Við vinnum fyrir þig

Translate to

Vinningsnúmer í happadrætti stéttarfélaganna

Dregið hefur verið í happadrætti innsendra svara vegna kjör félagsmanna Bárunnar, stéttarfélags og Verslunarmannafélags Suðurlands um fyrirtæki ársins á Suðurlandi 2012. Finna má vinningsnúmerin hér að neðan. Verðlaunin eru glæsilegar gjafakörfur frá Sláturfélagi Suðurlands. Annar vinningshafinn starfar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og hinn hjá Húsasmiðjunni. Vinningshafar eru beðnir um að hafa samband við Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi í síma 480-5000.   Svava Júlía Jónsdóttir ráðgjafi Vinnumálstofnunar á Suðurlandi dró út heppna vinningshafa. 

Vinningsnúmerin eru:

1195  og  1921

Niðurstaðan könnunar um fyrirtæki ársins á Suðurlandi verður kynnt í lok vikunnar.

 

Vel heppnað jólaföndurnámskeið

Báran stéttarfélag, Verslunarmannafélag Suðurlands og Félag iðn- og tæknigreina buðu félagsmönnum á jólaföndurnámskeið í hurðakransa-, aðventukransagerð.  Námskeiðið var verklegt og lærðu þátttakendur að útbúa eigin jólaskreytingu. Leiðbeinandi á námskeiðinu var G. Brynja Bárðardóttir blómaskreytir og skartgripahönnuður. Þátttakendur voru sammála um að námskeiðið hafi verið skemmtilegt og  lærdómsríkt.

Mikill verðmunur á ýsu

Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðsamanburð á ferskum fiskafurðum í 21 fiskbúð og verslunum sem eru með fiskborð, víðsvegar um landið sl. mánudag. Kannað var verð á 24 algengum fiskafurðum, sem oft eru á borðum landsmanna. Algengast var að verðmunurinn á hæsta og lægsta verði væri á milli 40-60%. Melabúðin, Fiskbúðin Höfðabakka og Samkaup-Úrval neituðu þátttöku í könnuninni.

Lægsta verðið var oftast að finna hjá Litlu Fiskbúðinni Miðvangi eða í 14 tilvikum af 24, Fiskbúð Siglufjarðar var næst oftast með lægsta verðið eða í 4 tilvikum af 24. Mikil dreifing var á hæsta verðinu á milli verslana, en hæsta verðið var oftast hjá Hafinu fiskverslun í 7 tilvikum af 24, Fiskbúðin Vegamót og Hafberg Gnoðavogi voru með hæsta verðið í 6 tilvikum af 24 og Fiskikóngurinn Sogavegi í 5 tilvikum af 24. Allar 24 tegundirnar sem skoðaðar voru í könnuninni voru til hjá Fiskbúðinni Sjávarhöllinni Háaleitisbraut og Fiskbúðinni Trönuhrauni. Fæstar tegundirnar sem skoðaðar voru, voru til hjá Fylgifiskum Suðurlandbraut eða aðeins 4 af 24.

Munur á hæsta og lægsta verði í könnuninni var frá 19% upp í 98%. Mestur verðmunur var á heilli hausaðari ýsu sem var dýrust á 990 kr./kg. hjá Fiskikónginum Sogavegi, Fiskbúð Suðurlands Selfossi og Fiskbúðinni Mos Mosfellsbæ en ódýrust á 500 kr./kg. hjá Fiskbúð Siglufjarðar en það gerir 490 kr. verðmun eða 98%.

Minnstur verðmunur var roðflettri og beinlausri ýsu sem var ódýrust á 1.590 kr./kg. hjá Fiskbúð Sjávarfangs Ísafirði en dýrust á 1.890 kr./kg. hjá Fiskbúðinni Sundlaugarvegi, Fiskbúðinni Hafberg Gnoðavogi, Fiskikónginum Sogavegi, Fiskibúðinni Hafrúnu, Hafinu fiskverslun Hlíðasmára og Fiskbúðinni Vegamótum Nesvegi, en það gera 300 kr. verðmun eða 19%.

Sem dæmi um mikinn verðmun má nefna að lax í sneiðum var ódýrastur á 1.275 kr./kg. hjá Fiskbúðinni Trönuhrauni en dýrastur á 1.898 kr./kg. hjá Hagkaupum það gera 623 kr. verðmun eða 49%.

