Við vinnum fyrir þig

Translate to

Nýr kjarasamningur – leiðrétting vegna hagvaxtarauka í ræstingum

Taxtar fyrir tímamælda og flatarmælda ákvæðisvinnu í ræstingum hækka afturvirkt frá 1. apríl 2022 vegna hagvaxtaraukans. Um er að ræða atriði sem samið var um í nýjum samningi við ríkið, en þessi hópur hafði setið eftir hvað varðar launahækkanir frá 1. apríl í fyrra. Sjá nánar á bls. 1 og 2 í Kjarasamningi SGS og ríkisins.

Fyrir tímamælda ákvæðisvinnu í ræstingum frá kl. 08–20 mánudaga til föstudaga greiðist eftirfarandi tímakaup, sbr. gr. 1.6.1.1:

Frá 1. apríl 2022: 2.426,43 kr.

Frá 1. apríl 2023: 2.672,47 kr.

 

Fyrir tímamælda ákvæðisvinnu í ræstingum aðra tíma vikunnar, þó ekki kl. 00:00-08:00, greiðist eftirfarandi tímakaup, sbr. gr. 1.6.1.2:

Frá 1. apríl 2022: 2.927,24 kr.

Frá 1. apríl 2023: 3.224,06 kr.

 

Fyrir flatarmælda ákvæðisvinnu í ræstingum greiðist eftirfarandi, sbr. gr. 1.6.2.1:

Gólfræsting

Fiml.hús

Salerni

Frá 1. apríl 2022

 

592,26 kr.

513,48 kr.

667,73 kr.

 

Frá 1. apríl 2023

652,32 kr.

565,55 kr.

735,44 kr.

 

Sjá nýja kauptaxta SGS.

 

 

 

Nýr kjarasamningur við ríkið samþykktur

Atkvæðagreiðslu er lokið hjá 18 aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands, vegna nýs kjarasamnings SGS og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs sem undirritaður var 15. júní síðastliðinn. Rafræn atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna stóð yfir dagana 16.-21. júní. Á kjörskrá voru 1.418 manns og var kjörsókn 24,26%. Já sögðu 92,44%, nei sögðu 4,65% og 2,91% tóku ekki afstöðu.

Samningurinn var því samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta hjá þeim 18 aðildarfélögum sem eiga aðild að honum.

Eftirtalin félög eiga aðild að samningnum: AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélag Vesturlands, Stéttarfélagið Samstaða, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Verkalýðsfélag Þórshafnar, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélagið Hlíf.

Niðurstöður atkvæðagreiðslu

Kjarasamningur SGS og ríkisins 2023-2024

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og ríkisins

Sameiginleg rafræn atkvæðagreiðsla félagsmanna aðildarfélaga SGS sem starfa samkvæmt kjarasamningnum hefst 16. júní kl. 15:00 og lýkur 21. júní kl. 09:00.

Til að geta kosið þarf að hafa rafræn skilríki eða íslykil.

Við hvetjum þá sem eiga aðild að þessum samning að kynna sér hann og nýta sinn kosningarétt.

Kjóstu með því að smella hér

Hér er hægt að lesa nánar um þennan samning sem samningarnefnd Bárunnar, stéttarfélags telur reglulega góðan og gefur góða von um framhaldið á komandi kjarasamningsvetri.

Helstu atriði um kjarasamning SGS og ríkisins 2023-2024

 

Happdrætti Bárunnar, stéttarfélags

Kæri félagsmaður,

Við hjá Bárunni, stéttarfélagi erum ávallt að leita leiða til að bæta tengingu okkar við félagsmenn og erum við þessi misserin í sérstöku átaki til að bæta tengiliðaupplýsingar hjá okkar félagsmönnum. Þessar upplýsingar notum við til að geta átt í betri samskiptum við okkar félagsmenn Bárunnar, eins og til dæmis þegar kosið er um kjarasamninga og hvetja félagsmenn að sækja fundi félagsins ásamt almennri upplýsingagjöf. Mjög mikilvægt er fyrir starfsfólk Bárunnar að þessar upplýsingar séu réttar svo við getum náð á félagsmenn varðandi styrki úr sjúkrasjóð. Sjúkradagpeninga og einnig varðandi menntastyrki.

