Við vinnum fyrir þig

Translate to

Forvarnir vinnustaða vegna COVID-19 smithættu þar sem þörf er á samskiptum milli fólks.

( In english and polish below in link )

Í kjölfar áhættumats þarf að meta hvað er framkvæmanlegt miðað við aðstæður til að koma í veg fyrir eða draga úr hættu á COVID-19 smiti.
Höfum í huga að það er engin ein lausn sem hentar öllum heldur verður að fara fram mat á hverjum vinnustað fyrir sig.

Almennar forvarnir sem draga úr smitleiðum:
✓ Gæta að hæfilegri fjarlægð (2 m) milli starfsmanna.
✓ Hvetja til handþvottar.
✓ Hafa handspritt aðgengilegt starfsmönnum víða á vinnustaðnum.
✓ Takmarka náin samskipti við annað fólk, t.d. handabönd og faðmlög eða aðra
snertingu. Finna aðrar leiðir til þess að heilsast án snertingar.
✓ Minna starfsfólk á að forðast að bera hendur í andlit, sérstaklega augu, nef og
munn.
Ef eðli starfa er þannig að þörf er á samskiptum milli fólks þarf að grípa til sérstakra
aðgerða til að draga úr hættu á smiti.
Það er gert m.a. með því að:
✓ Veita starfsmönnum viðeigandi persónuhlífar, upplýsingar og þjálfun í því hvernig
og hvers vegna þeim er skylt að nota þær.
✓ Tryggja starfsmönnum aðgengi og aðstöðu til handþvottar.
✓ Gefa starfsmönnum tækifæri að sápuþvo hendur reglulega, a.m.k. í 20 sekúndur í
hvert skipti.
✓ Þar sem vatn og sápa eru utan seilingar þarf handspritt að vera starfsmönnum
aðgengilegt og einnig viðskiptavinum. Til dæmis er unnt að hafa brúsa með
handspritti við afgreiðsluborð þar sem viðskiptavinir eru hvattir til að spritta
hendur áður en til viðskipta kemur.
✓ Þrífa oft fleti sem eru mikið notaðir og þá með sótthreinsandi efnum.
✓ Gæta þess að skýrt sé hver dagleg störf og skyldur starfsfólks eigi að vera á meðan
veiran geisar.
✓ Tryggja að starfsfólk hafi skrifleg svör við hendina vegna algengra spurninga
viðskiptavina.
✓ Gæta þess almennt að hæfileg fjarlægð sé á milli fólks, nema að snerting sé
nauðsynleg, t.d. vegna umönnunarstarfa, en þá ber að tryggja að starfsmenn beri
fullnægjandi persónuhlífar.
✓ Skoða aðrar mögulegar leiðir til að framkvæma störfin sem takmarka nálægð eða
snertingu fólks.
✓ Setja upp merkingar þar sem starfsfólk og viðskiptavinir eru minntir á að heilsa
ekki með handabandi.
✓ Setja upp merkingar þar sem starfsfólk og viðskiptavinir eru hvattir til að hósta
eða hnerra ekki út í loftið heldur í olnbogabótina eða í handþurrkur. Þannig er
einnig komið í veg fyrir að úði fari á hendur.
✓ Veita starfsmönnum stuðning og tækifæri til að ræða áhyggjur sínar, t.d. með
daglegum upplýsingum og spjalli við næsta yfirmann eða samstarfsmenn.

 

 

16. mars 2020
Áhættumat og forvarnir vinnustaða vegna COVID-19 smithættu
Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa lýst yfir hæsta
almannavarnastigi – neyðarstigi – vegna faraldurs veirunnar sem veldur
sjúkdómnum COVID-19. Markmið þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til af
hálfu stjórnvalda er meðal annars að fækka hugsanlegum smitleiðum og að vernda
þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Sjá nánar á vefsíðunni covid.is
Vinnustaðir

Vinnustaðir landsins þurfa að gera viðeigandi viðbragðsáætlun og upplýsa
starfsfólk um þær ráðstafanir sem vinnustaðurinn hyggst grípa til í varúðarskyni
til að draga úr og stýra áhættunni sem stafar af COVID-19. Einnig þarf að liggja
fyrir viðbragðsáætlun um þær ráðstafanir sem grípa verður til smitist starfsmenn
af veirunni eða þurfa að sæta sóttkví.

