Við vinnum fyrir þig

Translate to

Nýr kjarasamningur við Ríkið – Kosning stendur yfir

Báran, stéttarfélag ásamt hinum 17 félögum í SGS undirritað nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð og gildir samningurinn frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Samningurinn er á svipuðum nótum og aðrir þeir samningar sem ríkið hefur gengið frá að undanförnu.

Samningnum fylgja nýjar launatöflur og munu laun hækka afturvirkt frá 1. apríl 2024. Samkvæmt launatöflu nýs samnings hækka laun í algengustu launaflokkum SGS um 26.900 frá 1. apríl 2024 og svo árlega um 23.500 fram til ársins 2027. Þá taka persónu- og orlofsbætur hækkunum á samningstímanum, en í lok samningstímans verður persónuuppbót (desemberuppbót) m.v. fullt starf orðin 118.000 kr. og orlofsuppbót 64.000 kr. Jafnframt var samið um breytingar á ákvæðum varðandi vinnutíma, vaktaálag, fyrirkomulag vaktavinnu og fleira. Nálgast má nánari útlistun á breytingunum sem og nýjar launatöflur í nýjum samningi.

Rafræn atkvæðagreiðsla félagsmanna

er hafin og lýkur til 8. júlí.