Sjá nánar í töflu í frétt á heimasíðu ASÍ

Könnunin var gerð í eftirtöldum verslunum: Fylgifiskum Suðurlandsbraut, Fiskbúðinni Sundlaugavegi, Fiskbúðinni Hafberg Gnoðavogi, Fiskikónginum Sogavegi, Fiskbúðinni Hafrúnu Skipholti, Fiskbúðinni Sjávarhöllinni, Fiskbúðinni Freyjugötu, Fjarðarkaupum Hafnarfirði, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Litlu Fiskbúðinni Miðvangi, Fiskbúð Suðurlands Selfossi, Hafinu fiskverslun Hlíðasmára, Nóatúni Hringbraut, Fiskbúð Hólmgeirs Þönglabakka, Gallerý fiski Nethyl, Fiskbúðinni Hófgerði, Fiskbúðinni Sjávarfangi Ísafirði, Fiskbúðinni Mos Mosfellsbæ, Fiskbúð Siglufjarðar, Fiskbúðinni Vegamótum og Hagkaupum Kringlunni.

Melabúðin, Fiskbúðin Höfðabakka og Samkaup Úrval neituðu þátttöku í könnuninni.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. 

Óheimilt er að vitna í þessa könnun í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ

Tekið af heimasíðu ASÍ

,,Eins og við séum ósýnileg“

,,Stundum er komið fram við okkur eins og við séum ósýnileg,“ sögðu ræstitæknar sem rætt var við í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær. Starfsgreinasamband Íslands stóð fyrir málstofu í síðustu viku um ræstingar.  Fulltrúar Bárunnar á ráðstefnunni voru Kristrún Agnarsdóttir þjónustustjóri hjá ISS og Jóhanna Guðmundsdóttir ræstitæknir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þær segja lág laun og virðingarleysi gallana við ræstingarvinnuna. Kostirnir séu þó þeir hversu sveigjanlegt starfið getur verið og það sé líka mikilvægt. Þær benda á að fáar stofnanir og fyrirtæki gætu starfað án ræstitækna.

Viðtalið er hægt að nálgast hér.

 

 

Desemberuppbót 2012

Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum  að greiða starfsmönnum sínum desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót greiðist sem eingreiðsla, er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga.

Desemberuppbót 2012

Almenni samningur milli SGS og SA    50.500 kr.

Samningur f.h. Ríkissjóðs og SGS     50.500 kr.

Samningur SGA og Launanefndar Sveitafélaga    78.200 kr.

Samningur SA vegna Sólheima SES við Báruna stéttarf.     50.500 kr.

Samningur Dvalarh. Kumbaravogs við Báruna stéttarf.    78.800 kr.

Vinnustaðasamningur MS    50.500 kr.

Bændasamtök Íslands við SGS    50.500 kr.

Landssamband smábátaeigenda við SGS    50.500 kr.

Landsvirkjun við SGS    85.672 kr.

Samningur SGS við SA (almennur vinnumarkaður)

Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember. Heimilt er með samkomulagi við starfsmann að uppgjörstímabil sé frá 1. desember til 30. nóvember ár hvert í stað almanaksárs.

Ákvæði þessi eiga einnig við um samninga SGS við Landssambands Smábátaeigenda, Bændasamtök Íslands og Landsvirkjun sem og samning SGS við SA vegna veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaða og hliðstæðrar starfsemi.

Samningur SGS við sveitarfélögin

Starfsmaður í fullu starfi fær  greidda desemberuppbót (persónuuppbót) 1. desember ár hvert.  Með fullu starfi er átt við 100% starf tímabilið 1. janúar til 30. nóvember sama ár. Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall og/eða starfstíma, þó þannig að hann hafi starfað samfellt a.m.k. frá 1. september það ár.  Starfsmaður sem lætur af störfum á árinu, en hafði þá starfað samfellt í a.m.k. 6 mánuði skal einnig fá greidda desemberuppbót miðað við starfstíma og starfshlutfall á árinu. Hlutfall skv. þessari málsgrein er reiknað sem hlutfall af fullri vinnu (100%) í 12 mánuði á almanaksárinu af síðast gildandi desemberuppbót.