Sjá leiðbeiningar um viðbragðsáætlun á vefsíðu Vinnueftirlitsins:
https://www.vinnueftirlit.is/um-vinnueftirlitid/frettir/ahaettumat-vegnasmithaettu-
og-vidbrogd-vinnustada-vid-afleidingum-veikinda-starfsfolks-avinnustad

Hvað er hægt að gera til að vernda starfsmenn og aðra á vinnustað?
Mikilvægt er að fylgjast með nýjustu COVID-19 upplýsingunum og taka mið af
ráðleggingum til að tryggja að allar ráðstafanir sem gerðar eru séu viðeigandi og í
samræmi við ráðleggingar Embættis landlæknis og almannavarnadeildar
ríkislögreglustjóra. Sjá nánari upplýsingar á vefsíðunni: www.covid.is
Almennt gildir að:

  • • Fylgjast stöðugt með viðeigandi upplýsingaveitum og uppfæra

    viðbragðsáætlanir og aðgerðir þegar þörf krefur.

    • Upplýsa starfsfólk reglulega eftir því sem ástandið þróast.

    • Gera viðeigandi ráðstafanir í samráði við starfsmenn eða fulltrúa þeirra

    með hliðsjón af opinberum ráðleggingum.

    • Framkvæma þessar ráðstafanir og miðla þeim skýrt til allra starfsmanna,

    þar á meðal að veita skýra leiðsögn og leiðbeiningar um það sem ætlast er

    til af starfsmönnum.

    • Starfsmenn ættu að vita hvenær þeir eiga að vera á starfsstöð, sinna

    hefðbundum starfsskyldum, vera í fjarvinnu eða fjarverandi frá vinnu.

    • Skýrt þarf að vera til hvaða aðgerða þarf að grípa ef starfsmenn veikjast og

    hvaða einkennum þarf að hafa áhyggjur af, t.d. að gefa skýr skilaboð að

    starfsmenn mæti ekki til starfa finni þeir fyrir kvef- eða flensueinkennum

    jafnvel þó þau séu væg eða ekki einkennandi fyrir COVID-19 og litlar líkur

    séu á að séu vegna veirunnar sem veldur COVID-19.

    • Minna starfsmenn á skyldur þeirra að taka ábyrgð á eigin heilsu og ekki

    stefna öryggi og heilsu annarra í hættu með háttsemi sinni.

16. mars 2020
Áhættumat vinnustaðar.
Atvinnurekandi þarf að greina þær hættur sem eru fyrir hendi í störfum
starfsmanna sinna hverju sinni til að tryggja öryggi þeirra og heilbrigði.
Áhættumat þarf að fara fram fyrir allar tegundir starfa enda liggur fyrir að áhætta
ólíkra starfa getur verið misjöfn, s.s. vegna mögulegra smitleiða í t.d.
framlínustörfum og öðrum störfum þar sem bein snerting eða snertifletir við
viðskiptavini eru ekki til staðar.
Höfum í huga að það er engin ein lausn sem hentar öllum heldur verður að fara
fram mat á hverjum vinnustað fyrir sig.

Forvarnir sem viðbrögð við áhættunni.
Í kjölfar áhættumats þarf að meta hvað er framkvæmanlegt miðað við aðstæður til
að koma í veg fyrir þá áhættu sem er fyrir hendi.

  • Almennar forvarnir sem draga úr smitleiðum:

    • Gæta að hæfilegri fjarlægð (2 m) milli starfsmanna.

    • Hvetja til handþvottar.