Við höfum unnið markvisst að því að safna þessum upplýsingum og viljum gera ennþá betur og hvetjum við því alla að fara inn á mínar síður og athuga hvort að allar upplýsingar séu réttar og leiðrétta ef þess þarf. Persónuverndarverndastefna Bárunnar var nýlega uppfærð og þurfa félagsmenn núna að samþykkja hana við innskráningu inn á mínar síður. Hægt er lesa persónuverndarstefnuna hér Persónuverndarstefna Bárunnar.

Þegar þú hefur skráð eða uppfært þínar tengiliðaupplýsingar geturðu tekið þátt í happdrætti Bárunnar þar sem vinningarnir eru ekki af verri endanum.

Smelltu hér til að fara á mínar síður

 

Vinningarnir eru:
1. 40.000 kr. peningagjafakort
2. Vikudvöl í sumarhúsi á vegum Bárunnar
3. Helgardvöl í sumarhúsi á vegum Bárunnar

Útilegu og veiðikort 2023

Útilegukortið og veiðikortið eru til sölu á skrifstofu Bárunnar að Austurvegi 56.

Greiða þarf með reiðufé eða millifærslu. Ekki er hægt að greiða með korti

 

Útilegukortið kostar 7.000kr

Veiðikortið kostar 4.300kr

Fréttabréf Bárunnar, stéttarfélags

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags

Aðalfundur Bárunnar var haldinn á Hótel Selfossi 15. maí síðasrtliðinn. Fundurinn var ágætlega sóttur og var farið yfir ýmis mál, má þar nefna: Skýrslu stjórnar, ársreikningur samþykktur og kemur hann inn á heimasíðuna innan skamms, svo voru einnig kynntar breytingar á úthlutunarreglum sjúkrasjóðs Bárunnar, stéttarfélags.

 

Breytingarnar sem gerðar voru á styrkjum sjúkrasjóðs Bárunnar eru eftirfarandi:

Meðferð hjá eftirfarandi aðilum: lögiltum sjúkraþjálfara, sjúkranuddara eða kírópraktor. Greitt er 50% af kostnaði að hámarki 5.000.-kr í fyrsta skipti, hámark 2.000.-kr í hvert skipti eftir það.Hámark 36 skipti á hverjum 12 mánuðum (óháð félagsgjaldi). Yfirlit meðferða verður að fylgja.“

breytt hámark úr kr. 2000 í 2.500 (hækkun). Skiptin fara úr 36 í 46.

 

Viðtal hjá sálfræðingi, geðhjúkrunarfræðingi, félags eða fjölskylduráðgjafa. Greitt er 50% af kostnaði að hámarki 7.000.- kr. 12 skipti á hverjum 12 mánuðum. Falli viðtal undir afsláttarkjör annarstaðar (t.d. Tryggingarstofnun) fellur rétturinn niður. Yfirlit meðferða verður að fylgja.“

Styrkur hækkaðuir úr kr. 7.000 í 10.000

 

Reglubundin krabbameinsskoðun endurgreiðist að fullu (óháð félagsgjaldi). Hámark  endurgreiðslu er 12.000 kr. á hverju 12 mánaða tímabili.

Krabbameinsskoðun hækkar úr kr. 12.000 í 18.000 á hverju 12 mánaða tímabili.

 

Kaup á gleraugum, linsum eða heyrnatæki. Greitt er 50% af kostnaði að hámarki 50.000.-  kr. Hægt er að sækja um styrkinn einu sinni á hverjum 36 mánuðum. Ef styrkur er ekki  fullnýttur má nýta hann innan þriggja ára.

Gleraugu og heyrnartæki. Hækka úr kr. 50.000 í 65.000.

