Við vinnum fyrir þig

Translate to

Starfsfólk MS útskrifast frá Fræðsluneti Suðurlands

Fyrsta útskrift úr námskeiðinu „Meðferð matvæla“ hjá  Fræðsluneti Suðurlands var þann 29. mars síðastliðinn. Námskeiðið er ætlað þeim sem starfa í matvælaiðnaði og er góður undirbúningur undir frekara nám t.d. í mjólkuriðnaði. Fræðslunet Suðurlands var í samstarfi við Báruna, stéttarfélag og MS á Selfossi, um að halda námskeiðið hér á Selfossi.

Read more „Starfsfólk MS útskrifast frá Fræðsluneti Suðurlands“

Verðkönnun á páskaeggjum

Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á páskaeggjum í 7 matvöruverslunum víðsvegar um landið mánudaginn 26. mars. Kannað var verð á 28 algengum páskaeggjum. Bónus var með lægsta verðið á 16 páskaeggjum af 28, næst oftast var Fjarðarkaup með lægsta verðið eða á 9 páskaeggjum og Krónan á 3. Samkaup-Úrval var með hæsta verðið á 21 páskaeggjum af 28, en Hagkaup var næst oftast með hæsta verðið eða á 7 páskaeggjum.

Read more „Verðkönnun á páskaeggjum“

Ný heimasíða Bárunnar, stéttarfélags

Báran, stéttarfélag hefur flutt vefþjónustu félagsins yfir á fyrirtæki staðsett á Suðurlandi.  Gerður hefur verið samningur við Endor vefþjónustu á Selfossi um um vistun, viðhald og uppfærslur á þeim vefþjóni sem vefsíðan eru hýst á. Markmiðið með þessum breytingum er að geta veitt meiri upplýsingar en áður til félagsmanna og í leiðinni að auka hagræði í rekstri síðunnar. Á meðfylgjandi mynd má sjá Grétar Magnússon hjá Endor og Örn Braga Tryggvason varaformann Bárunnar stéttarfélags undirrita samning um vistun heimasíðunnar.