    • Hafa handspritt aðgengilegt starfsmönnum víða á vinnustaðnum.

    • Takmarka náin samskipti við annað fólk, t.d. handabönd og faðmlög eða

    aðra snertingu. Finna aðrar leiðir til þess að heilsast án snertingar.

    • Minna starfsfólk á að forðast að bera hendur í andlit, sérstaklega augu, nef

    og munn.

    Þegar störf kalla ekki á beina snertingu við samstarfsmenn eða viðskiptavini

    er hægt að:

    • Hvetja til aukinna rafrænna samskipta og símtala, bæði milli starfsmanna

    og við viðskiptavini.

    • Meta þörf fyrir fundarhöld, einkum þegar um fjölmenna fundi er að ræða

    og hafa þá fremur fjarfundi þar sem því verður við komið. Ef nauðsynlegt

    er að funda þá er mikilvægt að muna hafa hæfilega fjarlægð (2 m) á milli

    manna í fundarsalnum.

    • Hvetja fólk til að starfa heima ef hægt er að koma því við.

    Ef eðli starfa er þannig að þörf er á samskiptum milli fólks þarf að grípa til

    sérstakra aðgerða til að draga úr áhættu á smiti.

    Það er gert m.a. með því að:

    • Veita starfsmönnum viðeigandi persónuhlífar, upplýsingar og þjálfun í því

    hvernig og hvers vegna þeim er skylt að nota þær.

    • Tryggja starfsmönnum aðgengi og aðstöðu til handþvottar.

    • Gefa starfsmönnum tækifæri að sápuþvo hendur reglulega, a.m.k. í 20

    sekúndur í hvert skipti.

    • Þar sem vatn og sápa eru utan seilingar þarf handspritt að vera

    starfsmönnum aðgengilegt og einnig viðskiptavinum. Til dæmis er unnt að

    16. mars 2020

    setja brúsa með handspritti við afgreiðsluborð þar sem viðskiptavinir eru

    hvattir til að spritta hendur áður en til viðskipta kemur.

    • Þrífa oft fleti sem eru mikið notaðir og þá með sótthreinsandi efnum.

    • Gæta þess að skýrt sé hver dagleg störf og skyldur starfsfólks eigi að vera á

    meðan veiran geisar.

    • Tryggja að starfsfólk hafi skrifleg svör við hendina vegna algengra

    spurninga viðskiptavina.

    • Gæta þess almennt að hæfileg fjarlægð sé á milli fólks nema að snerting sé

    nauðsynleg, t.d. vegna umönnunarstarfa, en þá ber að tryggja að

    starfsmenn beri fullnægjandi persónuhlífar.

    • Skoða aðrar mögulegar leiðir til að framkvæma störfin sem takmarka

    nálægð eða snertingu fólks.

    • Setja upp merkingar þar sem starfsfólk og viðskiptavinir eru minntir á að

    heilsa ekki með handabandi.

    • Setja upp merkingar þar sem starfsfólk og viðskiptavinir eru hvattir til að

    hósta eða hnerra ekki út í loftið heldur í olnbogabótina eða í pappír . Þannig

    er einnig komið í veg fyrir að úði fari á hendur.

    • Veita starfsmönnum stuðning og tækifæri til að ræða áhyggjur sínar, t.d.

    með daglegum upplýsingum og spjalli við næsta yfirmann eða

    samstarfsmenn.

    Varúðar gætt í mötuneytum á vinnustöðum.

    Mikilvægt er að draga sérstaklega úr smitleiðum í mötuneytum, t.d. með því skylda

    starfsfólk að þvo hendur og spritta áður en þau koma í matsalinn og nota einnota

    hanska. Einnig er gott að starfsfólk mötuneyta skammti á diska til að forða óþarfa

    snertingu starfsfólks við áhöld og fleti og að takmarka fjölda starfsmanna í

    mötuneytum á hverjum tíma.

    Þegar grunur vaknar um COVID-19 sýkingu.

