Við vinnum fyrir þig

Translate to

1. maí 2020

„Byggjum réttlátt þjóðfélag“

Gleðilegt sumar og til hamingju með alþjóðlegan baráttudag verkafólks  1. maí.

 

Þegar skrifað var undir kjarasamninga á almennum markaði síðastliðið vor (2019) óraði engan fyrir því að við stæðum frammi fyrir þeim áskorunum sem við gerum nú. Þetta kemur við okkur öll og erum við enn að máta okkur inn í þessa stöðu. Aðrar eins atvinnuleysistölur hafa ekki sést, launafólk er að missa vinnuna, það má ekki heimsækja fólk, ekki vera í fjölmenni, ekki fara erlendis og svona má lengi telja. Almennt er þjóðin að standa sig vel í þessu öllu sem kemur ekki á óvart með frábæra framvarðarsveit sem fer yfir þetta með þjóðinni á hverjum degi.

 

Alþýðusamband Íslands  (ASÍ) er stærsta fjöldahreyfing launafólks í landinu sem stendur fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna og vörð um réttindi þeirra. Það liggur því í hlutarins eðli að af nógu er að taka þessa daganna. Það eru stíf fundarhöld hjá verkalýðshreyfingunni alla daga þar sem farið er yfir einstaka mál og hvað hægt sé að gera til þess að verja félagsmenn þeim áföllum sem þeir verða fyrir.

 

Ferðaþjónustan og það sem henni tengist er alveg stopp. Ferðamönnum hefur fjölgað mikið síðustu ár svo að mörgum hefur þótt nóg um. Það hafa verið gríðarlegar fjárfestingar í ferðaþjónustu og ekki er séð fyrir endann á þeirri stöðu sem greinin er nú í. Ferðaþjónustan átti stóran þátt í því að leiða okkur út úr síðustu kreppu. Þrátt fyrir að þessi atvinnugrein er orðin sú stærsta í okkar þjóðarbúi virðist hún standa á mjög veikum grunni og óvissan er mikil.

 

Stjórnvöld hafa kynnt efnahagspakka 1 og 2 vegna COVID 19. Þar kennir ýmissa grasa aðallega varðandi fyrirtækin. Það sem helst kemur inn á borð stéttarfélaganna er vegna hlutabótanna. Það er tímabundin aðgerð sem hugsuð var til þess að fyrirtækin og launafólk gæti haldið ráðningarsambandi og að ekki kæmi til uppsagnar.  Atvinnuleysisbætur á móti skertu starfshlutfalli. Launafólk getur verið á atvinnuleysisbótum að hluta og í ráðningarsambandi að hluta. Samtök atvinnulífsins „túlkuðu“ þetta strax þannig að hægt væri að fara þessa leið með því að nýta þetta á uppsagnarfresti. Búið er að leiðrétta þetta núna en því miður erum við hjá stéttarfélögunum enn að fá tilkynningar um viðlíka mál. Dæmi eru um að uppsagnarbréf eru dagsett aftur í tímann og taki svo gildi t.d. frá og með 1. apríl sem er í raun bara svindl í formi skjalafals og ekkert annað. Það er einnig dapurleg staðreynd á tímum sem þessum þegar stórfyrirtæki sem greitt hafa milljarða í arð stökkva strax á spena skattgreiðanda kinnroðalaust.

 

Það er alveg ljóst að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar er ekki verið að leitast við að tryggja afkomuöryggi t.d þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóm, óléttar konur og foreldra sem misst hafa úr vinnu vegna takmarkaðs leikskóla- og skólastarfs. Stuðningur ríkisstjórnarinnar beinist aðallega að fyrirtækjum eftir óljósum leikreglum óháð því hvort þau viðhalda störfum eða fara almennt eftir lögum og reglum á vinnumarkaði. Aðgerðirnar eiga að vera í þágu fólks ekki fjármagns.

