Við vinnum fyrir þig

Translate to

Úrræði lánastofnana og leigufélaga í samdrætti

Einn stærsti útgjaldaliður heimila er leiga eða afborgun húsnæðislána. Í ljósi aðstæðna sem nú hafa áhrif á atvinnu og afkomu fjölmargra heimila hefur ASÍ lagt ríka áherslu á að bankar, lífeyrissjóðir og aðrir kröfuhafar komi til móts við fólk í þessum erfiðu aðstæðum. Að þeir sýni sanngirni, sveigjanleika varðandi greiðslufresti og innheimtukostnað á meðan óvissuástand stendur yfir. Lánastofnanir og leigufélög hafa flest kynnt úrræði til að létta byrði heimila um sinn m.a. með því að bjóða upp á tímabundnar frestanir afborgana eða tímabundna frestun á leigu.

Hér að neðan er að finna um helstu skilmála og kostnað þessara úrræða hjá stærstu lánveitendum húsnæðislána.

Alþýðusambandið brýnir fyrir lánveitendum að hafi ávallt að leiðarljósi að upplýsa einstaklinga með skýrum og greinagóðum hætti um áhrif þeirra úrræða sem í boði eru á greiðslubyrði til skamms og langs tíma. Hvaða leiðir séu færar til að draga úr langtímaáhrifum á fjárhag heimilanna. Þá skuli öllum kostnaði sem innheimtur er vegna úræðanna haldið í algjöru lágmarki og neytendur vel upplýstir um hann.

Frestun á greiðslum húsnæðislána

Lánastofnanir bregðast nú við fyrirsjáanlegri lækkun á tekjum margra heimila með því að gefa kost á  á frestun greiðslna af fasteignalánum. Frestun er einkum sett fram sem möguleiki fyrir þá sem nú verða fyrir tekjufalli. Lánastofnanir setja ólík skilyrði fyrir greiðslufresti. Sumar óska eftir að sýnt sé fram á  tekjufall á meðan aðrar fela viðskipavinum sjálfum að meta þörfina fyrir greiðslufresti. Í flestum tilfellum býðst greiðslufrestun ekki ef vanskil voru til staðar fyrir kórónuveirufaraldur. Lánveitendur bjóða mislanga frestun greiðslna, allt frá þremur mánuðum upp í heilt ár.

Kostnaðurinn við að fresta greiðslum húsnæðislána er mismikill eftir lánveitendum. Fyrst þegar frestunarúrræði voru kynnt fylgdi þeim talsverður kostnaður hjá flestum lánastofnunum en margir hafa nú lækkað kostnaðinn vegna kröftugra mótmæla m.a. frá ASÍ. Nokkrir lánveitendur hafa alveg fallið frá því að taka umsýslugjöld.

Við frestun greiðslna af lánum þarf að gera skilmálabreytingu á skuldabréfi. Ekki verður komist hjá því að greiða 2.500 kr. Þinglýsingargjald sem Sýslumaður innheimtir. Kalla getur þurft eftir veðbandayfirliti og kostnaður af því er um 1.000 – 1.500 kr. Einhverjar lánastofnanir taka umsjónagjald vegna þinglýsingar, sem  komast má hjá með því að sjá sjálfur um að koma skjölum til Sýslumanns. Gjaldið er oftast á bilinu 1.000 – 1.500. kr. Þá innheimta lánastofnanir að jafnaði  skjalagerðar- eða skilmálabreytingagjald en hluti lánastofnanna hefur nú fallið frá þeim gjöldum eða lækkað þau.

