Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fréttabréf Bárunnar

Af hverju er greitt í stéttarfélag?

Stéttarfélög gera kjarasamninga sem tryggja lágmarkskjör fyrir þau störf sem félagsmenn þeirra vinna og veita upplýsingar um kaup og kjör og passa að kjarasamningar séu virtir. Stéttarfélög veita upplýsingar um skyldur og réttindi, túlka kjara og ráðningarsamninga. Einnig aðstoða stéttarfélögin við innheimtu launa og aðstoða ef upp kemur ágreiningur á vinnustað. Hægt er að fá lögfræðiaðstoð endurgjaldslaust hjá stéttarfélögum.

Stéttarfélög greiða sjúkradagpeninga í langtíma veikindum og styrkja félagsmenn á marga vegu, má þar nefna styrki vegna gleraugnakaupa, tannlæknaheimsókna, líkamsræktar og skólagjalda.

Stéttarfélög bjóða einnig upp á orlofshús sem félagsmenn geta leigt á hóflegu verði.

 

Það gætir ákveðins misskilnings á almennum vinnumarkaði um það hvort hægt sé að sleppa greiðslu iðgjalda í stéttarfélag eða hvort velja megi stéttarfélag eftir geðþótta þvert á félagssvæði og jafnvel kjarasamnninga.

Samkvæmt lögum nr. 55/1980 er atvinnurekendum skylt að halda eftir af launum starfsmanns iðgjaldi hans til viðkomandi stéttarfélags sem gert hefur kjarasamning um störf hans. Atvinnurekanda er einnig skv. lögunum skylt að skila til stéttarfélagsins gjöldum í fræðslusjóð, sjúkrasjóð og orlofssjóð.

Má velja í hvaða stéttarfélag er greitt?

Það sem ræður stéttarfélagsaðild er starfsgreinin sem starfsmaður starfar í og það félagssvæði sem hann starfar á. Stéttarfélög gera kjarasamninga um ákveðnar starfsgreinar. Greitt er af starfsmanni  til þess félags sem félagssvæðið tilheyrir og gerir kjarasamning um það starf sem starfsmaður sinnir.

Getur atvinnurekandinn ákveðið í hvaða félag ég greiði?

Atvinnurekanda ber að fara eftir þeim reglum sem gilda á vinnumarkaði og getur ekki ákveðið fyrir hönd starfsmanna til hvaða félags á að  greiða iðgjöldin. Ef tvo félög eða fleiri hafa gert kjarasamning um sömu störf á sama félagssvæði skal starfsmaðurinn velja félag við gerð ráðningarsamning.

 

 

 

 

Réttindi félagsmanna

Báran, stéttarfélag leggur áherslu á að allir sínir félagsmenn séu meðvitaðir um sín réttindi og kjör og hvetjum við alla að fylgjast vel með sínum réttindum og fara vel yfir launaseðla og passa að ráðningarsamningur sé gerður.

Passa að verið sé að borga eftir kjarasamningum og að vinnuveitandi sé að greiða öll gjöld félagsmanna. Ef grunur leikur á að það sé ekki allt eins og það á að vera þá hvetjum við félagsmenn að leita til okkar.

Hægt að hringja í síma 480-5000 eða senda okkur tölvupóst á baran@baran.is eða koma á skrifstofu okkar á Austurvegi 56. Einnig er hægt að leita til trúnaðarmanna ef að þeir eru til staðar.

Lögfræðiþjónusta Bárunnar, stéttarfélags

Lögmannsstofan LMG sinnir lögfræðilegum verkefnum fyrir Báruna stéttarfélag og félagsmenn þess. Einu sinni í mánuði gefst félagsmönnum kostur á að ræða við lögmann á skrifstofu félagsins, sér að kostnaðarlausu. Hafi félagsmaður áhuga á að nýta sér þjónustuna er honum bent á að panta tíma í síma 480-5000.

Telji félagsmenn sig þurfa á þjónustu lögmanns að halda geta þeir einnig snúið sér beint til stofunnar en allar nánari upplýsingar má finna á lmg.is og í síma 511-1190. Félagsmönnum Bárunnar er veittur afsláttur af lögfræðikostnaði og takmarkast þjónustan ekki við mál á sviði vinnuréttar eða verkalýðsmála.

