Við vinnum fyrir þig

Translate to

Ríkisstarfsmenn fá eingreiðslu

Einngreiðsla að upphæð kr. 105.000 verði greidd hverjum starfsmanni miðað við fullt starf. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall á tímabilinu 1 apríl til og með 30. júní 2019. Greiðslan kemur til útborðunar 1. ágúst nk. Sú greiðsla er hluti af fyrirhuguðum launabreytingum þegar þar að kemur.

Ýta á link til að sjá frétt:

https://www.sgs.is/endurskodun-vidraeduaaetlunar-og-eingreidsla/?fbclid=IwAR1j-hUmQSZo0LJiJmHvhf6lGEE031dTMZjHvwyaRE2Y1U4tkXgfQizYQvs#more-361234

Endugreiðsla WOW air gjafabréfa – Umsókn

 

Þeir félagsmenn Bárunnar, stéttarfélags sem keyptu gjafabréf  með WOW air og höfðu ekki tækifæri til þess að nýta það eða keyptu flug sem ekki var farið, gefst kostur á að óska eftir því að fá gjafabréf endurgreidd í formi inneignar á orlofsíðu Bárunnar.

Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2019

Hægt er að  nota inneign þessa til kaupa á öðrum miðum t.d. með flugfélagi Icelandair, hótelmiðum, Útilegukorti eða Veiðikorti.

Einnig er hægt að greiða fyrir orlofshús Bárunnar.

Hér er linkur á Orlofssíðuna til að sjá hvað er í boði https://orlof.is/baran/site/product/product_list.php

 

Umsóknar eyðublað má finna hér að neðan. Það þarf að prenta út, fylla út og koma með til Bárunnar, stéttarfélags. Einnig er hægt að koma á skrifstofu félagsins og fylla það út

Með umsókn þarf að fylgja  kvittun fyrir gjafabréfi/um, flugi ef keypt var og kvittun fyrir því.

 

UMSÓKN

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ályktun SGS 8. júlí 2019

Starfsgreinasambandið ítrekar ábyrgð fyrirtækja sem nýta sér starfsmannaleigur

Starfsgreinasamband Íslands lýsir yfir stuðningi við baráttu Eflingar og annarra stéttarfélaga við að tryggja réttindi launafólks. Starfsmannaleigur hafa verið að ryðja sér til rúms á íslenskum vinnumarkaði í auknum mæli á undanförnum misserum og hafa komið upp alltof mörg alvarleg tilvik um brot á réttindum og kjörum starfsfólks á þeirra vegum.

Þau fyrirtæki sem nota starfsmannaleigur verða að gera sér grein fyrir að þau bera fulla ábyrgð, skv. lögum um keðjuábyrgð, á því að starfmenn sem þau ráða í gegnum slíkar leigur njóti sambærilegra lög- og kjarasamningsbundinna lágmarkskjara og aðrir starfsmenn.

Það er algjörlega ólíðandi að það sé ítrekað brotið á erlendu starfsfólki sem kemur hingað til lands á vegum starfsmannaleiga og mun Starfsgreinasambandið nota öll tæki og aðferðir sem það hefur yfir að ráða til að stöðva slíkt háttalag og standa þétt við bakið á félagsmönnum og stéttarfélögum í þeirri baráttu.

Báran, stéttarfélag gerir kröfu um eingreiðslu fyrir félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum

Undanfarna mánuði hefur Starfsgreinasamband Íslands (SGS), ásamt Eflingu stéttarfélagi, átt í kjarasamningsviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna félagsmanna sinna sem vinna hjá sveitarfélögum, öðrum en Reykjavíkurborg. Það er skemmst frá því að segja að viðræðurnar hafa gengið bæði hægt og illa.

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur nú þegar samið við einstök sambönd og stéttarfélög um að þeir félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum, skuli fá greiddar 105.000 kr., m.v. fullt starf,  þann 1. ágúst nk. sem greiðslu inn á væntanlegan samning. Þegar SGS og Efling kröfðust þess að félagsmenn þeirra hjá sveitafélögunum fengju líka umrædda greiðslu var því alfarið hafnað af hálfu samninganefndar sveitafélaga með þeim rökum að SGS og Efling væru búin að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara.