Kostnaður við greiðslufrest lána

*Upplýsingar sóttar 1.4

Þinglýsingar

-gjald

Veðbókar-vottorð Skjalagerðargj./ skilmálabreytingagj. Gjald v/
þinglýsingar
Hámarks lengd í mánuðum
LIVE 2.500 1.200 0 1.500 6
LSR 2.500 1.200 2.500 1.500 12
Gildi 2.500 1.200 3.000 950 6
Brú 2.500 15.000 6
Birta 2.500 2.000 5.000 950 6
Festa 2.500 10.000 6
Stapi 2.500 2.000 5.000 1.500 6
HMS 2.500 0 3
Arion 2.500 1.055 0 0 3
Íslandsbanki 2.500 1.550 0 950 7
Landsbankinn 2.500 0 0 6

Hægt er að smella á hlekkina og fá nánari upplýsingar um úrræði á heimasíðu viðkomandi lánveitanda

Flest úrræði um greiðslufrest eru þannig að ekkert er greitt af láni á frestunartímabili. Vextir reiknast eins og vanalega en í stað þess að greiðast mánaðarlega leggjast þeir ofan á höfuðstól láns að loknu tímabili greiðslufrests. Greiðslubyrði lána verður hærri þegar greiðslur hefjast aftur bæði  vegna þess að borgað er af láni á skemmri tíma og vextir frestunartímabilsins leggjast við höfuðstól. Sumar lánastofnanir bjóða þó uppá að greiða vexti og verðbætur meðan greiðslufrestur stendur yfir. Í þeim tilvikum er einungis afborgun höfuðstóls frestað. Höfuðstóllin vex þá ekki á frestunartímabilinu en hann greiðist á skemmri tíma eftir frestun sem hækkar afborganir í framhaldinu en þó minna en þegar ekkert er greitt. Sumar lánastofnanir  lengja einnig í lánum samhliða frestun og þannig er dregið úr hækkun á greiðslubyrði þegar greiðslur hefjast á ný.

Frestun leigugreiðslna hjá leigufélögum

Hjá leigufélaginu Ölmu er boðið uppá að fresta hluta af allt að þremur leigugreiðslum og hjá Heimavöllum stendur til boða að fresta hluta af sex greiðslum. Þeim greiðslum sem er frestað má svo dreifa á allt að 24 mánuðum hjá báðum félögunum. Bæði félögin bjóða uppá að lækka leigugreiðslur tímabundið um að hámarki helming umsaminnar leigu. Greiðsludreifingin er leigutökum að kostnaðarlausu og án vaxta.

Rétt er að hafa í huga að þessar frestuðu greiðslur dreifast á mun skemmri tíma en frestanir þeirra sem eru að borga af lánum. Leigugreiðslur eftir frestunartímabil verða því töluvert hærri en fyrir. Sé t.a.m. helmingi leigu frestað í 6 mánuði og þeirri frestun svo að þeim tíma liðnum dreift á 24 mánuði þýðir það 12,5% hækkun leigu á því tímabili. Ef frestuninni er dreift á 12 mánuði hækkar leigan um 25% á meðan frestunin er greidd upp.

Samningur 18 aðildarfélaga SGS við ríkið samþykktur

 

Samningur 18 aðildarfélaga SGS við ríkið samþykktur

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning 18 aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með miklum meirihluta.

Atkvæðagreiðslan stóð yfir á tímabilinu 19. til 26. mars. Í heildina var kjörsókn tæplega 20%. Já sögðu 88,65% en nei sögðu 9,19%. 2,16% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 947 manns.

Samningurinn, sem undirritaður var 6. mars síðastliðinn, er því samþykktur hjá eftirfarandi félögum: AFLi Starfsgreinafélagi, Öldunni stéttarfélagi, Bárunni stéttarfélagi, Drífanda stéttarfélagi, Einingu-Iðju, Framsýn stéttarfélagi, Stéttarfélagi Vesturlands, Stéttarfélaginu Samstöðu, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðsfélagi Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Verkalýðsfélagi Snæfellinga, Verkalýðsfélagi Suðurlands, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, Verkalýðsfélagi Þórshafnar, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélaginu Hlíf.

Niðurstöður atkvæðagreiðslu (PDF)

Landsmennt veitir fulla fjármögnun fjarnámskeiða 15. mars til og með 31. ágúst 2020.

Landsmennt veitir fulla fjármögnun námskeiða

 

Landsmennt fræðslusjóður Samtaka atvinnnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni býður einstaklingum og fyrirtækum að sækja námskeið þeim að kostnaðarlausu.

Í ljósi aðstæðna í íslensku samfélagi hefur stjórn Landsmenntar fræðslusjóðs ákveðið bjóða einstaklingum og fyrirtækjum uppá þann valkost að sækja námskeið á netinu eða í fjarkennslu þeim að kostnaðarlausu.