 

Í gegnum tíðina hafa Samtök atvinnurekanda og launafólks verið samband sem allir reyndu að byggja á trausti milli aðila, því ef ekki eru til fyrirtæki verða engin störf. Síðustu misseri hafa Samtök atvinnulífsins (SA) ítrekað reynt að veikja styrkleika verkalýðshreyfingarinnar/stéttarfélaganna. Mörg fyrirtæki eftir ráðleggingar frá SA hafa t.d á sama vinnustað reynt að dreifa launafólki í mörg stéttarfélög og þar með veikt samstöðuna. Það hefur jafnvel hefur verið gengið svo langt að banna launafólki að greiða í stéttarfélög. Félagið hefur fengið inn á borð til  sín allt of mörg dæmi þess að launafólk er algjörlega réttlaust og erfitt að verja það ef ekki er greitt af því eftir þeim leikreglum sem eru á vinnumarkaði.

 

Atvinnurekanda ber að fara eftir þeim leikreglum sem gilda á vinnumarkaði og getur ekki ákveðið fyrir hönd starfsmanna fyrirtækisins til hvað félags þeir eiga að greiða. Stéttarfélagsaðild fer eftir þeim kjarasamningi sem starfið fellur undir og starfssvæðinu. Þegar upp kemur þessi staða eins og í dag fer ekki á milli mála gildi þess að vera félagi í stéttarfélagi er óumdeilanlegt og hefur marg oft sannað sig, sérstaklega á tímum samdráttar.

Það er mörgum spurningum ósvarað varðandi kaup og kjör á þessum skrýtnu tímum. Stéttarfélögin hvetja launafólk til þess að hafa samband við sitt félag ef eitthvað er óljóst eða grunur er um að brot sé að ræða. Félögin safna saman í gagnagrunn og farið verður yfir það eins fljótt og hægt er.

Það er erfitt að sjá fyrir hvernig þetta fer allt saman en  vonandi ber þjóðinni gæfa til að vinna þetta saman á heiðarlegan og sanngjarnan hátt þar sem launafólk verður ekki skilið eftir.

Samstaða okkar launafólks er okkar sterkasta vopn.

 

 

Farið vel með ykkur

Halldóra Sigr. Sveinsdóttir formaður Bárunnar, stéttarfélags.

Hátíðardagur verkalýðsins 1. maí 2020

Ég vil byrja á að óska öllu vinnandi fólki til hamingju með Hátíðisdag verkalýðsins 1.maí

Við þessar fordæmalausu aðstæður hefur berlega komið í ljós hve veikt þeir standa sem á einhvern hátt standa utan þess skipulags sem verið hefur um vinnumarkaðinn á Íslandi. Við sáum þetta líka eftir hrunið 2008 en við bárum ekki gæfu til að læra af þeirri reynslu.

Vinnumarkaðurinn á íslandi hefur lengst af verið vel skipulagður og nokkuð skýrar línur milli atvinnrekenda annarsvegar og launafólks hinsvegar. Að auki hafa nokkrir hópar sem ekki heyra beint undir vinnumarkaðinn notið góðs af þessu skipulagi. Örugglega er margt við þetta skipulag að athuga en þó hefur ríkt nokkuð góð sátt um það, allavega hafa ekki komið fram tillögur um að breyta neinu sem nemur.

