Við vinnum fyrir þig

Translate to

Rétta leiðin – frá kreppu til lífsgæða

Rétta Leiðin
ASÍ boðaði til blaðamannafundar í dag kl. 14 í Gerðarsafni í Kópavogi þar sem kynntar voru hugmyndir Alþýðusambandsins um réttu leiðina út úr kreppunni. Drífa Snædal, forseti ASÍ og Kristján Þórður Snæbjarnarson, 1. varaforseti ASÍ, kynntu framtíðarsýn ASÍ.

Á tímum kreppu og allsherjar samdráttar, ekki bara á Íslandi heldur í heiminum öllum, þarf að vinna eftir skýrri framtíðarsýn. Alþýðusamband Íslands hvetur stjórnvöld og þjóðina alla til samstöðu um aðgerðir til að marka veginn frá kreppu til lífsgæða fyrir okkur öll. Stokkum spilin. Höfnum sérhagsmunum, eflum grunnstoðirnar og setjum fólk í öndvegi.

Alþýðusamband Íslands leggur hér fram framtíðarsýn um uppbyggingu Íslands undir yfirskriftinni Rétta leiðin – frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll. Tillögurnar eru í takti við stefnu alþjóðlegu verkalýðshreyfingarinnar um réttlát umskipti (e. Just Transition) og sækja í alþjóðlega umræðu um grænan samfélagssáttmála (e. Green New Deal). Unnið er eftir viðmiðum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um að atvinnusköpun skuli vera í fyrirrúmi við aðgerðir gegn kreppunni.

Lagðar eru fram metnaðarfullar tillögur um að skapa atvinnu á nokkrum tilteknum sviðum sem eru til þess fallin að byggja fjölbreytt og sjálfbært atvinnulíf þar sem allir sem vilja geta fengið störf við hæfi. Sett er fram skýr framtíðarsýn um framfærslutryggingu, traust húsnæði, öfluga innviði og gjaldfrjálsa grunnþjónustu en með þeim hætti býr Ísland sig undir fyrirsjáanlegar breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum og tryggir að þær verði ekki til að auka á ójöfnuð og fátækt. Til þess þarf vinnumarkaðurinn jafnframt að byggja á traustum ráðningarsamböndum, skipulagðri verkalýðshreyfingu og kjarasamningum, auk þess að styðja gott samspil vinnu, fjölskyldulífs og frístunda.

Drífa Snædal, forseti ASÍ:
„Við vitum nú þegar að hagkerfið og vinnumarkaðurinn sem tekur við eftir Covid-kreppuna mun ekki vera eins og áður. Þetta er því ekki endurreisn í eiginlegum skilningi, heldur uppbygging til framtíðar. ASÍ stígur nú fram til að leiða stefnu fyrir þá uppbyggingu og við ætlum okkur að tryggja að hún verði í þágu almennings, ekki sérhagsmuna.“

Nánari útfærslur er að finna í þessum bæklingi.

Skjákynning frá fréttamannafundinum.

Ert þú að fá rétt greitt ? Nú getur þú reiknað það út í launareiknivél / Are you getting paid correct ? Now you can calculate your salary in our calculator

Nú er launareiknivél komin á vefinn hjá Starfsgreinasambandinu.

Hér getur þú reiknað út laun þín með forsendum kjarasamninga

Þú einfaldlega byrjar á því að velja þitt stéttarfélag og vefsíðan leiðir þig svo áfram.

Endilega prófaðu að setja upp þinn launaseðil með því að ýta á reiknivélina hér að neðan.

Aðalfundur Bárunnar

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags verður haldinn mánudagskvöldið 18. maí nk. á Hótel Selfossi. Fundurinn hefst kl. 19.00.

Dagskrá

  1. Venjuleg aðaflundarstörf
  2. Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs
  3. Önnur mál

Boðið verður upp á tveggja rétta kvöldverð. Aðalfundargestir taka þátt í happdrætti.

Stjórn Bárunnar, stéttarfélags

Ekki heimilt að slíta ráðningarsamningum bótalaust með vísan til reglna um force majeure

 DSC1070

COVID-19 faraldurinn og ráðstafanir stjórnvalda vegna hans geta haft veruleg áhrif á efndir samninga, þar með talið ráðningarsamninga. En eru áhrifin slík að launagreiðandi geti sagt sig fyrirvaralaust og án bóta frá efndum á ráðningarsamningi við starfsmann sinn á grundvelli reglna um force majeure (óviðráðanlegir atburðir) þar sem ekki sé lengur þörf fyrir vinnuframlag hans?