Þann 2. júlí sl. sendi Halldóra S. Sveinsdóttir formaður Bárunnar, stéttarfélags bréf til sveitarstjórna á félagssvæðinu til að koma á framfæri þeirri stöðu sem nú ríkir í samningamálum félagsmanna sem vinna hjá sveitarfélögunum. Einnig fór félagið fram á það að sveitarfélögin greiði starfsfólki sínu sem starfa eftir samningi SGS slíka innágreiðslu þann 1. ágúst að upphæð kr. 105.000 m.v. 100% starf þann 1. júní sl. og hlutfallslega fyrir lægra starfshlutfall. Sent var erindi til allra sveitarfélaga í Árnessýslu utan Ölfuss og Hveragerði. Sveitarfélögin sem um ræðir eru: Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Skeiða og Gnúpverjahreppur og Sveitarfélagið Árborg.

Fasteignagjöld hækka þrátt fyrir lækkun álagningar

Verðlagseftirlit ASÍ hefur tekið saman breytingar á álagningu fasteignagjalda og útsvars hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins frá 2018 til 2019. Fasteignagjöld hækka í flestum tilfellum milli ára þrátt fyrir að mörg sveitarfélög lækki álagningarhlutfall. Í mörgum tilfellum hækka gjöld mikið og má m.a. sjá 32,9% hækkun á innheimtri lóðaleigu í sérbýli í Njarðvík í Reykjanesbæ, 31% hækkun á innheimtu vatnsgjaldi í sérbýli hjá Fjarðarbyggð á Reyðarfirði, 26,83% hækkun á sorphirðugjöldum hjá Seltjarnarneskaupstað og allt að 18,8% hækkun á innheimtum fasteignaskatti í sérbýli hjá Ísafjarðarbæ.

Fasteignagjöld samanstanda af fasteignasköttum, fráveitugjaldi, vatnsgjaldi, lóðaleigu og sorphirðugjöldum. Gjöldin eru í flestum tilfellum innheimt sem hlutfall af fasteigna- eða lóðamati en geta einnig verið innheimt með blöndu af föstu gjaldi og fermetragjaldi. Sorphirðugjöld eru þó ávallt innheimt sem fast gjald eða fjölda tunna á húsnæði. Til þess að átta sig á því hvernig fasteignagjöld breytast á milli ára er nauðsynlegt að skoða samhliða breytingar á álagningarhlutfalli sveitarfélaga sem og breytingar á fasteignamati í viðkomandi sveitarfélagi.

Í flestum tilfellum lækkar álagningarhlutfall sveitarfélaganna milli ára eða helst óbreytt en í einhverjum tilfellum hækkar það. Þegar tillit hefur verið tekið til breytinga á fasteigna- og lóðamati má þó sjá að fasteignagjöldin hækka í flestum tilfellum. Hækkanir á fasteignagjöldum eru því að mestu tilkomnar vegna hækkana á fasteigna- og lóðamati. Útsvarsprósenta stendur í stað í öllum 15 sveitarfélögunum milli ára.

Vegna ólíks fasteignamats er litið á fleiri en eitt hverfi í stærri sveitarfélögum til að fá betri mynd af raunbreytingunni.

Mestar hækkanir á fasteignaskatti hjá Ísafjarðarbæ

Í flestum tilfellum lækkar álagningarhlutfall sveitarfélaganna á fasteignaskatti frá því í fyrra eða í 9 tilfellum af 15 en í 6 tilfellum stendur það í stað. Álagningarhlutfall fyrir fasteignaskatt hækkar ekki í neinu sveitarfélagi milli ára. Mest lækkar álagningarhlutfall í Reykjanesbæ, 25% og þar á eftir í Sveitarfélaginu Árborg, 15,4%. Álagningarhlutfallið stendur í stað hjá Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbæ, Ísafjarðarbæ, Sveitarfélaginu Skagafirði, Fljótsdalshéraði og Fjarðarbyggð.