Á síðustu árum hafa samt ýmsir viljað hreyfa við þessu fyrirkomulagi og þá gjarna í nafni frelsisins til að ákveða sjálfir hvort þeir vilji eða vilji ekki bindast félagi eða samtökum. Samtök atvinnurekenda hafa leynt og ljóst lagt sitt á vogaskálarnar og fyllst mikilli frelsisást fyrir hönd starfsmanna sinna í þessum efnum og ekki talið nauðsynlegt að starfsmenn þeirra tengdust stéttarfélagi, hvað þá að þeim hafi þótt skipta máli hvort starfsmenn tengdust réttum stéttarfélögum. Þrátt fyrir mikla rekistefnu stéttarfélaganna hefur reynst erfitt að fá Samtök atvinnurekenda og einstaka fyrirtæki til að leika eftir þeim leikreglum sem við höfum þó lengst af verið ásátt um. Á þessu hefur meira og meira borið hin allra síðustu ár enda mikið góðæri og mikið að gera í að selja ferðamönnum þjónustu, gistingu og mat og byggja nýjar glæsihallir og hótel og varla tími til að sinna svoleiðis kvabbi og ekki hafa fyrirtæki alltaf haft fyrir því að fylgja almennum mannasiðum og mannúðarsjónarmiðum í kappi sínu. Umræða um launaþjófnað og slæmt atlæti erlends verkafólks er öllum kunn. Stéttafélögin hafa átt fullt í fangi með að heimta leiðréttingar til launafólks sem ekki hefur verið borgað eftir samningum.

Við aðstæður eins og nú ríkja kemur í ljós að eina frelsið sem fólk var að tryggja sér með því að vilja ekki “vera memm” í þessu fyrirkomulagi er að fylla hvergi inn í þau skilyrði til aðstoðar sem þó í boði er. Það er dapurlegt og maður má spyrja sig hver eigi að taka ábyrgð á því. Eins og áður sagði þá kom þetta líka í ljós 2008 þegar kjör verkafólks voru sett niður í algert lágmark. Þá áttu þeir einir málsvara sem greitt höfðu til stéttarfélaganna. Aðrir þurftu sjálfir að berjast fyrir sínu en bera skaðann ella.

Gildi samstöðunnar kemur best í ljós við aðstæður þar sem grunnstoðir samfélagsins bogna eða láta undan. Þá sést best hversu mikilvægt er að eiga sér málsvara, tilheyra samtökum þeirra sem glíma við sama raunveruleika og maður sjálfur. Að standa einn við slíkar aðstæður er ekki gott. Það fáum við að sjá núna. Það virðist vera sem stjórnvöld eigi erfitt með að ákveða hvað skuli gera við þá sem falla utan rammans.

Lærdómurinn sem við, venjulegt launafólk, þurfum að draga af því sem gerst hefur síðustu mánuðina er að samstaða og almenn þáttaka í samtökum launafólks er besta verndin sem við mögulega getum veitt sjálfum okkur og öðrum. Við gætum í einhverjum tilvikum þurft að fórna stundarhagsmunum en flestir ættu að vera búnir að sjá hvað getur gerst ef fólk ákveður að taka ekki þátt eða vera hluti af þeirri samtryggingu sem samtök stéttarfélaga veitir.

Þennan lærdóm ættu einnig stjórnvöld og atvinnurekendur að tileinka sér því ljóst er að eftir að ástandið fer að lagast munu mörg fyrirtæki fá bakreikninga og stjórnvöld munu sitja uppi með að hafa ekki veitt öllum þegnum landsins þá vernd sem þeim ber.

Við skulum hafa það hugfast að það eru alveg eins líkur á að svona ástand skapist aftur. Í það minnsta treysta vísindamenn sér ekki til annars en að reikna með því og hvetja til mikilla aðgerða í framhaldinu til að tryggja að við verðum ekki aftur tekin í bólinu þegar næsti faraldur fer af stað.

Byggjum réttlátt þjóðfélag

Hjalti Tómasson, Bárunni stéttarfélagi

1. maí 2020

Vegna Covid-19 falla hin hefðbundnu hátíðarhöld niður envið viljum benda á Rúv ca. 19:40 föstudagskvöldið 1. maí. Útsending frá sérstakri skemmti-og baráttusamkomu sem flutt
er í Hörpu í tilefni alþjóðlegs baráttudags launafólks 1. maí.Landsþekktir tónlistarmenn, skemmtiatriði og hvatningarorð frá forystu verkalýðshreyfingarinnar einkenna þennan sögulega
viðburð. Að dagskránni standa eftirfarandi heildarsamtöklaunafólks: ASÍ, BHM, BSRB og KÍ.