 

Styrkur til líkamsræktar/ heilsueflingar er 50% af kostnaði þó að hámarki 50.000 á hverju almanaksári. Skilgreining á heilsueflingu er viðurkenndar íþróttagreinar samkvæmt ÍSÍ – Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (http://isi.is/um-isi/vidurkenndar-ithrottagreinar/) og fellur undir að vera æfinga og/eða aðildargjöld.

Styrkur hækkar úr kr. 50.000 í 55.000

 

Tannlæknakostnaður: Styrkur vegna tannlækninga er að hámarki kr. 20.000 á 12 mánaða tímabil.

Tannlæknakostnaður hækkar úr kr. 20.000 í 25.000.

 

Samanlagðir styrkir  er að hámarki 100.000,- kr. á hvern einstakling á 12 mánaða tímabili fyrir fullgreiðandi félagsmann og hlutfallslega ef það á við. Fæðingastyrkur, dánarbætur, útfararkostnaður eru óháðir öðrum styrkjum.

Samanlagðir styrkir hækka úr kr. 100.000 í 120.000

 

 

Tenging við félagsmenn

Við hjá Bárunni, stéttarfélagi erum ávallt að leita leiða til að bæta tengingu okkar við félagsmenn og erum við þessi misserin í sérstöku átaki til að bæta tengiliðaupplýsingar hjá okkar félagsmönnum. Þessar upplýsingar notum við til að geta átt í betri samskiptum við okkar félagsmenn Bárunnar, eins og til dæmis þegar kosið er um kjarasamninga og hvetja félagsmenn að sækja fundi félagsins ásamt almennri upplýsingagjöf. Mjög mikilvægt er fyrir starfsfólk Bárunnar að þessar upplýsingar séu réttar svo við getum náð á félagsmenn varðandi styrki úr sjúkrasjóð. Sjúkradagpeninga og einnig varðandi menntastyrki.

Við höfum unnið markvisst að því að safna þessum upplýsingum og viljum gera ennþá betur og hvetjum við því alla að fara inn á mínar síður og athuga hvort að allar upplýsingar séu réttar og leiðrétta ef þess þarf. Persónuverndarverndastefna Bárunnar var nýlega uppfærð og þurfa félagsmenn núna að samþykkja hana við innskráningu inn á mínar síður. Hægt er lesa persónuverndarstefnuna hér Persónuverndarstefna Bárunnar.

 

Við hvetjum alla okkar félagsmenn til að uppfæra sínar tengiliðaupplýsingar og taka þátt í happdrættinu.

 

 

 

Eru þínar tryggingar í lagi?

Í kjölfar undirritunar samnings Bárunnar, stéttarfélags og VÍS býðst félagsmönnum að fá tilboð í sínar tryggingar. Núverandi viðskiptavinir eru einnig hvattir til að heyra í VÍS til að yfirfara tryggingarnar sínar.

Það er skynsamlegt að yfirfara tryggingaverndina reglulega, til dæmis þegar breytingar verða á fjölskyldustærð, verðmæti innbús eða stærð húsnæðis.

Með því að fara inn á https://vis.is/baran-verkalydsfelag/ geta félagsmenn fyllt út form og ráðgjafar hafa samband í kjölfarið.

 

Orlofsuppbót 2023

Orlofsuppbót á að koma til greiðslu 1. júní hjá starfsfólki á almennum vinnumarkaði og hjá ríkinu.