Einnig mun sjóðurinn rýmka úthlutunarreglur sjóðsins sem taka til námskeiða sem ekki eru rafræn eða í fjarkennslu.  Stofnað verður til átaks í stafrænni/rafrænni fræðslu innan atvinnulífsins í samstarfi við fræðsluaðila og fyrirtæki.

Átakið  gildir frá  15.mars til og með 31.ágúst 2020 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem haldin eru innan þessa sama tímaramma. Þessi tímarammi verður endurskoðaður ef tilefni verður til.

Nánari útfærsla á átaksverkefninu:  Gerðir verða samningar við fræðsluaðila sem bjóða upp á vefnám/fjarnám þar sem fyrirtækjum og einstaklingum er boðin þátttaka í námi/námskeiðum þeim að kostnaðarlausu. Þessir samningar gilda einnig tímabundið og gagnvart því námi/námskeiðum sem fræðsluaðilar bjóða upp á innan þessa tímaramma það er frá 15. mars til og með 31. ágúst 2020

Um leið og Landsmennt hvetur stjórnendur fyrirtækja til þess að sinna sí-og endurmenntun starfsmanna sinna, vill stjórnin koma því á framfæri að tekið verði á móti öllum góðum hugmyndum að fræðslu sem kynnu að nýtast og falla vel að úthlutunarreglum sjóðsins.

 

Breytingar á úthlutunarreglum eru eftirfarandi:

  • Endurgreiðslur til fyrirtækja vegna kostnaðar við námskeiðahald, miðað við núverandi reglur, verði hækkaðar úr allt að 75% í allt að 90% af styrkhæfum heildarkostnaði. Gildistími verði frá 15. mars til og með 31. ágúst 2020.
  • Hámarksupphæð einstaklingsstyrkja verður áfram kr. 130.000 á ári miðað við núverandi reglur. Hlutfalli endurgreiðslu verði hins vegar breytt og verði 90% í stað 75% af kostnaði við námið. Gildistími verði frá 15. mars til og með 31. ágúst 2020.
  • Tómstundstyrkir sem nú eru 75% en að hámarki kr. 30.000 á ári verði í sama hámarki og hefðbundnir styrkir, það er kr. 130.000 á ári. Hlutfall endurgreiðslunnar verði sömuleiðis 90% af viðurkenndum kostnaði við námið. Gildistími verði frá 15. mars  til og með 31. ágúst 2020.

 

Nánari upplýsingar veitir Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri Landsmenntar í síma 863 6480 eða á tölvupósti, kristin@landsmennt.is

 

Ert þú búin/nn að kjósa ?? Frestur rennur út kl 16:00 Í DAG !!! Have you voted ?? You can until 16:00 TODAY !!

Kosningu fer að ljúka um kjarassamning milli SGS og ríkissins.

Þeir sem starfa hjá ríkinu hafa rétt til að kjósa. Þitt atkvæði skiptir máli !

Hér getur þú fundið efni um nýja samninginn https://www.sgs.is/kjaramal/kjarasamningar/kjarasamningur-sgs-og-rikisins-2019-2023/

og hér getur þú kosið↓

 

 

 

 

 

 

 

 

 

The voting about the unions contract  between SGS and the government is about to close.

If you work for the government you can vote. Your vote matters !

Here you can find material about the new contract  https://www.sgs.is/kjaramal/kjarasamningar/kjarasamningur-sgs-og-rikisins-2019-2023/

 

VOTE HERE ↓

 

Lagabreytingar og aðgerðir vegna COVID 19

Ríkisstjórn Íslands hefur kynnt lagabreytingar sem miða að því að takmarka efnahagslegu áhrifin á þjóðfélagið vegna COVID 19.

Í þessu minnisblaði er farið yfir helstu aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur kynnt og hvaða áhrif og þýðingu þessar aðgerðir hafa fyrir atvinnurekendur og launafólk.

Lagabreytingar og aðgerðir vegna COVID 19

 

Uppfært 31. mars 2020  —–    Lögmenn Bárunnar, stéttarfélags