Við vinnum fyrir þig

Translate to

Sveitamennt og Ríkismennt – rýmkaðar reglur

 

Í ljósi aðstæðna í íslensku samfélagi hafa stjórnir Ríkismenntar og Sveitamenntar ákveðið að rýmka úthlutunarreglur einstaklingsstyrkja í ákveðinn tíma líkt og Landsmennt hefur gert.

Átakið tekur gildi frá 15.mars til og með 31.ágúst 2020 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem haldin eru innan þessa sama tímaramma.

 

Breytingar á úthlutunarreglum einstaklingsstyrkja eru eftirfarandi:

  • Hámarksupphæð einstaklingsstyrkja verður áfram kr. 130.000 á ári miðað við núverandi reglur. Hlutfalli endurgreiðslu verði hins vegar breytt og verði 90% í stað 75% af kostnaði við almennt nám. Gildistími verði frá 15. mars til og með 31. ágúst 2020.
  • Tómstundstyrkir sem nú eru 75% en að hámarki kr. 30.000 á ári verði í sama hámarki og hefðbundnir styrkir, það er kr. 130.000 á ári. Hlutfall endurgreiðslunnar verði sömuleiðis 90% af viðurkenndum kostnaði við námið. Gildistími verði frá 15. mars til og með 31. ágúst 2020.

 

Til viðbótar viljum við minna á að sl. tvö ár hafa þessir tveir sjóðir verið með samninga við símenntunarmiðstöðvar sem tryggja fulla fjármögnun námskeiða. Samingarnir gilda gagnvart þátttöku félagsmanna aðildarfélaga SGS sem starfa hjá Sveitarfélögum (Sveitamennt) og hjá ríkisstofnunum (Ríkismennt) á landsbyggðinni.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri í síma 863 6480 eða á tölvupósti, kristin@landsmennt.is

 

 

 

25% hlutfall – lög og reglur !

Að gefnu tilefni viljum við benda á að ekki má brjóta reglur kjarasamninga þótt starfsmaður sé kominn í 25% vinnuhlutfall samkvæmt nýju lögunum.

Starfsmönnum sem boðið er uppá að minnka vinnuhlutfall sitt og þiggja bætur á móti, eru ekki skyldugir til þess. Þetta er samkomulag ef báðir aðillar samþykkja.

Starfsmenn sem þiggja slíkt samkomulag eru að taka á sig launaskerðingu. Ekki greiðir VMST orlofslaun á bótaupphæð né desember eða orlofsuppbót.

  • Starfsmaður á aðeins að vinna 25% af tímafjölda vinnuskyldunnar fyrir fullan mánuð. Það er mismunandi hversu margir tímar það eru eftir kjarasamningum. En í flestum tilfellum er vinnuvikan um 40 tímar eða 8 tímar á dag. 25% er því  um 40 tímar á mánuði.
  • Ekki má flytja tíma á milli mánaða.
  • Ekki má vakt vera styttri en 3 tímar og ekki lengri en 12 tímar.
  • Vaktaplan á að vera gert með fyrirvara.
  • Ekki má kalla starfsmann út óvænt án þess að greiða fyrir útkall.
  • Ekki má láta starfsmann vinna 1 klst að morgni og 1klst eftir hádegi án þess að greiða honum full dagslaun.
  • Ekki má láta starfsmenn vinna tvískiptar vaktir. Td 3 tíma fyrir hádegi og svo 3 tíma  á kvöldin nema greitt sé samfelldan vinnutíma á milli.
  • Ekki má segja starfsmanni upp og greiða honum aðeins 25% launa. Ef starfsmanni er sagt upp þá tekur við fullur uppsagnafrestur og full laun í uppsagnafresti.
  • Hér finnur þú allt um uppsagnafrest https://www.sgs.is/kjaramal/rettindi/uppsagnarfrestur/
  • Hér er myndband um nýju lögin https://vinnumalastofnun.is/upplysingar-vegna-covid-19/minnkad-starfshlutfall

Hefur þú vitneskju um fyrirtæki sem lætur fólk sitt vinna meira en 25% en greiðir aðeins 25%  eða brýtur kjarasamninga ? Þá endilega láttu VMST vita eða þitt stéttarfélag.