  • Almenni samningur milli SGS og SA – 56.000 kr
  • Samningur f.h. Ríkissjóðs og SGS – 53.000 kr (ósamið)
  • Samingur SGS og Launanefndar sveitarfélaga – 54.350 kr
  • Samningur SA vegna Sólheima við Báruna, stéttarfélag – 53.000 kr (ósamið)
  • Skaftholt – 54.350 kr
  • Vinnustaðasamningur Mjólkurbús Flóamanna – 56.000 kr
  • Bændsamtök Íslands og SGS – 56.000 kr
  • Landsamband smábátaeigenda og SGS – 56.000 kr
  • Landsvirkjun og SGS – 149.400 kr

 

Hinn 1. júní ár hvert skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl næst á undan, fá greidda sérstaka eingreiðslu, orlofsuppbót, er miðast við fullt starf næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Hafi starfsmaður látið af störfum á orlofsárinu vegna aldurs eða eftir a.m.k. 3 mánaða/12 vikna samfellt starf á orlofsárinu, skal hann fá greidda orlofsuppbót hlutfallslega miðað við unninn tíma og starfshlutfall. Sama gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða vegna fæðingarorlofs.

 

 

 

Tilboð til félagsfólks

NTV skólinn í samstarfi við framkvæmdastjóra fræðslusjóðanna býður einstakt tilboð fyrir félagsfólk aðildarfélaga sjóðanna (innan Starfsgreinasambands Íslands og Sjómannasambands Íslands). Sjóðirnir eru Landsmennt, Sveitamennt, Ríkismennt og Sjómennt.

Tilboðið hljóðar upp á verulega lægri námskeiðsgjöld á tilteknum námslínum og félagsfólk getur átt möguleika á 80% endurgreiðslu hjá sínum starfsmenntasjóði. Tilboðið gildir nú í maí og júní.

Ekki láta þetta tækifæri renna hjá án þessa að kynna þér það vel. Námið er starfsmiðað og veitir diplóma fyrir þá sem sækjast eftir slíku og standa sig vel í náminu.  Félagsfólk sem skráir sig núna hefur 6 mánuði til að klára námið eða fram í nóvember/desember.

NTV skólinn gefur sig út fyrir að vera starfsmiðaðar og hagnýtar námsleiðir og hafa skapað mörgum tækifæri til að þróa sig í starfi og skapað sér ný tækifæri.Kynntu þér málið nánar  hér

 

Fordæma uppsagnir og framkvæmd þeirra hjá Sveitarfélaginu Árborg.

Í lok apríl sl. fékk fjöldi starfsmanna afhent uppsagnarbréf á ískaldan hátt frá Sveitarfélaginu Árborg. Misjafnt var hvernig uppsögnum var háttað. Dæmi voru um að starfsfólk var látið bíða í röð eftir að mæta í viðtalsherbergi þar sem þeir sem voru á undan komu út gjörsamlega niðurbrotnir. Í einhverjum tilfellum mættu fulltrúar inn á stofnanir og sáu um framkvæmd uppsagna án þess að hafa hitt viðkomandi áður. Eina sem var í boði á þessari niðurlægjandi stund voru einhverjar kennslustundir ráðgjafafyrirtækis í að leita að vinnu.

 

Báran, stéttarfélag og Foss stéttarfélag í almannaþjónustu mótmæla harðlega framkvæmd uppsagna starfsmanna Sveitarfélagsins Árborgar. Íbúum er mjög brugðið og ekki er séð fyrir endann á því hvað það eru margir sem koma til með að missa vinnuna. Sveitarfélögin bera ákveðnar skyldur gagnvart íbúum og samfélaginu. Hvaða áhrif mun þetta hafa á þær skyldur.

Þetta er kunnuglegt stef hjá Sveitarfélaginu Árborg því ekki er langt síðan að uppsagnir á ræstingafólki áttu að hagræða verulega í rekstri. Stéttarfélögin lýsa áhyggjum sínum yfir því að þetta bitni fyrst og fremst á

  • Konum
  • Lágtekjuhópum
  • Þjónustuþegum
  • Þjónustu almennt

Þetta eru kaldar kveðjur frá bæjarstjórn og vægast sagt lítilsvirðing fyrir störfum þessara hópa sem starfað hafa af heilum hug. Því miður virðast gömul sannindi vera að raungerast enn og aftur með því að segja þeim upp sem lægst hafa launin þegar spara þarf fjármuni, en hlífa þeim sem hæstu launin hafa. Félögin skora á bæjarstjórn að finna aðrar leiðir til hagræðingar og draga uppsagnir hjá fyrrgreindum hópum til baka. Ímynd Sveitarfélagsins Árborgar hefur orðið fyrir álitshnekk.