    Skýrir ferlar þurfa að vera fyrir hendi ef grunur um COVID-19 sýkingu vaknar hjá

    starfsmanni eða viðskiptavini.

    • Haft er samband við heilbrigðisþjónustu í síma 1700, heilsugæslu (sjá

    vefsíðuna heilsugaeslan.is) eða í gegnum vefsíðuna heilsuvera.is

    • Næsti yfirmaður er upplýstur.

Enn fremur er vakin athygli á eftirfarandi gátlista Embættis landlæknis vegna
framlínustarfsmanna:

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item38919/Lei%C3%B0beini
ngar-framl%C3%ADnustarfsmenn%2010032020_KSJ-IM.pdf

Vinnueftirlitið hvetur atvinnurekendur og starfsfólk til þess að fylgjast með
upplýsingum frá Embætti landlæknis og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra á
vefsíðunni www.covid.is.

 

Enska_Leiðbeiningar til vinnustaða v. Covid-19 – einblöðungur

Enska_Leiðbeiningar til vinnustaða v. Covid-19

Pólska_Leiðbeiningar til vinnustaða v. Covid-19 – einblöðungur

Pólska_Leiðbeiningar til vinnustaða v. Covid-19

 

Leiðbeiningar til vinnustaða v. Covid-19 – einblöðungur

Leiðbeiningar til vinnustaða v. Covid-19

 

Ferkari upplýsingar https://www.vinnueftirlit.is/fraedsla/covid-19

More information https://www.vinnueftirlit.is/fraedsla/covid-19

 

Vakin er athygli á því að:

 

Vinnueftirlitinu er heimilt að loka vinnustöðum sem ekki virða samkomubann

Hert samkomubann sem tók gildi 24. mars sl. kveður á um að ekki megi fleiri en tuttugu manns koma saman í hverju rými og að halda þurfi tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. Þessar reglur gilda á vinnustöðum landsins sem og annars staðar, að matvöruverslunum og lyfjaverslunum undanskildum.

COVID-19 er sjúkdómur sem er getur ógnað heilsu starfsfólks. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við 12. gr. sóttvarnarlaga og að tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur vegna útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu.

Nokkuð hefur borið á því að fyrirtæki óski eftir undanþágu frá þessum reglum og hefur Almannavörnum borist talsvert af tilkynningum um að þær séu  virtar að vettugi. Langflestum undanþágubeiðnum er hafnað.

Vinnueftirlitið hefur heimildir til að veita fyrirmæli um að hið nýja samkomubann verði virt og loka vinnustöðum sem ekki fara eftir því.

Mikilvægt er að vinnustaðir virði hert samkomubann gagnvart starfsfólki sínu og hagi starfseminni þannig að ekki séu fleiri en 20 starfsmenn í sama rými.

Vakin er athygli á að bannið hefur verið sett á að vel ígrunduðu máli stjórnvalda hér á landi og því ber að taka alvarlega.

Ein af ástæðum þess að hert samkomubann var sett á, er að  kórónaveiran hefur haft nokkur áhrif á  starfsemi Landspítalans. Farið er í þessar aðgerðir til að varna því að veiran breiðist út. Nauðsynlegt er að hægja á faraldrinum enn frekar til að auka líkur á því að heilbrigðiskerfið geti sinnt þeim sem veikjast af COVID-19, ásamt því að sinna annarri bráðaþjónustu.

 

 

Vinnueftirlitið beinir því til  atvinnurekenda og vinnustaða að hlíta hertum reglum um samkomubann. Að öðrum kosti er litið svo á að aðstæður geti ógnað öryggi og heilbrigði starfsmanna.