Gæludýr í orlofshús Bárunnar

Á stjórnarfundi Bárunnar voru tekin fyrir erindi félagsmanna varðandi gæludýr í orlofshúsunum.
Ákveðið var að leyfa gæludýr í einu af orlifshúsum okkar á Flúðum, Þverlág 2. frá og með 26.09.2022.
Þetta verður til reynslu í eitt ár.
Við biðjum gesti um að virða reglur varðandi dýrahald og umgengni húss. Fólki með ofnæmi fyrir dýrum er ráðlagt að fara ekki í þennan bústað.

 

 

Með gæludýr í orlofshús

Á stjórnarfundi Bárunnar voru tekin fyrir erindi félagsmanna varðandi gæludýr í orlofshúsunum. Ákveðið var að leyfa gæludýr í einu húsi Þverlág 2 á Flúðum frá og með 18.11.2022. Þetta verður til reynslu í eitt ár.

Við biðjum gesti um að virða reglur varðandi dýrahald og umgengni húss. Fólki með ofnæmi fyrir dýrum er ráðlagt að fara ekki í þennan bústað.

 

 

Fréttabréf Bárunnar

20 ára afmæli Bárunnar, stéttarfélags

Báran, stéttarfélag var stofnað 25. júní 2002 og  fagnar því 20 ára afmæli á þessum tímamótum. Saga Bárunnar er hins vegar mun eldri en það. Á þessum stofnfundi lauk sameiningu þriggja félaga á svæðinu. Verkalýðsfélagið Þór Selfossi, Verkalýðs- og sjómannafélagið Bjarmi á Stokkseyri og Verkalýðs- og sjómannafélagið Báran á Eyrarbakka. Áður hafði bílstjórafélagið Ökuþór sameinast Verkalýðsfélaginu Þór. Báran, stéttarfélag telur 20 ár í þeirri mynd sem nú er. Við sameininguna varð félagið stærsta stéttarfélagið á Suðurlandi og þótti vel við hæfi að nafn félagsins yrði Báran, stéttarfélag. Báran á Eyrarbakka var stofnað í febrúar 1903 og var með fyrstu stéttarfélögunum á landinu og elsta félagið sem átti aðild að þessari sameiningu. Félagið nær aftur til 1903 og telur það 119 ár.

Fyrsti formaður hins nýja félags Báran, stéttarfélag  var Kristján Jónsson. Félagssvæðið er Árnessýsla (Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes og Grafningshreppur) utan Ölfuss. Félagið er eitt af 19 félögum innan Starfsgreinasambands Íslands, er aðili að Sjómannasambandi Íslands og eitt af aðildarfélögum Alþýðusambands Íslands. Félagsmenn starfa í ýmsum starfsstéttum matvælaiðnaði, byggingariðnaði, umönnun, ferðaþjónustu, iðnaðarframleiðslu og svo framvegis. Í takti við uppsveifluna í atvinnulífinu á síðustu árum og fjölgun erlends vinnuafls hefur Báran vaxið og dafnað undanfarin ár með tilkomu ferðaþjónustunnar. Kynjahlutföll félagsins eru nokkuð jöfn en það var ekki fyrr en árið 1958 sem samþykkt var að konur gætu gengið í félagið. Síðan hafa þrjár konur gegnt formennsku í félaginu. Ingibjörg Sigtryggsdóttir var fyrsta konan sem gegndi formennsku í félaginu. Hún var kosin formaður Verkalýðsfélagsins Þórs 1982. Helsta hlutverk félagsins er að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum félagsmanna. Semja um kaup og kjör, bættan aðbúnað við vinnu og gæta þess að ekki sé gengið á rétt félagsmanna. Vinna að fræðslu, menningarmálum og sameina alla starfandi launamenn á svæðinu. Daglegur þáttur í starfsemi félagsins er m.a. túlkun og gerð kjarasamninga, útreikningur launakrafna, útleiga orlofshúsa, afgreiðsla styrkja og dagpeninga og skólakynningar.

