Félagsmannasjóðurinn
Í gær 30. janúar var greitt úr Félagsmannasjóði. Allir félagsmenn sem störfuðu hjá sveitarfélagi á árinu 2024 eiga rétt á að fá greitt úr sjóðnum.
Þeir sem ekki hafa fengið greitt út sjóðnum hafa ekki fyllt út reikningsnúmerið á innri síðum félagsins. Til þess að fá greitt verða að vera til staðar upplýsingar um reikningsnúmerið. Næsta föstudag þann 7. febrúar verður greitt til þeirra sem hafa þá fyllt út reikningsnúmerið á mínum síðum. Við hvetjum ykkur sem eiga rétt úr sjóðnum og hafa ekki fengið greitt að fara inn á mínar síður og fylla út reikningsnúmerið.
Leiðbeiningar
Þegar þú ert kominn inn á síðuna smellir þú á hnappinn í efra hægra horninu, þaðan kemur valmynd þar sem þar sem þú slærð inn upplýsingarnar sem beðið er um og fyllir það út skilmerkilega.