Fari vinnustaðir ekki að fyrirmælum Vinnueftirlitsins mun stofnunin grípa til þvingunaraðgerða í formi lokunar vinnustaða eða þeim hluta þeirra sem um ræðir með vísun til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Vinnueftirlitið hvetur fólk til að leita sér nánari upplýsinga um samkomubannið á covid.is

Úrræði lánastofnana og leigufélaga í samdrætti

Einn stærsti útgjaldaliður heimila er leiga eða afborgun húsnæðislána. Í ljósi aðstæðna sem nú hafa áhrif á atvinnu og afkomu fjölmargra heimila hefur ASÍ lagt ríka áherslu á að bankar, lífeyrissjóðir og aðrir kröfuhafar komi til móts við fólk í þessum erfiðu aðstæðum. Að þeir sýni sanngirni, sveigjanleika varðandi greiðslufresti og innheimtukostnað á meðan óvissuástand stendur yfir. Lánastofnanir og leigufélög hafa flest kynnt úrræði til að létta byrði heimila um sinn m.a. með því að bjóða upp á tímabundnar frestanir afborgana eða tímabundna frestun á leigu.

Hér að neðan er að finna um helstu skilmála og kostnað þessara úrræða hjá stærstu lánveitendum húsnæðislána.

Alþýðusambandið brýnir fyrir lánveitendum að hafi ávallt að leiðarljósi að upplýsa einstaklinga með skýrum og greinagóðum hætti um áhrif þeirra úrræða sem í boði eru á greiðslubyrði til skamms og langs tíma. Hvaða leiðir séu færar til að draga úr langtímaáhrifum á fjárhag heimilanna. Þá skuli öllum kostnaði sem innheimtur er vegna úræðanna haldið í algjöru lágmarki og neytendur vel upplýstir um hann.

Frestun á greiðslum húsnæðislána

Lánastofnanir bregðast nú við fyrirsjáanlegri lækkun á tekjum margra heimila með því að gefa kost á  á frestun greiðslna af fasteignalánum. Frestun er einkum sett fram sem möguleiki fyrir þá sem nú verða fyrir tekjufalli. Lánastofnanir setja ólík skilyrði fyrir greiðslufresti. Sumar óska eftir að sýnt sé fram á  tekjufall á meðan aðrar fela viðskipavinum sjálfum að meta þörfina fyrir greiðslufresti. Í flestum tilfellum býðst greiðslufrestun ekki ef vanskil voru til staðar fyrir kórónuveirufaraldur. Lánveitendur bjóða mislanga frestun greiðslna, allt frá þremur mánuðum upp í heilt ár.

Kostnaðurinn við að fresta greiðslum húsnæðislána er mismikill eftir lánveitendum. Fyrst þegar frestunarúrræði voru kynnt fylgdi þeim talsverður kostnaður hjá flestum lánastofnunum en margir hafa nú lækkað kostnaðinn vegna kröftugra mótmæla m.a. frá ASÍ. Nokkrir lánveitendur hafa alveg fallið frá því að taka umsýslugjöld.

Við frestun greiðslna af lánum þarf að gera skilmálabreytingu á skuldabréfi. Ekki verður komist hjá því að greiða 2.500 kr. Þinglýsingargjald sem Sýslumaður innheimtir. Kalla getur þurft eftir veðbandayfirliti og kostnaður af því er um 1.000 – 1.500 kr. Einhverjar lánastofnanir taka umsjónagjald vegna þinglýsingar, sem  komast má hjá með því að sjá sjálfur um að koma skjölum til Sýslumanns. Gjaldið er oftast á bilinu 1.000 – 1.500. kr. Þá innheimta lánastofnanir að jafnaði  skjalagerðar- eða skilmálabreytingagjald en hluti lánastofnanna hefur nú fallið frá þeim gjöldum eða lækkað þau.

