Við vinnum fyrir þig

Translate to

Volunteering in Iceland? THINK AGAIN !

Well think again!   You may be doing more harm than good – and hopefully that is not your intention.

For decades young people from all over the world have come to Iceland to volunteer in projects that focus on the preservation of nature?  We have welcomed these young people. They have given up their time and effort to assist us in preserving our rough and unforgiving nature.

However – in the last few years “volunteering” has been given a new meaning in Iceland and not such a pleasant one. In times of unemployment in Europe and elsewhere and in search of adventure and perhaps wanting something to put on one´s CV – people have been coming to Iceland to volunteer in places of business – doing regular work. Not saving the nature – but serving coffee. For free!

This is against everything we stand for. Working for the economic gain of someone should benefit both employer and worker.  Working for free is what slaves used to do and they didn´t choose their fate. Working for free is deflating the value of work – hurting regular people and benefitting the rich.

Perhaps your situation is such that you can afford to work for free one summer – but there are people who need this job and need to be paid for it.

Read more „Volunteering in Iceland? THINK AGAIN !“

Yfir 70% verðmunur á matvöru

Ný verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ sýnir að gríðarlegur verðmunur er á hinum ýmsu vörum í öllum vöruflokkum. Í 52 tilvikum af 100 var yfir 40% munur á hæsta og lægsta verði og í 24 tilvikum var verðmunurinn yfir 70%. Iceland var oftast með hæsta verðið, eða í 35 tilvikum af 100, en Bónus var oftast með lægsta verðið, eða í 63 tilvikum af 100. Hagkaup var sú verslun sem var næstoftast með hæsta verðið, eða í 21 tilviki af 100. Verðkönnunin var framkvæmd í 8 stærstu verslunum landsins.

Read more „Yfir 70% verðmunur á matvöru“

Lausar vikur í orlofshús Bárunnar

Lausar vikur í orlofshús Bárunnar í júni:

Svignaskarð 13  frá 15.06.2018 til 22.06.2018

Svignaskarð 12  frá 22.06.2018 til 29.06.2018

Félagsmenn geta skoða lausar vikur og pantað á orlofsvef hér á síðunni. Innskráning þar inn er með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.

 

Ísland fullgilldir samþykkt Alþjóðavinnumálstofnunarinnar nr. 187

Ásmundur Einar Daðason, velferðarráðherra, afhenti Guy Rider, framkvæmdastjóra Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) formlega fullgildingu Íslands á samþykkt stofnunarinnar nr. 187, rammasamþykkt um eflingu öryggis og heilbrigðis við vinnu, frá árinu 2006. Í samþykktinni og innleiðingu hennar felast mikilvægar réttarbætur hvað varðar vinnueftirlit, í lögum um aðbúnað hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og afleiddum reglum og reglugerðum.

Read more „Ísland fullgilldir samþykkt Alþjóðavinnumálstofnunarinnar nr. 187“

Fundur félagsliða 16. maí

 

Þann 16. maí var haldinn samráðsfundur félagsliða til að ræða sérstaklega ósk um löggildingu. Niðurstaða þeirra yfirferðar er svo: Fagfélagið, þ.e. Félags íslenskra félagsliða þarf að sækja um löggildingu skv. lögum 34/2012 um heilbrigðismenn.

Stjórnafundur í félaginu verður haldinn mánudaginn 28.maí. Taka þarf þá ákvörðum um að óska eftir löggildingu og er Starfsgreinasambandið reiðubúið að aðstoða eftir megni við gerð umsóknar og greinagerðar.

 

Orlofsuppbót 2018

Báran, stéttarfélag  vill minna félagsmenn á  orlofsuppbótina 2018. Full orlofsuppbót árið 2018 er  kr. 48.000. Þeir sem hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu 1. maí 2017 – 30. apríl 2018 eiga rétt á fullri uppbót, en annars greiðist hún í samræmi við starfshlutfall og starfstíma. Orlofsuppbót er föst fjárhæð og reiknast orlof ekki ofan á orlofsuppbótina.

Read more „Orlofsuppbót 2018“

Orlofsuppbót 2018

Báran, stéttarfélag  vill minna félagsmenn á  orlofsuppbótina 2018. Full orlofsuppbót árið 2018 er  kr. 48.000. Þeir sem hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu 1. maí 2017 – 30. apríl 2018 eiga rétt á fullri uppbót, en annars greiðist hún í samræmi við starfshlutfall og starfstíma. Orlofsuppbót er föst fjárhæð og reiknast orlof ekki ofan á orlofsuppbótina.

Read more „Orlofsuppbót 2018“