Samningur SGS við ríkið

Starfsmaður sem er við störf í fyrstu viku nóvembermánaðar skal fá greidda desemberuppbót 1. desember ár hvert miðað við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október. Desemberuppbót er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamningsins. Á desemberuppbót reiknast ekki orlofsfé. Hafi starfsmaðurinn gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall á framangreindu tímabili. Á sama hátt skal einnig starfsmaður sem látið hefur af starfi en starfað hefur samfellt í a.m.k. 3 mánuði (13 vikur) á árinu, fá greidda desemberuppbót, miðað við starfstíma og starfshlutfall. Sama gildir þótt starfsmaður sé frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða í allt að 6 mánuði vegna fæðingarorlofs.

Frekari upplýsingar um desemberuppbót er að finna í viðkomandi samningum.Verði starfsfólks þess á áskynja að greiðslum desemberuppbótar sé óbótavant er það hvatt til þess að hafa samband við Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi í síma 480-5000.

Samantekt: SGS og Báran stéttarfélag.

Starfsfólk í matvælaframleiðslu á Norðurlöndum bera saman bækur

Tekið af vef Starfsgreinasambands Íslands:

NU-LIVS (Heildarsamtök stéttarfélaga á Norðurlöndunum á sviði matvælagreina) héldu ráðstefnu um kjaramál í Stokkhólmi 14.-16. nóvember síðastliðinn. Halldóra S. Sveinsdóttir formaður Bárunnar er stjórnarkona í samtökunum en auk hennar sótti Drífa Snædal framkvæmdastjóri fundinn fyrir hönd SGS.

Tilgangur ráðstefnunnar var að greina sameiginleg vandamál í matvælaframleiðslugreinum og finna leiðir til að vinna úr þeim. Ljóst var að Ísland sker sig töluvert úr hópnum þar sem samkeppni í matvælaframleislu er ekki jafn mikil og við búum við öðruvísi lagaumhverfi sem gerir til dæmis starfsmannaleigum erfiðara fyrir að skjóta rótum í atvinnulífinu. Read more „Starfsfólk í matvælaframleiðslu á Norðurlöndum bera saman bækur“

Fróðleg ráðstefna um ræstingar.

Starfsgreinasamband Íslands hélt ráðstefnu um ræstingar að Sætúni 1 í Reykjavík þriðjudaginn 20. nóvember sl.

Mæting var góð og fjölmörg erindi flutt sem vöktu mikla athygli. Merkilegust erindin komu þó frá tveim fulltrúum Bárunnar, þeim Jóhönnu Guðmundsdóttur, ræstingarkonu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Kristrúnu Agnarsdóttur, þjónustustjóra hjá ISS Ísland. Þær ræddu um stöðuna í ræstingarmálum, launakjör, starfssaðstöðu og ekki síst, framtíðarsýn sína. Óhætt er að segja að framlag þeirra vakti mikla athygli og greinilegt að fundarmenn höfðu mikið gagn af því að heyra raddir fólksins sem er að vinna við þessi störf. Það mátti heyra af fjölmörgum spurningum sem að þeim var beint eftir erindin. Einnig höfðu framsögu tveir forsvarsmenn stærstu hreingerningafyrirtækjanna á markaðnum. Það voru Guðmundur Guðmundsson, forstjóri ISS Ísland og Ari Þórðarson, framkvæmdarstjóri Hreint ehf. Read more „Fróðleg ráðstefna um ræstingar.“

Algengar bökunarvörur hækka um allt að 20% milli ára

Þær bökunarvörur sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á þann 13. nóvember sl. hafa hækkað í verði frá sambærilegri könnun sem gerð var í nóvember í fyrra hjá Bónus, Krónunni, Nettó, Fjarðarkaupum, Hagkaupum og Nóatúni. Áberandi eru miklar verðhækkanir í öllum vöruflokkum hjá öllum verslunum. Vinsæl bökunarvara eins og Ljóma smjörlíki hefur hækkað um 12-18%, Pillsbury hveiti hefur hækkað um 8-20% og Dr. Oetker rauð kokteilber hafa hækkað um 7-22%.

