Við vinnum fyrir þig

Translate to

Nýr kjarasamningur SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga kynntur !

Starfsmenn Bárunnar, stéttarfélags munu á næstu dögum heimsækja stofnanir á félagssvæði Bárunnar til að kynna nýjan samning. Í framhaldi af þeim heimsóknum verða svo rafrænar kosningar um samninginn. Við hvetjum því alla til að kynna sér samninginn og taka þátt í kosningunni. Ykkar atkvæði skiptir máli !

Helstu atriði samningssins eru þessi

  • Laun hækka um 90.000 kr. á tímabilinu 1. janúar 2020 til 1. janúar 2022. Þann 1. janúar 2023 hækka laun í samræmi við hækkanir á almennum vinnumarkaði.
  • Lágmarksorlof hjá öllum starfsmönnum verður 30.0 dagar.
  • Markviss skref til styttingar vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 styttist vinnuvikan um samtals 65 mínútur fyrir fólk í fullu starfi.
  • Vegna þess hversu lengi það hefur dregist að gera kjarasaming fá félagsmenn greidda eingreiðslu, upp á samtals 195.000 kr., miðað við fullt starf tímabilið 1. apríl til 31. desember 2019. Til frádráttar kemur 125.000 kr. innágreiðsla frá því í október 2019.
  • Persónuuppbót sem greiðist 1. maí ár hvert og nemur 50.450 kr. fyrir fullt starf árið 2020. Desemberuppbót hækkar úr 115.850 kr. árið 2019 í 124.750 kr. árið 2022.
  • Launað námsleyfi, Heimilt er að veita starfsmanni, sem starfað hefur  skv. þessum samningi samfellt hjá sama sveitarfélagi í 3 ár, launað leyfi í samtals þrjá mánuði til þess að stunda viðurkennt nám sem veitir ákveðin starfsréttindi.

Þær stofnanir sem heimsóttar verða fyrst eru:

Föstudagur 24.01.2020

Kl 10:00 – Leikskólinn Hulduheimar

Kl 12:00 – Búsetuþjónusta, Vallholti 9

Kl 13:00 – Leikskólinn Brimver, Eyrabakka

Þriðjudagur 28.01.2020

Kl 10:00 – Leikskólinn Árbær

Miðvikudagur 29.01.2020

Kl 10:00 – Leikskólinn Álfheimar

Fimmtudagur 30.01.2020

Grímsnes og Grafningshreppur, félagsheimili klukkan 09.00

 

Ef áhugi er að fá heimsókn frá stéttarfélaginu, þá er um að gera að hafa samband við félagið á netfangið baran@baran.is eða hringja í síma 480-5000 og skipuleggja heimsókn.

Skrifað hefur verið undir kjarasamning við Sveitarfélög

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var skrifað undir kjarasamning við sveitarfélögin. Báran, stéttarfélag er aðili að þeim samningi. Þessi kjarasamningur er nokkuð góður að mati formanns.

Helstu atriði samningssins eru þessi :

 

  • Laun hækka um 90.000 kr. á tímabilinu 1. janúar 2020 til 1. janúar 2022. Þann 1. janúar 2023 hækka laun í samræmi við hækkanir á almennum vinnumarkaði.
  • Lágmarksorlof hjá öllum starfsmönnum verður 30 dagar.
  • Markviss skref til styttingar vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 styttist vinnuvikan um samtals 65 mínútur fyrir fólk í fullu starfi.
  • Vegna þess hversu lengi það hefur dregist að gera kjarasaming fá félagsmenn greidda eingreiðslu, upp á samtals 195.000 kr., miðað við fullt starf tímabilið 1. apríl til 31. desember 2019. Til frádráttar kemur 125.000 kr. innágreiðsla frá því í október 2019.
  • Persónuuppbót sem greiðist 1. maí ár hvert og nemur 50.450 kr. fyrir fullt starf árið 2020. Desemberuppbót hækkar úr 115.850 kr. árið 2019 í 124.750 kr. árið 2022.
  • Launað námsleyfi, Heimilt er að veita starfsmanni, sem starfað hefur  skv. þessum samningi samfellt hjá sama sveitarfélagi í 3 ár, launað leyfi í samtals þrjá mánuði til þess að stunda viðurkennt nám sem veitir ákveðin starfsréttindi.