Kostnaður við greiðslufrest lána

*Upplýsingar sóttar 1.4

Þinglýsingar

-gjald

Veðbókar-vottorð Skjalagerðargj./ skilmálabreytingagj. Gjald v/
þinglýsingar
Hámarks lengd í mánuðum
LIVE 2.500 1.200 0 1.500 6
LSR 2.500 1.200 2.500 1.500 12
Gildi 2.500 1.200 3.000 950 6
Brú 2.500 15.000 6
Birta 2.500 2.000 5.000 950 6
Festa 2.500 10.000 6
Stapi 2.500 2.000 5.000 1.500 6
HMS 2.500 0 3
Arion 2.500 1.055 0 0 3
Íslandsbanki 2.500 1.550 0 950 7
Landsbankinn 2.500 0 0 6

Hægt er að smella á hlekkina og fá nánari upplýsingar um úrræði á heimasíðu viðkomandi lánveitanda

Flest úrræði um greiðslufrest eru þannig að ekkert er greitt af láni á frestunartímabili. Vextir reiknast eins og vanalega en í stað þess að greiðast mánaðarlega leggjast þeir ofan á höfuðstól láns að loknu tímabili greiðslufrests. Greiðslubyrði lána verður hærri þegar greiðslur hefjast aftur bæði  vegna þess að borgað er af láni á skemmri tíma og vextir frestunartímabilsins leggjast við höfuðstól. Sumar lánastofnanir bjóða þó uppá að greiða vexti og verðbætur meðan greiðslufrestur stendur yfir. Í þeim tilvikum er einungis afborgun höfuðstóls frestað. Höfuðstóllin vex þá ekki á frestunartímabilinu en hann greiðist á skemmri tíma eftir frestun sem hækkar afborganir í framhaldinu en þó minna en þegar ekkert er greitt. Sumar lánastofnanir  lengja einnig í lánum samhliða frestun og þannig er dregið úr hækkun á greiðslubyrði þegar greiðslur hefjast á ný.

Frestun leigugreiðslna hjá leigufélögum

Hjá leigufélaginu Ölmu er boðið uppá að fresta hluta af allt að þremur leigugreiðslum og hjá Heimavöllum stendur til boða að fresta hluta af sex greiðslum. Þeim greiðslum sem er frestað má svo dreifa á allt að 24 mánuðum hjá báðum félögunum. Bæði félögin bjóða uppá að lækka leigugreiðslur tímabundið um að hámarki helming umsaminnar leigu. Greiðsludreifingin er leigutökum að kostnaðarlausu og án vaxta.

Rétt er að hafa í huga að þessar frestuðu greiðslur dreifast á mun skemmri tíma en frestanir þeirra sem eru að borga af lánum. Leigugreiðslur eftir frestunartímabil verða því töluvert hærri en fyrir. Sé t.a.m. helmingi leigu frestað í 6 mánuði og þeirri frestun svo að þeim tíma liðnum dreift á 24 mánuði þýðir það 12,5% hækkun leigu á því tímabili. Ef frestuninni er dreift á 12 mánuði hækkar leigan um 25% á meðan frestunin er greidd upp.

Samningur 18 aðildarfélaga SGS við ríkið samþykktur

 

Samningur 18 aðildarfélaga SGS við ríkið samþykktur

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning 18 aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með miklum meirihluta.

Atkvæðagreiðslan stóð yfir á tímabilinu 19. til 26. mars. Í heildina var kjörsókn tæplega 20%. Já sögðu 88,65% en nei sögðu 9,19%. 2,16% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 947 manns.

Samningurinn, sem undirritaður var 6. mars síðastliðinn, er því samþykktur hjá eftirfarandi félögum: AFLi Starfsgreinafélagi, Öldunni stéttarfélagi, Bárunni stéttarfélagi, Drífanda stéttarfélagi, Einingu-Iðju, Framsýn stéttarfélagi, Stéttarfélagi Vesturlands, Stéttarfélaginu Samstöðu, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðsfélagi Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Verkalýðsfélagi Snæfellinga, Verkalýðsfélagi Suðurlands, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, Verkalýðsfélagi Þórshafnar, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélaginu Hlíf.

Niðurstöður atkvæðagreiðslu (PDF)

Landsmennt veitir fulla fjármögnun fjarnámskeiða 15. mars til og með 31. ágúst 2020.