Hægt er að senda nafnlausa ábendingu til Bárunnar hér https://baran.is/um-okkur/fa-adstod/

Tilkynning Vinnumálastofnunar 15. apríl 2020

Að gefnu tilefni telur Vinnumálastofnun rétt að koma eftirfarandi á framfæri:

Undanfarna daga hefur, í fjölmiðlum, verið fjallað um túlkun á bráðbirgðaákvæði atvinnuleysistryggingalaga sem snýr að svokallaðri hlutabótaleið.  Þar er kveðið á um heimild atvinnurekenda og starfsmanna til að gera með sér tímabundið samkomulag um minnkað starfshlutfall.  Starfsmaðurinn getur svo sótt um og fengið greiddan styrk úr Atvinnuleysistryggingasjóði sem samsvarar hinu skerta starfshlutfalli.

Megintilgangur ákvæðisins er að aðstoða og gera atvinnurekendum og starfsmönnum þeirra, kleift að viðhalda ráðningarsambandi sín á milli í þeim þrengingum sem nú steðja að.

Vinnumálastofnun vill árétta að það er grundvallarskilyrði fyrir greiðslu styrksins til starfsmannsins að ráðningarsamband sé í gildi.

Ef atvinnurekandi segir upp starfsmanni sem hann hefur gert samkomulag við, lítur stofnunin svo á að forsenda samkomulagsins sé brostin og þá taki almennar reglur um uppsagnarfrest við.

Hafi atvinnurekendur misskilið ofangreindar reglur og sagt upp starfsmönnum sem þeir hafa þegar gert samkomulag við um minnkað starfshlutfall, þá skorar Vinnumálastofnun á þá, að draga þær til baka.

 

Rúmlega tvö þúsund hafa sótt um hlutabætur á Suðurlandi

 

 

Páskaegg í Bónus alltaf einni krónu ódýrari en í Krónunni

Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á páskaeggjum 7. apríl og þar vekur athygli að í öllum þeim tilvikum sem páskaegg fengust bæði í Bónus og Krónunni, voru þau einni krónu ódýrari í Bónus eða í alls 20 tilvikum.

Bónus var oftast með lægstu verðin í könnuninni, í 25 tilvikum en Krónan næst oftast, í fimm tilvikum. Hagkaup og Nettó voru oftast með hæstu verðin eða í 15 tilvikum hvor verslun. Hagkaup.is var með hæstu verðin í átta tilvikum, Iceland í sex og Netto.is í fimm tilvikum. Athygli vekur að verð á páskaeggjum er ívið hærra í Nettó en á Netto.is.

Jafn algengt var að verðmunurinn í könnuninni væri á bilinu 0-20% og að hann væri 20-40% eða 15 sinnum í báðum tilvikum. Í einu tilviki var munur á hæsta og lægsta verði á bilinu 40-60% og í einu tilviki 60-80%.

Mesti munur á hæsta og lægsta verði var á Freyju Rís Dessert eggjum, fjórum saman í pakka, 65,2% en hæst var verðið í Hagkaup, 659 en lægst var verðið í Krónunni, 399 kr. Næst mesti munur á hæsta og lægsta verði var á litlum páskaeggjum frá Góu en 54,4% munur var á eggjunum sem kostuðu minnst 349 kr. í Bónus en mest, 539 kr. í Hagkaup.

Ef stærri eggin eru skoðuð má sjá að mestur munur var á hæsta og lægsta verði af Nóa Siríus dökku páskaeggi nr. 4 eða 34,7% en lægsta verðið mátti finna í Bónus,  2.895 kr. en það hæsta í Hagkaup 3.899 kr. Mikill munur eða 31,4% var á hæsta og lægsta verði af Góu Lindor hvítu súkkulaði páskaeggi sem kostaði minnst 1.598 kr. í Bónus en mest 2.099 kr. í Nettó. Þá var 32,6% munur á hæsta og lægsta verði af Nóa Siríus Perlu hnappa páskaeggi sem kostaði minnst 1.809 kr. í Bónus en mest 2.399 kr. í Hagkaup. Sami verðmunur var á Nóa Siríus páskaeggi með kremkexi sem kostaði minnst 1.809 kr. í Bónus en mest 2.399 kr. í Hagkaup.