 

Í grein sem lögfræðingur ASÍ ritar á vef sambandsins kemur fram það álit hans, að ekki sé heimilt að víkja til hliðar ákvæðum kjarasamninga um uppsagnarfresti með vísan til force majeure af völdum COVID-19. Það sé hvorki heimilt á grundvelli almennra og ólögfestra reglna um force majeure eða með vísan til 1.mgr. 3.gr. laga nr. 19/1979 nema hvað varðar hráefnisskort hjá fiskiðjuverum og líklega ef vörur skortir til upp- eða útskipunar.

Hér má lesa nánar um þetta mál

Skrifstofa Bárunnar opnar að nýju

Það er okkur ánægja að tilkynna að skrifstofa Bárunnar, stéttarfélags opnar nk. mánudag (11. maí).

Opnunartími verður líkt og áður frá 8:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga og 8:00-15:00 á föstudögum.

Við þurfum þó að fara varlega áfram og biðjum því alla  að virða tveggja metra regluna í móttökunni og fara eftir reglum sóttvarnalæknis um handþvott  og handspritt.

Ályktun miðstjórnar ASÍ um skilyrði fyrir opinberum stuðningi við fyrirtæki

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands áréttar að opinber stuðningur til fyrirtækja vegna áhrifa COVID-19 á ekki að vera til þess gerður að fyrirtæki sem ekki þurfa á honum að halda vaði í sameiginlega sjóði samfélagsins að vild. Fram hefur komið að Össur ehf. hafi ákveðið að nýta sér hlutabótaleiðina örskömmu eftir að fyrirtækið greiddi eigendum sínum 1,2 milljarða króna í arð. Slíkt athæfi er ósiðlegt og ætti með réttu að vera ólöglegt.

ASÍ hefur ítrekað kallað eftir því að stjórnvöld setji skýr skilyrði við opinberum stuðningi en slíkar kröfur eru í samræmi við ráðleggingar Alþjóðavinnumálstofnunarinnar, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og OECD. Meðal skilyrða sem ASÍ hefur kallað eftir er að fyrirtæki hafi nýtt sér eigin bjargir, þau undirgangist skilyrði um að greiða ekki út arð til tveggja ára eftir að þau njóta fyrirgreiðslu og að fyrirtækin eða eigendur þeirra séu ekki skráð í skattaskjólum. Stjórnvöld hafa brugðist þeirri skyldu sinni að tryggja hagsmuni almennings og komandi kynslóða. Nú er mál að linni.

Útilegukortið enn meira niðurgreitt en áður fyrir félagsmenn Bárunnar

Ákveðið hefur verið að niðurgreiða Útilegukortið enn meira en áður.

Fullt verð á kortunum er 19.900 kr en félagsmenn Bárunnar fá kortið á aðeins 5.000 kr.

Félagsmenn geta keypt kortið á afsláttavef Bárunnar  https://orlof.is/baran/site/product/product_list.php?category_id=4

Hér finnur þú upplýsingar um kortið : https://www.utilegukortid.is/

Orlofskerfi Bárunnar heitir Frímann og má nálgast á heimasíðu Bárunnar, stéttarfélags.

Gistimiðar, útilegukortið, veiðikortið og fl. er selt í gegnum orlofsvef félagsins.

Einnig verður hægt að nálgast útilegukortið,  veiðikortið  og gistimiða á Fosshótel á skrifstofu félagsins að Austurvegi 56, Selfossi.

Afsláttarkort Bárunnar

Hver sá félagsmaður sem greitt hefur samfellt í 6 mánuði til Bárunnar, stéttarfélags fær sent í pósti félagsskírteini sem jafnframt gildir sem afsláttarkort. Inn á orlofsvefnum er hægt að nálgast upplýsingar um þá verslun og þjónustu sem veitir afslátt gegn framvísun kortsins.

Afslættir (afsláttarkort Bárunnar)

 

Gistimiðar

Báran stéttarfélag er með samning við Fosshótel um afsláttarkjör fyrir félagsmenn. Hótelin gefa út gistimiða sem eru til sölu á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna að Austurvegi 56, 3. hæð.

Fosshótel  árið 2020 (gildir einnig fyrir sumartímann).

Verð á gistimiða er kr. 14.400,- allt árið. Miðinn gildir fyrir tveggja manna herbergi með baði, morgunverður  innifalinn. Hægt er að leigja aukarúm sem greiðist aukalega við innritun. Ath. að á fjögurra stjörnu Íslandshótel er greuddur einn gistimiði +  kr. 5.000 við innritun. Gistimiðar gilda ekki á sérstökum viðburðum svo sem: Menningarnótt, Fiskideginum mikla, Mærudögum og svo framvegis.