Þegar tillit hefur verið tekið til breytinga á fasteignamati hækkar innheimtur fasteignaskattur í flestum sveitarfélögum, þrátt fyrir lækkun á álagningarprósentu margra sveitarfélaga. Innheimtur fasteignaskattur hækkar mest í fjölbýli í eldri byggð hjá Ísafjarðarbæ um 17,2% og í sérbýli á sama stað um 18,8%. Næst mest hækkar fasteignaskatturinn í fjölbýli hjá Akureyrarbæ um 15,6% í fjölbýli í Glerárhverfi og í sérbýli á Egilsstöðum hjá Fljótsdalshéraði um 16,1%.

Hækkun fasteignamats leiðir til þess að innheimtur fasteignaskattur hækkar í flestum tilfellum. Í nokkrum tilfellum er lækkun álagningarhlutfalls meiri en hækkun fasteignamats sem leiðir til lækkunar innheimts fasteignaskatts. Þetta á við í Njarðvík (-2,8%), í fjölbýli í Mosfellsbæ (-1,3%), Keflavík (-1,3) og Vestmannaeyjum (-0,4%).

Mynd 1 - Fasteignagjöld

 

Allt að 32,9% hækkun á lóðaleigu hjá Reykjanesbæ

Lóðaleiga er innheimt sem hlutfall af lóðamati í öllum sveitarfélögum nema í Kópavogsbæ og Akranesi þar sem lóðaleiga er föst krónutala á fermetra. Álagningarhlutfall sveitarfélaganna af lóðamati stóð í stað milli ára hjá öllum sveitarfélögum nema tveimur. Hjá Hafnarfirði lækkaði lóðaleiga um 8% milli ára, hjá Mosfellsbær um 7% og hjá Akraneskaupstað um 5%.

Eftir að breyting á lóðamati milli ára hefur verið tekin til greina má sjá að innheimt lóðaleiga hækkar í langflestum tilfellum. Mest hækkar lóðaleiga í fjölbýli hjá Reykjanesbæ í Keflavík um 28,6% og um 28,2% í Njarðvík.

Í sérbýli hækkar lóðaleigan mest í Reykjanesbæ, þar sem hún hækkar um  32,9% í Njarðvík  og um 31,5% í Keflavík. Þar á  á eftir kemur Sveitarfélagið Árborg með 20,2% hækkun í sérbýli á Selfossi.

Í fjölbýli er hækkunin á lóðaleigu einnig mest hjá Reykjanesbæ, í Keflavík 28,6% og Njarðvík 28,2%, og þar á eftir hjá Akureyrarbæ, í Glerárhverfi, um 25,9% og Efri brekku 25,2%. Í fjölbýli lækkar lóðaleigan um 1,1% fyrir fjölbýli í Mosfellsbæ en það er eina tilfellið þar sem hún lækkar. Lóðaleigan stendur í stað hjá Kópavogsbæ fyrir fjölbýli og sérbýli og einnig í fjölbýli hjá Fjarðarbyggð.


31% hækkun á vatnsgjaldi í Fjarðarbyggð

Vatnsgjald er almennt innheimt sem hlutfall af fasteignamati en í Reykjavík, Reykjanesbæ, Akranesi og á Akureyri er innheimtan blanda af föstu gjaldi og gjaldi á hvern fermetra. Hjá Vestmannaeyjabæ er innheimtan reiknuð út frá gjaldi á hvern fermetra.

Sex sveitarfélög lækka álagningarprósentu á vatnsgjaldi milli ára, fimm hækka og hjá fjórum stendur álagningarprósenta í stað. Hækkunin er mest í Fjarðarbyggð,14%, en mesta lækkunin er hjá Kópavogsbæ og Mosfellsbæ, um 7%. Þegar tillit hefur verið tekið til breytinga á fasteignamati má sjá að innheimt vatnsgjald hækkar mest í sérbýli á Reyðarfirði í Fjarðarbyggð, um 31%, og í fjölbýli hjá Sveitarfélaginu Árborg, um 21%.