Minnsta úrvalið var á Heimkaup.is en þegar könnunin var framkvæmd voru einungis fimm páskaegg til af þeim 32 sem könnunin náði til. Mesta úrvalið var í Iceland en fengust öll páskaeggin sem könnunin náði til.

Sjá nánar niðurstöður í töflu (viðhengi)

Verðkönnunin nær til 32 algengra páskaeggja frá íslenskum framleiðendum.

Könnunin var gerð þriðjudaginn 7. apríl í eftirfarandi verslunum: Bónus, Krónunni, Nettó, Hagkaupum, Iceland, Fjarðarkaupum, Kjörbúðinni, Netto.is, Hagkaup.is og Heimkaup.is

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ

Bilun í símkerfi

Í augnablikinu er bilun í símkerfi Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi. Vinsamlegast nýtið ykkur fyrirspurnarnetfang Bárunnar á meðan á viðgerð stendur yfir, baran@baran.is . Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda fólki.

Landsmennt og Dale Carnegie hafa skrifað undir samstarfssamning

Landsmennt og Dale Carnegie hafa skrifað undir samstarfssamning um fjarþjálfun þar sem starfsmenntasjóðurinn Landsmennt greiðir allt að 100% af fjárfestingunni. Námskeið eru nýjung á Íslandi og eru öll Live Online sem þýðir að þau ,,eru í beinni“ og bjóða upp á virka þátttöku í rauntíma. Sérmenntaðir þjálfarar og tæknimenn eru á öllum námskeiðum. Þú tekur virkan þátt, leysir verkefni og vinnur í hópum. Sérhannað fjarþjálfunarumhverfi gerir viðkomandi kleift að ná hámarks árangri og það er einfalt að taka þátt.

 

Úrval Live Online námskeiða – 100% niðurgreiðsla

Samningur við Landsmennt tryggir félagsmönnum stéttarfélaga innan vébanda Landsmenntar allt að 100% niðurgreiðslu upp að 30.000 kr.

Sjáðu úrvalið á https://island.dale.is/live-online/

10.000 þátttakendur á ári mæla með Live Online:

  • Virk þátttaka þar sem þú getur spurt spurninga og unnið í hópum
  • Einn sérmenntaður þjálfari og annar Digital Producer á öllum námskeiðum
  • Sérhannað fjarþjálfunarumhverfi í samvinnu við Webex / Cisco
  • Tækniaðstoð í öllum tímum á öllum námskeiðum
  • Þaulreyndar þjálfunaraðferðir og kennsluefni

 

Hvernig virkar Live Online?Þú velur dagsetningu á dale.is sem þér hentar og skráir þig. Áður en námskeiðið hefst sendum við þér slóð sem þú smellir á og þá opnast þjálfunarumhverfið. Á okkar námskeiðum eru alltaf tveir þjálfarar og annar þeirra er tæknimaður, þér til aðstoðar allan tímann. Á nokkrum mínútum kennum við þér á kerfið og eftir það tekur þú virkan þátt. Einfalt, skemmtilegt og árangursríkt.

Gæði

Yfir 10.000 manns á ári útskrifast af Live Online námskeiðunum okkar. Öll þjálfun hefur ISO vottun og í 4 ár í röð höfum við verið valin í hópi bestu þjálfunar fyrirtækja heims.

 

Contracts in english !

In 2018 some contracts were translated and made in English for the web.

Sins then we have made new contracts and some rules have changed a little but it’s mostly the same.

The monthly payment is higher to day and the notice period is 2 months ( instead of one ) after working for the same company for 2 years !

You can find them here:

 

The main one for most jobs   ENSKA – Kjarasamningur 2015 SA og SGS – til þýðingar_EN

 Addition to the main one for hotels restaurant and more  ENSKA – Hótel- og veitingasamningur 2015 SA og SGS – til þýðingar_EN