruðu fyrri könnuninni og fimm þeirri seinni.  Þrátt fyrir lágt svarhlutfall gaf niðurstaðan í heildina sambærilega niðurstöðu og gerð hefur verið í öðrum sambærilegum rannsóknum.

Markmið könnunarinnar var að kanna fjárhagsstöðu og líðan félagsfólks Bárunnar sem var sagt upp störfum hjá HSU í upphafi árs í kjölfar þess að breytt var upp rekstarfrom á stofnuninni. Könnunin var lögð fyrir í tvígang, að vori skömmu eftir að uppsagnirnar áttu sér stað og aftur að hausti.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að líðan uppsagnahópsins var að meðaltali mun verri en líðan bankastarfsmanna eftir hrun en einnig að líðanin hafði að jafnaði skánað nokkuð þegar þrír mánuðuir voru liðnir frá uppsögn þrátt fyrir að vera enn langt frá að ná líðan bankastarfsmannanna. Uppsagnirnar komu flatt upp á starfsfólkið. Það fann fyrir vonbrigðum, depurð og kvíða fyrir framtíðinni í kjölfar þeirra og fannst jafnvel að verið væri að svíka það eftir að hafa staðið í framlínunni í fyrstu bylgjum COVID faraldursins. Þá fannst þeim erfitt að þurfa að slíta tengslin við samstarfsfólkið og gamla fólkið sem það sinnti á stofnunni. Fyrir starfsfólk af erlendum uppruna kom gamla fólkið í staðinn fyrir aldraða ættingja sem þau þurftu að yfirgefa þegar þau komu til Íslands.

Jólakveðjur, starfsfólk Bárunnar, stéttarfélags