 

Launahækkanir koma til greiðslu 30.04.2020

Núna um þessi mánaðarmót koma til greiðslu launahækkanir sem tóku gildi um síðustu mánaðarmót.

Launahækkun 1. apríl 2020
Kauptaxtar hækka um 24.000 kr. ( fyrir þá sem eru með lágmarkslaun miðað við taxta)
Almenn hækkun mánaðarlauna er 18.000 kr. ( fyrir alla )
Kjaratengdir liðir kjarasamninga hækka um 2,5%, nema um annað hafi verið samið.

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf
Frá 1. apríl 2020: 335.000 kr. á mánuði.

Mánaðarlega skal greiða uppbót á laun viðkomandi starfsmanna sem ekki ná framangreindum
tekjum, en til tekna í þessu sambandi teljast allar greiðslur, þ.m.t. hverskonar bónus-, álags- og
aukagreiðslur, sem falla til innan ofangreinds vinnutíma. Launauppbót vegna
lágmarkstekjutryggingar skerðist ekki vegna samningsbundinnar launahækkunar vegna
aukinnar menntunar sem samningsaðilar standa sameiginlega að. Laun fyrir vinnu umfram
173,33 stundir á mánuði og endurgjald á útlögðum kostnaði reiknast ekki með í þessu
sambandi.

Desember- og orlofsuppbót árið 2020

Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár m.v. fullt starf er 51.000 kr.
Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár m.v. fullt starf er 94.000 kr.

 

Launatafla frá 1. apríl 2020 – 31. desember 2020

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Starfsaldur miðast við starfsreynslu í starfsgrein en 5 ára þrepið við starf hjá sama atvinnurekanda.
Mánaðarlega skal greiða uppbót á laun viðkomandi starfsmanna sem ekki ná framangreindum
tekjum, en til tekna í þessu sambandi teljast allar greiðslur, þ.m.t. hverskonar bónus-, álags- og
aukagreiðslur, sem falla til innan ofangreinds vinnutíma. Launauppbót vegna
lágmarkstekjutryggingar skerðist ekki vegna samningsbundinnar launahækkunar vegna
aukinnar menntunar sem samningsaðilar standa sameiginlega að. Laun fyrir vinnu umfram
173,33 stundir á mánuði og endurgjald á útlögðum kostnaði reiknast ekki með í þessu
sambandi.
Lágmarkstekjutrygging fyrir fullt starf fyrir þá starfsmenn sem eftir að 18 ára aldri er náð hafa
starfað hjá sama atvinnurekanda í a.m.k. 6 mánuði (þó að lágmarki 900 stundir):

1. maí með öðru sniði í ár

 

 

Í fyrsta skipti síðan 1923 getur íslenskt launafólk ekki safnast saman á 1. maí til að leggja áherslu á kröfur sínar. Við þessu er brugðist með útsendingu frá sérstakri skemmti-og baráttusamkomu sem flutt verður í Hörpu að kvöldi 1. maí og sjónvarpað á Rúv (kl. 19:40).

Landsþekktir tónlistarmenn, skemmtiatriði og hvatningarorð frá forystu verkalýðshreyfingarinnar einkenna þennan viðburð sem verður að teljast sögulegur. Meðal listamanna sem koma fram eru Ragnheiður Gröndal, Bubbi Morthens, Amabadama, Jói P og Króli, Ellen Kristjáns og Auður, Jakob Birgisson uppistandari, KK og Lúðrasveit verkalýðsins.

Þar sem engar verða kröfugöngurnar verður hægt að búa til sitt eigið kröfuspjald á Facebook og sýna stuðning sinn við baráttu verkalýðshreyfingarinnar í verki með því að merkja prófílmyndina sína 1. maí. Við hvetjum til þátttöku í baráttudeginum á Facebook og svo til áhorfs á Rúv um kvöldið.