Miklar verðhækkanir

Næstum allar bökunarvörurnar sem bornar eru saman hafa hækkað í verði. Sem dæmi um mikla hækkun má nefna t.d. Steeves mabel sýróp 250 ml. sem hækkaði um 23% úr 397 kr. í 489 kr. hjá Nettó, um 21% úr 496 kr. í 598 kr. hjá Nóatúni, um 20% úr 395 kr. í 475 kr. hjá Bónus, um 20% úr 396 kr. í 476 kr. hjá Krónunni, um 13% úr 476 kr. í 539 kr. hjá Hagkaupum og um 12% úr 578 kr. í 645 kr. hjá Fjarðarkaupum. Af öðrum vörum má nefna t.d. Nóa Síríus 56% súkkulaði sem hefur hækkað um 12% hjá Krónunni, um 10% hjá Nettó, um 8% hjá Fjarðarkaupum, um 7% hjá Bónus, um 6% hjá Hagkaupum og um 5% hjá Nóatúni. Kötlu kardimommudropar hafa hækkað um 42% hjá Fjarðarkaupum, 20% hjá Krónunni, um 20% hjá Nettó, um 19% hjá Nóatúni, um 17% hjá Bónus og um 15% Hagkaupum.

Sjá nánari niðurstöður í töflu á heimasíðu ASÍ

Þær verðbreytingar sem hér eru birtar miða við breytingar á verði verslana milli verðkannana verðlagseftirlits ASÍ þann 21.nóvember 2011 og 13.nóvember 2012. Rétt er að árétta að mæld eru þau verð sem í gildi eru á hverjum tíma í versluninni og geta tilboðsverð haft áhrif á verðbreytingar einstakra vara.

Verðbreytingar eru skoðaðar í eftirtöldum verslunum; Bónus, Krónunni, Nettó, Fjarðarkaupum, Hagkaupum og Nóatúni.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu.

Tekið af heimasíðu ASÍ

Kjarasamningsbrot og svört atvinnustarfsemi skaða ferðaþjónustuna

Eftirfarandi er tekið af heimasíðu Starfsgreinasambands Íslands:

 

Á sama tíma og fréttir berast af metfjölda erlendra ferðamanna til Íslands árið 2012 er ástæða til að hafa áhyggjur af fjölgun kjarasamningsbrota og undanskota í ferðaþjónustu. Þessi hegðun sem sést meðal ferðaþjónustu- fyrirtækja setur svartan blett á atvinnugreinina og kemur í veg fyrir að hæft fólk vilji starfa í greininni. Þar að auki torvelda slík vinnubrögð þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem vilja standa rétt og vel að málum og reka sína starfsemi samkvæmt gildandi reglum á vinnumarkaði. Það er til mikils að vinna að þessi vaxtabroddur í íslensku atvinnulífi sé byggður á heiðarleika og ferðamannaiðnaðurinn leggi sitt af mörkum til samneyslunnar.

Á formannafundi Starfsgreinasambands Íslands í sumar voru málefni ferðþjónustunnar til umfjöllunar. Á fundinum lýstu formenn aðildarfélaganna verulegum áhyggjum af hversu algengt það er að starfsfólk í greininni sé svikið um rétt launakjör og önnur kjarasamningsbundin réttindi. Fjölmörg verkalýðsfélög hafa ályktað í þessa veru auk þess sem vandinn var til umfjöllunar á nýliðnu þingi ASÍ.

 

Við lok háannatímans í ferðaþjónustu hefur aðildarfélögum SGS borist fjöldi ábendinga um brot á kjarasamningum starfsfólks í ferðaþjónustu ásamt alvarlegum félagslegum brotum. Því miður virðast sumir atvinnurekendur í ferðaþjónustu telja sig geta brotið kjarasamninga gagnvart starfsfólki auk þess að fara ekki að lögum varðandi skattaskil og samkeppnishætti. Aðildarfélög SGS eru með fjölmörg innheimtumál í gangi gagnvart ferðaþjónustufyrirtækjum. En allt of algengt er að starfsfólki í ferðaþjónustu séu greidd laun undir umsömdum lágmarkskjörum. Þá eru ákvæði um lágmarkshvíldartíma brotin, yfirvinnu- og vaktaálög ekki greidd eða iðgjöldum til stéttarfélaga og lífeyrissjóða ekki skilað. Þar fyrir utan virðist það algengt að starfsfólki sé boðin svört vinna með tilheyrandi skerðingu réttinda. Að sama skapi eru engin gjöld eða skattar greiddir af svartri vinnu. Read more „Kjarasamningsbrot og svört atvinnustarfsemi skaða ferðaþjónustuna“