Mynd 3 - Vatnsgjald

Fráveitugjöld hækka um 19,7% í Keflavík

Fráveitugjöld eru í flestum tilfellum innheimt sem hlutfall af fasteignamati nema hjá Reykjavíkurborg, Akranesbæ og Akureyrarkaupstað en þar miðast fráveitugjöld við blöndu af fastri krónutölu og fermetragjaldi.

Flest sveitarfélögin lækka álagningu milli ára en hjá Ísafjarðarbæ, Sveitarfélaginu Skagafirði, Fljótsdalshéraði og Vestmannaeyjabæ stendur hún í stað. Álagningin hækkar um 4% hjá Reykjavíkurborg og Akraneskaupstað, og um 7% hjá Akureyrarbæ. Breyting á fráveitugjöldum þessara sveitarfélaga er þá upptalin þar sem breyting á fasteignamati hefur ekki áhrif á gjöldin.

Eftir að tillit hefur verið tekið til breytinga á fasteignamati má hinsvegar sjá að innheimt fráveitugjöld hækka mest í sérbýli í Keflavík í Reykjanesbæ, um 19,7%, og um 19,5% í Njarðvík. Þar á eftir koma Egilsstaðir í Fljótsdalshéraði með 16,1% hækkun og Sveitarfélagið Skagafjörður með 14,2% hækkun. Í fjölbýli er hækkunin mest í Eldri byggð á Ísafirði, 17,2%, næst mest í Keflavík Reykjanesbæ, 16,2% og þar á eftir í Njarðvík 14,3%.

 

Mynd 4 - Fráveitugjöld

 

26,83% hækkun á sorphirðugjöldum hjá Seltjarnarneskaupsstað

Sorphirðugjöld hækka í öllum sveitarfélögum nema tveimur, Akraneskaupsstað og Akureyrarbæ þar sem þau standa í stað. Mest hækka gjöldin hjá Seltjarnarneskaupsstað um 23,83% og næst mest í Garðabæ, 14,52%.

Mynd 5 - Sorphirðugjald

Útsvar

Engar breytingar eru á útsvari sveitarfélaganna milli ára. Flest sveitarfélaganna eru með útsvar upp á 14,52% eða 9 af 15. Garðabær og Seltjarnarnes eru með lægsta útsvarið sem er 13,7%.

Mynd 6 - Útsvar

 

Hér má nálgast fréttina á pdf-formi.

Sveitarfélögin skilja sína lægst launuðu starfsmenn eftir eina úti í kuldanum

Undanfarna mánuði hefur Starfsgreinasamband Íslands (SGS), ásamt Eflingu stéttarfélagi, átt í kjarasamningsviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna félagsmanna sinna sem vinna hjá sveitarfélögum, öðrum en Reykjavíkurborg.

Það er skemmst frá því að segja að viðræðurnar hafa gengið bæði hægt og illa. Sérstaklega steytir á í lífeyrismálum en sveitarfélögin hafa ekki staðið við fyrirheit um að jafna lífeyrisréttindi milli félagsmanna BSRB og félagsmanna SGS og Eflingar innan ASÍ.

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur nú þegar samið við einstök sambönd og stéttarfélög um að þeir félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum, skuli fá greiddar 105.000 kr., m.v. fullt starf,  þann 1. ágúst nk. sem greiðslu inn á væntanlegan samning. Þegar SGS og Efling kröfðust þess að félagsmenn þeirra hjá sveitafélögunum fengju líka umrædda greiðslu var því alfarið hafnað af hálfu samninganefndar sveitafélaga með þeim rökum að SGS og Efling væru búin að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara.

Það er með öllu ólíðandi. Það er samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga til vansa að skilja sína lægst launuðu starfsmenn eftir eina úti í kuldanum. Starfsgreinasamband Íslands og Efling trúa því ekki fyrr en á reynir, að sveitarstjórnarmenn hyggist koma svona fram við sitt frábæra starfsfólk.