Vinnustaðaeftirlit er stór þáttur í starfsemi félagsins. Lög um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum tóku gildi í maí 2010. Félagið hefur frá upphafi haldið úti vinnustaðaeftirlitsfulltrúum í samvinnu við önnur félög. Fulltrúar félagsins fara á vinnustaði, fylgja eftir kjarasamningsbundnum réttinum, fara yfir réttindi, skyldur og starfsemi félaganna. Er þetta nauðsynlegur þáttur í starfsemi félaganna og góð leið til þess að nálgast þá sem eru af erlendu bergi brotnir og þekkja lítið til kjarasamninga á íslenskum vinnumarkaði. Skrifstofa félagsins er að Austurvegi 56 Selfossi. Þrjú stéttarfélög reka og eiga saman Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi (ÞSS) ( VR, FIT og Báran, stéttarfélag). Auk þess er Virk starfsendurhæfing  og Festa lífeyrissjóður á sama stað. Félagið hefur lagt ríka áherslu á samvinnu við önnur stéttarfélög.

Félagið er aðili að fjórum menntasjóðum. Landsmennt, Sveitamennt, Ríkismennt og Sjómennt. Allt eru þetta öflugir sjóðir sem reyna eftir fremsta megni að hvetja og styrkja félagsmenn til náms og námskeiða. Sjúkrasjóður félagsins greiðir annars vegar dagpeninga vegna veikinda og hins vegar styrki sem samræmist stefnu félagsins í forvörnum. Sjúkrasjóður félagsins er einnig með íbúð í Reykjavík í þeim tilgangi að aðstoða þá sem þurfa vegna veikinda að dvelja í Reykjavík. Orlofssjóður er með fjögur glæsileg orlofshús og eina orlofsíbúð. Markmiðið með orlofssjóði er að leiga félagsmönnum orlofshús á sanngjörnu verði.  falleg og vel útbúin hús þar sem engu er tilsparað. Vinnudeilusjóður hefur það hlutverk að greiða út dagpeninga til félagsmanna sem verða tekjulausir í verkfalli. Trúnaðarmenn félagsins eru hryggjarstykkið í starfsemi félagsins og hafa lagt sig fram í baráttunni um brauðið. Trúnaðarmenn eru ósérhlífin hópur sem er ómetanlegt í þeirri baráttu sem fram fer.

Stjórn félagsins skipa 7 aðalmenn og 3 til vara. Halldóra Sigr. Sveinsdóttir hefur gengt formennsku í félaginu frá 2010. Örn Bragi Tryggvason er varaformaður. Meðstjórnendur eru Magnús Ragnar Magnússon, Ragnhildur Eiríksdóttir, Jón Þröstur Jóhannesson, Ingvar Garðarsson og Helga Flosadóttir. Til vara eru K. Hjalti Tómasson, Hildur Guðjónsdóttir og Sylwia Konieczna. Hjá félaginu starfa Marta Kuc, K. Hjalti Tómasson,  Þórarinn Smári Thorlacius, Þór Hreinsson og er formaður félagsins einnig starfandi á skrifstofu.

Fyrir hönd félagsins sendir stjórn öllum þeim sem komið hafa með einhverjum hætti að starfsemi félagsins síðastliðin ár bestu þakkir og óskar félagsmönnum til hamingju með 20 ára afmælið.

Halldóra Sigr. Sveinsdóttir formaður Bárunnar, stéttarfélags.

Breytingar á heilsu- og forvarnarstyrkjum.

Gerðar voru breytingar á heilsu- og forvarnarstyrkjum voru samþykktar á aðalfundi Bárunnar þann 16. maí 2022 og tóku þær gildi 1. júní 2022.

Gerðar voru breytingar á eftirfarandi styrkjum:

Breytingar eru skáletraðar.

Sjúkraþjálfun, Sjúkranudd og Kírópraktor: Meðferð hjá eftirfarandi aðilum: löggiltum sjúkraþjálfara, sjúkranuddara eða kírópraktor. Greitt er 50% af kostnaði að hámarki 5.000.-kr í fyrsta skipti, hámark 2.000.-kr í hvert skipti eftir það.Hámark 36 skipti á hverjum 12 mánuðum (óháð félagsgjaldi). Yfirlit meðferða verður að fylgja.

Laser/Lasik aðgerð eða augasteinaskipti: Félagsmaður sem hefur greitt félagsgjöld síðastliðinn þrjú ár samfleytt verði greitt allt að kr. 120.000 vegna laseraðgerða eða augasteinaskipta miðað við fullan rétt sbr. gr. 5.6.. Þó að frádregnum öðrum styrkjum síðastliðna 12 mánuði. (bætt var inn augnsteinaskiptum).