Landsmennt veitir fulla fjármögnun námskeiða

 

Landsmennt fræðslusjóður Samtaka atvinnnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni býður einstaklingum og fyrirtækum að sækja námskeið þeim að kostnaðarlausu.

Í ljósi aðstæðna í íslensku samfélagi hefur stjórn Landsmenntar fræðslusjóðs ákveðið bjóða einstaklingum og fyrirtækjum uppá þann valkost að sækja námskeið á netinu eða í fjarkennslu þeim að kostnaðarlausu.

Einnig mun sjóðurinn rýmka úthlutunarreglur sjóðsins sem taka til námskeiða sem ekki eru rafræn eða í fjarkennslu.  Stofnað verður til átaks í stafrænni/rafrænni fræðslu innan atvinnulífsins í samstarfi við fræðsluaðila og fyrirtæki.

Átakið  gildir frá  15.mars til og með 31.ágúst 2020 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem haldin eru innan þessa sama tímaramma. Þessi tímarammi verður endurskoðaður ef tilefni verður til.

Nánari útfærsla á átaksverkefninu:  Gerðir verða samningar við fræðsluaðila sem bjóða upp á vefnám/fjarnám þar sem fyrirtækjum og einstaklingum er boðin þátttaka í námi/námskeiðum þeim að kostnaðarlausu. Þessir samningar gilda einnig tímabundið og gagnvart því námi/námskeiðum sem fræðsluaðilar bjóða upp á innan þessa tímaramma það er frá 15. mars til og með 31. ágúst 2020

Um leið og Landsmennt hvetur stjórnendur fyrirtækja til þess að sinna sí-og endurmenntun starfsmanna sinna, vill stjórnin koma því á framfæri að tekið verði á móti öllum góðum hugmyndum að fræðslu sem kynnu að nýtast og falla vel að úthlutunarreglum sjóðsins.

 

Breytingar á úthlutunarreglum eru eftirfarandi:

  • Endurgreiðslur til fyrirtækja vegna kostnaðar við námskeiðahald, miðað við núverandi reglur, verði hækkaðar úr allt að 75% í allt að 90% af styrkhæfum heildarkostnaði. Gildistími verði frá 15. mars til og með 31. ágúst 2020.
  • Hámarksupphæð einstaklingsstyrkja verður áfram kr. 130.000 á ári miðað við núverandi reglur. Hlutfalli endurgreiðslu verði hins vegar breytt og verði 90% í stað 75% af kostnaði við námið. Gildistími verði frá 15. mars til og með 31. ágúst 2020.
  • Tómstundstyrkir sem nú eru 75% en að hámarki kr. 30.000 á ári verði í sama hámarki og hefðbundnir styrkir, það er kr. 130.000 á ári. Hlutfall endurgreiðslunnar verði sömuleiðis 90% af viðurkenndum kostnaði við námið. Gildistími verði frá 15. mars  til og með 31. ágúst 2020.

 

Nánari upplýsingar veitir Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri Landsmenntar í síma 863 6480 eða á tölvupósti, kristin@landsmennt.is

 

Ert þú búin/nn að kjósa ?? Frestur rennur út kl 16:00 Í DAG !!! Have you voted ?? You can until 16:00 TODAY !!

Kosningu fer að ljúka um kjarassamning milli SGS og ríkissins.

Þeir sem starfa hjá ríkinu hafa rétt til að kjósa. Þitt atkvæði skiptir máli !

Hér getur þú fundið efni um nýja samninginn https://www.sgs.is/kjaramal/kjarasamningar/kjarasamningur-sgs-og-rikisins-2019-2023/

og hér getur þú kosið↓

 

 

 

 

 

 

 

 

 

The voting about the unions contract  between SGS and the government is about to close.

If you work for the government you can vote. Your vote matters !

Here you can find material about the new contract  https://www.sgs.is/kjaramal/kjarasamningar/kjarasamningur-sgs-og-rikisins-2019-2023/

 

VOTE HERE ↓