Starfsgreinasambandið og Efling skora á sveitarfélögin að semja við SGS og Eflingu um sömu greiðslur og aðrir munu fá þann 1. ágúst nk. eða taka að öðrum kosti sjálfstæða ákvörðun um að greiða sínu fólki inn á væntanlegan kjarasamning, til jafns við annað starfsfólk.

Endurskoðun viðræðuáætlunar og eingreiðsla

Samninganefnd SGS og Samninganefnd ríkisins hafa komist að samkomulagi um að endurskoða viðræðuáætlun milli aðila og stefna að því að ljúka kjarasamningi fyrir 15. september næstkomandi. Meginástæðan fyrir þessari framlengingu er sú að á vettvangi heildarsamtaka launafólks er nú verið að ræða launaþróunartryggingu, breytt fyrirkomulag vinnutíma og fleiri veigamikil atriði. Þessi vinna hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir og því er þessi endurskoðun nauðsynleg.

Jafnframt hefur náðst samkomulag um að vegna þess hve langt er síðan gildistími síðustu samninga rann sitt skeið þá verði greidd eingreiðsla að upphæð 105 þúsund kr. fyrir fullt starf 1. ágúst 2019. Sú greiðsla er hluti af fyrirhuguðum launabreytingum þegar þar að kemur.

Samkomulag um endurskoðun á viðræðuáætlun

Save

Samnýta

Kjarasamningur við Flugleiðahótel ehf. vegna Edduhótela

Flugleiðahótel ehf., fyrir hönd sumarhótela sinna, og Starfsgreinasamband Íslands hafa skrifað undir nýjan kjarasamning um kaup og kjör starfsfólks á Edduhótelum, sem vinnur eftir hlutaskiptakerfi. Skrifað var undir samninginn 26. apríl síðastliðinn.

Samningurinn tekur mið af þeim breytingum sem gerðar voru á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði og undirritaðir voru 3. apríl 2019. Verði gerðar breytingar á kjarasamningum milli SGS og SA á samningstímanum, skulu sömu breytingar ná til þessa samnings.

Samninginn má nálgast hér.

Kjarasamningur við Landsamband smábátaeiganda og Samband smærri útgerða

Undirritaður hefur verið nýr kjarasamningur um ákvæðisvinnu við línu og net. Samningurinn er milli Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og Landssambands smábátaeigenda og Samtaka smærri útgerða hins vegar. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022. Launabreytingar í samningnum taka mið af Lífskjarasamningi Samtaka atvinnulífsins, verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvalda.

Samninginn í heild sinni má finna hér.

Kjarasamningur við Bændasamtök Íslands

Starfsgreinasamband Íslands og Bændasamtök Íslands skrifuðu undir nýjan kjarasamning 31. apríl síðastliðinn um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf. Auk þess falla ráðskonur/matráðar á bændabýlum undir samninginn.Samningurinn nær ekki til þeirra starfsmanna sem starfa við ferðaþjónustu eða aðra starfsemi sem fellur ekki undir ofangreinda skilgreiningu. Starfsmenn, sem starfa við ferðaþjónustu í smærri stíl, geta þó fallið undir gildissvið samningsins enda sé það samþykkt af hálfu viðkomandi stéttarfélags.

Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022 og byggir á kjarasamningi SGS og SA sem undirritaður var 3. apríl síðastliðinn. Allir launaliðir samningsins taka breytingum í samræmi kjarasamning SGS og SA.

Engar breytingar eru á þeim þáttum samningsins sem snúa að ákvæðum um vinnutíma, starfsaldurstengdar launahækkanir eða önnur sérákvæði samningsins. Minnt er á að skylt er að gera skriflega ráðningarsamninga innan mánaðar frá ráðningu, enda standi ráðning starfsmanns lengur en einn mánuð. Breytingar á ráðningarkjörum skal staðfesta með sama hætti.

Samninginn í heild sinni má finna hér.