Líkamsrækt/heilsuefling: Greitt er 50% af kostnaði þó að hámarki 50.000 kr (var 40.000 kr) á hverju almanaksári. Skilgreining á heilsueflingu er viðurkenndar íþróttagreinar samkvæmt ÍSÍ – Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (https://isi.is/um-isi/vidurkenndar-ithrottagreinar/) og fellur undir að vera æfinga og/eða aðildargjöld.

Tannlæknir: Styrkur vegna tannlækninga er að hámarki kr. 20.000 kr (var 15.000 kr) á 12 mánaða tímabili.

Fæðingarstyrkur: Greitt er kr. 120.000 kr. (var 60.000 kr) Gögn sem þurfa að fylgja er fæðingarvottorð. Réttur er reiknaður út frá fæðingardegi barns. Greiða þarf félagsgjöld í 12 mánuði samfleytt fyrir fæðingardag barns. Fæðingarstyrkur er óháður öðrum styrkjum.

Hámark styrkja hækkar úr 85.000 kr í 100.000 kr.

 

ATH að allar greiðslukvittanir sem fylgja umsóknum og voru greiddar fyrir 1. júní 2022 verða afgreiddar miðað við upphæðir fyrir breytingar

 

 

 

 

 

Eftirlit og ábendingar

Við hvetjum félagsmenn okkar til að hafa sem telja að verið sé að brjóta á starfsfólki að senda okkur ábendingu þess efnis. Eins og við vitum er mikill uppgangur á vinnumarkaðnum og þá sérstaklega í ferðaþjónustunni og eru þar margir starfsmenn af erlendu bergi brotnir sem þekkja ekki réttindi sín og né að þau séu að borga í stéttarfélög yfir höfuð. Við erum með virkt vinnustaðareftirlit en við viljum endilega virkja sem flesta til að hafa augun opin og passa að ekki sé verið að brjóta kjarasamninga. Hægt er að senda ábendingar á baran@baran.is og mega þær vera nafnlausar ef fólk kýs það frekar.

Fréttabréf Bárunnar

Aðalfundur Bárunnar

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags verður haldinn mánudaginn 16. maí 2022 á Hótel Selfossi.
Fundurinn hefst klukkan 18:00

Báran, stéttarfélag á 20 ára afmæli og verður því fagnað á fundinum.

Dagskrá
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs
3. Önnur mál.

Boðið verður upp á kvöldverð.

 

Sjáumst kæru félagar

Stjórn Bárunnar, stéttarfélags

Orlofsréttur

Allt launafólk á rétt á orlofi, það er leyfi frá störfum í tiltekinn fjölda daga auk orlofslauna sem reiknast af öllum launum. Reglur um orlof er að finna í orlofslögum og kjarasamningum. Orlofslögin kveða m.a. á um lágmarksorlof, ákvörðun orlofstöku og útgreiðslu orlofslauna en kjarasamningar hafa að geyma ákvæði um orlof umfram lágmarksorlof, hvernig það skiptist í sumar- og vetrarorlof, veikindi í orlofi o.fl.

Starfsfólk á almennum vinnumarkaði:

Lágmarksorlof er 24 virkir dagar. Orlofslaun eru 10,17% af öllum launum.

Eftir 5 ár í sama fyrirtæki eða 10 ár í sömu starfsgrein fær starfsmaður 25 daga orlof og 10,64% orlofslaun.

Eftir 10 ár í sama fyrirtæki fær starfsmaður 30 daga orlof og 13,04% orlofslaun.

Sjá nánar í 4. kafla í kjarasamningi SGS og Samtaka atvinnulífsins.

 

Starfsfólk sveitarfélaga og ríkis:

Lágmarksorlof er 30 dagar (240 stundir) miðað við fullt starf. Ávinnsla orlofs er hlutfallsleg miðað við starfshlutfall og starfstíma starfsmanns.

Starfsmaður skal fá 13,04% orlofsfé á yfirvinnu og álagsgreiðslur.

Sjá nánar í 4. kafla í kjarasamningi SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga. og 4. kafla í kjarasamningi SGS og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.

Fékkst þú hagvaxtarauka?