 

Starfsmenn Bárunnar munu kynna samning þennan á nokkrum stofnunum á félagssvæði Bárunnar, auglýst verður síðar hvar og í framhaldi af heimsóknunum verður svo rafræn atkvæðagreiðsla dagana 03.-10 febrúar.

 

Hækkun á hámarki einstaklingsstyrkja fræðslusjóða

Stjórnir þeirra fræðslusjóða sem félagsmenn innan aðildarfélaga SGS eiga aðild að, þ.e. Landsmennt, Sjómennt, Ríkismennt, Sveitamennt og Starfsafl, samþykktu í desember sl. að hækka hámark einstaklingsstyrkja úr 100.000 kr. í 130.000 kr. Þar með hækkar einnig hámark á uppsöfnuðum rétti til styrks í 390.000 kr. Hækkunin tók gildi frá og með 1. janúar 2020 og gildir gagnvart því námi sem hefst frá og með þeim tíma.

Meginhlutverk fræðslusjóðanna er að styrkja fræðslu og færni í atvinnulífinu á landinu öllu með það að markmiði að bæta árangur fyrirtækja og stofnana og auka ánægju og hæfni starfsfólks. Það helsta sem sjóðunum er ætlað að sinna eru ýmisskonar stuðningsverkefni og þróunar og hvatningaraðgerðir í starfsmenntun, styrkja rekstur námskeiða og nýjungar í námsefnisgerð og veita einstaklingum, stéttarfélögum og fyrirtækjum styrki vegna starfsmenntunar.

Lesa má nánar um sjóðina hér.

Viðmið um hámarkstekjur og eignir hjá Bjargi hækka

Bjarg íbúðafélag stefnir á að byggja 26 íbúðir á Selfoss  (í Björk)
Hér er listi yfir það sem er á dagskrá hjá þeim.

https://www.bjargibudafelag.is/ibudir/uppbygging/

Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norrænni fyrirmynd, „Almene boliger“.

Leiðarljós félagsins er að veita leigutökum öruggt húsnæði til langs tíma.

 

Alþingi hefur samþykkt reglugerðarbreytingu þar sem hámarksviðmið um tekjur og eignir vegna almennra íbúða eru hækkuð. Breytingin tók gildi þann 1. janúar 2020.

Hámarksviðmið eru nú eftirfarandi:

6.420.000 kr. ári, fyrir skatta (eða 535.000 kr. á mánuði) fyrir hvern einstakling.
8.988.000 kr. á ári, fyrir skatta (eða 749.000 kr. á mánuði) fyrir hjón og sambúðarfólk.
1.605.000 kr. á ári, fyrir skatta (eða 133.750 kr. á mánuði) fyrir hvert barn eða ungmenni að 20 ára aldri sem býr á heimilinu.
Þá má heildareign heimilis ekki vera hærri en 6.930.000 kr.

Bjarg íbúðafélag fagnar þessum breytingum sem veita fleiri einstaklingum og fjölskyldum kost á hagkvæmu og öruggu leiguhúsnæði. Opið er fyrir nýjar skráningar samkvæmt nýju tekjuviðmiði á vef Bjargs.

Þá munu virkir umsækjendur sem áður höfðu fengið höfnun vegna of hárra tekna eða eigna, en falla nú undir ný viðmið munu fá boð um íbúð eftir því sem þær standa til boða.

Á næstu dögum og vikum mun Bjarg opna fyrir umsóknir á fjórum nýjum stöðum, þ.e. í Hraunbæ, Kirkjusandi, Guðmannshaga (Akureyri) og í Silfratjörn í Úlfarsárdal. Nú þegar er opið fyrir umsóknir vegna leiguíbúða í Þorlákshöfn.

Nánari upplýsingar um nýjar íbúðir og skilyrði fyrir úthlutun má finna á heimasíðu Bjargs.

Opnunartími Bárunnar um hátíðirnar

23. des -LOKAÐ í hádeginu á milli 12:00- 14:00

Þess má geta að þennan dag verður ilmur  í loftinu vegna skötuveislu starfsfólks í hádeginu.

24.-29. desember er skrifstofa félagsins LOKUÐ

30. desember er opið frá 08:00-16:00

31.des – 1. jan er LOKAÐ