Bóka má beint á hótelunum í gegnum síma. Við pöntun verður að koma fram að greitt verði með gistimiða.  Einnig er tekið við bókunum á aðalskrifstofu Fosshótela í síma 562 4000 eða á netfang: bookings@fosshotel.is. Ekki er hægt að bóka í gegnum bókunarvél á heimasíðu. Ath. sum hótelin eru aðeins opin yfir sumartímann. Nánari upplýsingar um hótelin má finna á fosshotel.is

Sjá einnig fleiri hótel og gistiheimili á orlofsvef félagsins.

Með fyrirvara um breytingar verða eftirtalin hótel opin í sumar:

Grand Hótel Reykjavík (4*), Fosshótel Glacier Lagoon (4*), Fosshótel Austfirðir (3*), Fosshótel Húsavík (3*), Fosshótel Vestfirðir (3*), Fosshótel Stykkishólmur (3*) og Fosshótel Reykholt (3*).

 

Veiðikortið, Útilegukortið  

Rétt er að vekja athygli á því að á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi er hægt að greiða og sækja Útilegukortið og Veiðikortið. Við erum að Austurvegi 56, 3 hæð.

 

Veiðikortið 2020

Veiðikortið kostar á fullu verði kr. 6.300 en fyrir félagsmenn Bárunnar  kr. 4.300.

 

Útilegukortið 2020

Útilegukortið kostar á fullu verði 17.000 en kostar 5.000 krónur fyrir félagsmenn.

 

Flugmiðar

Á orlofsvef Bárunnar eru seld gjafabréf hjá Icelandair. Hvert gjafabréf kostar félagsmann 2 punkta auk greiðslu.

Gjafabréfin hjá Icelandair gilda sem kr. 25.000 en Bárufélagar fá þau niðurgreidd og greiða því aðeins kr. 19.500 fyrir hvert gjafabréf.

Heimilt er hverjum félagsmanni að kaupa 2 gjafabréf á hverjum 12 mánuðum.

Við kaup á gjafabréfinu fær viðkomandi númer gjafabréfs sem hann svo síðan slær inn þegar kemur að greiðslu við bókun á flugi. Þá lækkar greiðsla flugmiðans um kr. 25.000 fyrir hvert gjafabréf. Hægt er að nota fleiri en 1 gjafabréf fyrir hverja bókun.

Gildistími gjafabréfanna er 5 ár en athugið að það telur frá þeim degi sem stéttarfélagið Báran keypti bréfin en ekki frá þeim degi sem félagsmaður kaupir þau nema um einn og sama dag sé að ræða.

 

Hægt er að versla gjafabréfin á ORLOFSVEF Bárunnar undir MIÐAR OG KORT eða ss hér → https://orlof.is/baran/site/product/product_list.php?category_id=14

Enn eru lausar vikur í orlofshúsum Bárunnar !! Fyrstur kemur fyrstur fær !

Búið er að úthluta til þeirra sem sóttu um orlofsviku í orlofshúsum Bárunnar.

Enn eru lausar vikur  í sumar og hægt er að panta bústað hér  https://orlof.is/baran/site/rent/rent_list.php

Frátekið er merkt með X.  Utanfélagsmenn geta leigt með viku fyrirvara ef laust er.

Við erum með 2 skiptibústaði í ár í Svignaskarði og Húsafelli.

 

Hér er linkur beint á bústaðina

Húsafell : stór og flottur bústaður https://orlof.is/baran/site/cottage/cottage_details.php?cottage_id=10

Svignaskarð: https://orlof.is/baran/site/cottage/cottage_details.php?cottage_id=7

Grýlyhraun : Nýtískulegur og okkar nýjasti bústaður í Grímsnesinu https://orlof.is/baran/site/cottage/cottage_details.php?cottage_id=6

Þverlág 2 Flúðum : https://orlof.is/baran/site/cottage/cottage_details.php?cottage_id=2

Ásatún á Akureyri : https://orlof.is/baran/site/cottage/cottage_details.php?cottage_id=1

Sóltún – íbúð í Reykjavík, hún var þó ekki í úthlutun og ekkert endilega í vikuleigu

: https://orlof.is/baran/site/cottage/cottage_details.php?cottage_id=5

Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2020

Báran vill minna félagsmenn á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót/persónuuppbót, en það er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu í maí/júní ár hvert. Uppbótin miðast við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, inniheldur orlof og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.

Almennur vinnumarkaður
Orlofsuppbót er 51.000 kr. miðað við fullt starf og greiðist 1. júní.

Ríki
Orlofsuppbót er 51.000 kr. miðað við fullt starf og greiðist 1.júní.

Sveitarfélög
Persónuuppbót er 50.450 kr. miðað við fullt starf og greiðist 1. maí. 

Sjá nánar í kjarasamningum viðkomandi aðila.