Forsendunefnd ASÍ og SA hefur ákveðið að hagvaxtaraukinn komi til greiðslu 1. maí líkt og kveðið er á um í samningum. Launataxtar munu hækka um 10.500 kr. og almenn laun um 7.875 kr. frá 1. apríl og koma til greiðslu 1. maí.

Samkvæmt Lífskjarasamningnum kemur hagvaxtarauki til framkvæmdar ef landsframleiðsla (að raunvirði) á hvern íbúa hækkar umfram 1% á milli ára. Kveðið er á um 5 þrep eftir því hve vöxturinn er mikill og miðast framangreindar tölur við næst hæsta þrepið.

Þegar Lífskjarasamningurinn var gerður í apríl 2019 voru horfur í efnahagsmálum þannig, skv. Hagstofu og Seðlabanka Íslands, að hagvöxtur yrði að jafnaði 2,5% árin 2019-2022, sum árin heldur meiri en önnur minni, og mannfjöldaspá Hagstofu (miðspá) gerði ráð fyrir a.m.k. 1% árlegri fólksfjölgun. Við gerð samningsins var þannig útlit fyrir 1-1,5% hagvöxt á hvern íbúa á hverju ári samningstímans.

Hægt er að lesa nánar um hagvaxtaraukann hér

Veiðikortið og útilegukortið

Félagsmenn Bárunnar fá veiðikortið og útilegukortið á frábærum kjörum

Veiðkortið - 4.300kr

Útilegukortið - 5.000kr

 

Við hvetjum félagsmenn að nýta sér þessi frábæru kjör

Orlofshús - lausar vikur

Eftirfarandi 13 vikur eru enn lausar:

Akureyri: 24. – 31. ágúst

Grýluhraun:   12. – 19. ágúst // 19. - 26. ágúst

Svignaskarð:   17. – 24. júní // 19. – 26. ágúst // 26. ágúst – 2. sept.

Þverlág 2:   5. – 12. ágúst // 12. – 19. ágúst // 26. ágúst – 2. sept.

Þverlág 6:   10. – 17. júní // 5. – 12. ágúst // 19. – 26. ágúst // 26. ágúst – 2. sept.

Fékkst þú hagvaxtarauka?

Forsendunefnd ASÍ og SA hefur ákveðið að hagvaxtaraukinn komi til greiðslu 1. maí líkt og kveðið er á um í samningum. Launataxtar munu hækka um 10.500 kr. og almenn laun um 7.875 kr. frá 1. apríl og koma til greiðslu 1. maí.

Samkvæmt Lífskjarasamningnum kemur hagvaxtarauki til framkvæmdar ef landsframleiðsla (að raunvirði) á hvern íbúa hækkar umfram 1% á milli ára. Kveðið er á um 5 þrep eftir því hve vöxturinn er mikill og miðast framangreindar tölur við næst hæsta þrepið.

Þegar Lífskjarasamningurinn var gerður í apríl 2019 voru horfur í efnahagsmálum þannig, skv. Hagstofu og Seðlabanka Íslands, að hagvöxtur yrði að jafnaði 2,5% árin 2019-2022, sum árin heldur meiri en önnur minni, og mannfjöldaspá Hagstofu (miðspá) gerði ráð fyrir a.m.k. 1% árlegri fólksfjölgun. Við gerð samningsins var þannig útlit fyrir 1-1,5% hagvöxt á hvern íbúa á hverju ári samningstímans.

Hægt er að lesa nánar um hagvaxtaraukann hér

Góð stemning í kröfugöngu á 1. maí

Loksins eftir tveggja ára bið var farin kröfuganga á 1. maí. Lagt var af stað héðan frá Austurvegi 56 með Lúðrasveit Verkalýðsins í fararbroddi og haldið var á Hótel selfoss þar sem veisluhöldin fóru fram. Flosi Eiríksson framkvæmdarstjóri Starfsgreinasambandsins og Jóhannes Torfi Torfason fulltrúi unga fólksins og nemi við Menntaskólann á Laugarvatni héldu ræðu. Guðrún Árný tók nokkur lög og sönghópurinn Tónafljóð lék Disney lög fyrir yngstu kynslóðina. Bifreiðaklúbbur Selfoss var með sínar glæsikerrur til sýnis við Hótelið og svo Sleipnisfélagið að teyma undir börn.

Við þökkum öllum þeim sem mættu og héldu upp á daginn með okkur