Að dagskránni í sjónvarpinu og viðburðum á samfélagsmiðlum standa eftirfarandi heildarsamtök launafólks: ASÍ, BHM, BSRB og KÍ.

Styrkur til náms/Full fjármögnun ársáskriftar að Tækninám í samstarfi við Landsmennt fræðslusjóð

Tækninám hefur gert samning við Landsmennt um fulla fjármögnun á ársáskrift að Tækninám.is

 

Til þess að geta nýtt sér þennan styrk þarf að sækja um hér: https://taekninam.teachable.com/p/menntastyrkir

Inni á umsóknarsíðunni eru jafnframt nauðsynlegar upplýsingar fyrir umsækjandann. Í umsóknarferlinu velur hann hvaða stéttarfélagi hann er í.

Innifalið í ársáskrift að Tækninám er eftirfarandi:

  • Aðgangur að öllum okkar námskeiðum, sem telja nú um 27, sjá hér núverandi framboð: https://taekninam.teachable.com/courses
  • Öll ný námskeið, nýjungar og viðbætur á núverandi námskeiðum, við setjum inn ný námskeið á 4-8 vikna fresti að jafnaði
  • Aðgengi að leiðbeinendum
  • Reglulegar vefstundir þar sem farið er yfir ýmis áhugaverð atriði og nýjungar
  • Aðgangur að sértækum námskeiðum með blönduðu kennslufyrirkomulagi, sjálfsnám, vefstund, æfingar
  • Tækifæri til að taka þátt í að móta áherslur og forgangsröðun í framleiðslu nýrra námskeiða

 

Um Tækninám.is
Tækninám.is er stafrænt fræðsluumhverfi sem bíður upp fjölda námskeiða fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Námskeiðin okkar eru fyrst og fremst hugsuð fyrir algjöra byrjendur sem þurfa eða hafa áhuga á að ná tökum á tækninni. Við erum í sífellu að bæta við nýjum námskeiðum og viljum heyra frá ykkur og okkar notendum hvað þið teljið mikilvægast að ná tökum á.

Sveitamennt og Ríkismennt – rýmkaðar reglur

 

Í ljósi aðstæðna í íslensku samfélagi hafa stjórnir Ríkismenntar og Sveitamenntar ákveðið að rýmka úthlutunarreglur einstaklingsstyrkja í ákveðinn tíma líkt og Landsmennt hefur gert.

Átakið tekur gildi frá 15.mars til og með 31.ágúst 2020 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem haldin eru innan þessa sama tímaramma.

 

Breytingar á úthlutunarreglum einstaklingsstyrkja eru eftirfarandi:

  • Hámarksupphæð einstaklingsstyrkja verður áfram kr. 130.000 á ári miðað við núverandi reglur. Hlutfalli endurgreiðslu verði hins vegar breytt og verði 90% í stað 75% af kostnaði við almennt nám. Gildistími verði frá 15. mars til og með 31. ágúst 2020.
  • Tómstundstyrkir sem nú eru 75% en að hámarki kr. 30.000 á ári verði í sama hámarki og hefðbundnir styrkir, það er kr. 130.000 á ári. Hlutfall endurgreiðslunnar verði sömuleiðis 90% af viðurkenndum kostnaði við námið. Gildistími verði frá 15. mars til og með 31. ágúst 2020.

 

Til viðbótar viljum við minna á að sl. tvö ár hafa þessir tveir sjóðir verið með samninga við símenntunarmiðstöðvar sem tryggja fulla fjármögnun námskeiða. Samingarnir gilda gagnvart þátttöku félagsmanna aðildarfélaga SGS sem starfa hjá Sveitarfélögum (Sveitamennt) og hjá ríkisstofnunum (Ríkismennt) á landsbyggðinni.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri í síma 863 6480 eða á tölvupósti, kristin@landsmennt.is