Við vinnum fyrir þig

Translate to

Með gæludýr í orlofshús

Á stjórnarfundi Bárunnar voru tekin fyrir erindi félagsmanna varðandi gæludýr í orlofshúsunum. Ákveðið var að leyfa gæludýr í einu húsi Þverlág 2 á Flúðum frá og með 18.11.2022. Þetta verður til reynslu í eitt ár. Við biðjum gesti um að virða reglur varðandi dýrahald og umgengni húss. Fólki með ofnæmi fyrir dýrum er ráðlagt að …

Stytting vinnutíma á almennum vinnumarkaði

Í flestum kjarasamningum sem voru undirritaðir 2019 og 2020 er kveðið á um heimild til að gera breytingar á skipulagi vinnutíma og stytta vinnuvikuna í allt að 36 virkar vinnustundir á viku. Þetta á þó ekki við um öll stéttarfélög, því ýmsir hópar eru með annars konar útfærslu á vinnuskyldu en hefðbundna 40 stunda vinnuviku. …

Veikindadagar á almennum vinnumarkaði teljast í vinnudögum – ekki almanaksdögum

Á síðustu árum hefur ítrekað komið til ágreinings milli ASÍ og SA um hvernig telja skuli veikindadaga. SA hefur haldið því fram að telja skuli almanaksdaga í forföllum en ASÍ haldið því fram að einungis skuli telja þá daga sem launamaður hefði að óbreyttu átt að vinna. Félagsdómur staðfesti túlkun ASÍ með dómi sínum þann 17. desember …

Launahækkun 2021

Samkvæmt kjarasamningum SGS og SA hækka kauptaxtar um 24 þús. kr. en almenn hækkun mánaðarlauna er 15.750 kr. frá og með 1. janúar 2021. Starfsmenn í hlutastarfi fá hlutfallslega hækkun. Yfirlit yfir launahækkanir frá árinu 2021: Kjarasamningur á almennum vinnumarkaði  1. janúar til 31. desember 2021 https://www.sgs.is/media/1852/taxtar_sa_1-jan-31-des-2021.pdf   Kjarasamningur við ríkið 1. janúar til 31. …

Frí ársáskrift hjá Tækninám.is / yfir 30 námskeið!

Félagsmönnum aðildarfélaga Landsmenntar, Sveitamenntar, Ríkismenntar og Sjómenntar býðst frír aðgangur að Tækninám.is. Hvort sem þú ert byrjandi að taka þín fyrstu skref, eða lengra kominn og vilt uppfæra þekkingu þína, þá hefur þú alltaf beint aðgengi að kennurum námskeiða í gegnum fræðslugátt Tækninám.is á netinu. Við vitum að í amstri dagsins verður sífellt erfiðara að …