Það má draga þá ályktun að það sé gott að búa í Árborg á meðan þú þarft ekki á þjónustu sveitarfélagsins að halda.

 

Selfossi 08.05.2023

f.h Bárunnar, stéttarfélags                                          f.h Foss stéttarfélags í almannaþjónustu

Halldóra Sigr. Sveinsdóttir Formaður                        Árný Erla Bjarnadóttir formaður

Góð mæting á 1. maí baráttuhátíð á Selfossi

 

Góð mæting var í kröfugöngu í tilefni 1. maí.  Ganga fór frá Austurvegi 56 kl. 11:00 í morgun.  Lúðrasveit Selfoss og Hestamannafélagið Sleipnir leiddu gönguna að Hótel Selfoss þar sem skemmtun fór fram og var boðið upp á veitingar.
Ræðumenn dagsins voru Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir útskriftarnemi frá Fjölbrautarskóla Suðurlands. Þau fluttu frábærar ræður í tilefni dagsins. Benedikt Búálfur söng og skemmti börnunum og Valgeir Guðjónsson flutti nokkur lög. Kynnir var Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ræða Sigríðar:

1. maí ræða

Kæru áheyrendur og verkalýður allur, til hamingju með daginn. Sigríður Fjóla heiti ég og fæ þann heiður að ávarpa ykkur hér á frídegi verkalýðsins, sem er nauðsynlegur og táknrænn dagur í baráttu verkafólks fyrir mannsæmandi kjörum.

Ég viðurkenni að ég þurfti að afla mér upplýsinga þegar að það kemur að þessum degi. Ég hef alltaf vitað að einhverju leiti um hvað hann snýst, lært um hann í skólanum og í daglegu lífi en sem barn veitti ég honum kannski ekki eins mikla athygli og hann á skilið því sem börn lifum við flest áhyggjulaus og gerum okkur ekki grein fyrir alvarleika heimsins. Hins vegar núna eftir að maður eldist fer maður að átta sig smám saman á því hvað það þarf mikið af fólki til að leyfa barni að lifa áhyggjulausu lífi. Það eru ekki bara foreldrar sem sjá um það heldur samfélagið allt og án verkafólks myndi þetta samfélag alls ekki ganga. Öll störf eru mikilvæg annars væru þau ekki til því af hverju ætti að vera til starf sem væri tilgangslaust. Það var einmitt það sem ég áttaði mig á þegar að ég fór að leita mér upplýsinga um verkalýðsdaginn og hefur það opnað augun mín talsvert. Það sem vakti enn frekari forvitni mína þegar ég fór að skoða þetta betur, er hvernig þetta byrjað allt. Af hverju kom það til að fyrsti maí var tileinkaður baráttudegi verkalýðsins. Ég komst að því að saga dagsins næði langt aftur í tímann en upphaf hans má rekja til ráðstefnu Alþjóðasamtaka Sósíalista í París árið 1889. Sú ráðstefna var haldin að því tilefni að hundrað ár voru þá liðin frá Frönsku byltingunni. Á þessari ráðstefnu var ákveðið að verkafólk þyrfti sinn eigin dag, baráttudag, og varð fyrsti maí fyrir valinu sem Alþjóðlegur frídagur verkafólks. Upphaflega hugmyndin var sú að verkafólk myndi halda fjöldann allan af fundum víðs vegar þennan dag til að fylgja eftir kröfum um átta stunda vinnudag og sem aðrar umbætur á kjörum sínum. Áður en 1. maí var helgaður baráttu verkalýðsins hafði hann verið haldin hátíðlegur víðs vegar um heiminn sem sumardagurinn fyrsti. Það var þó ekki fyrr en þrem áratugum eftir fundinn í París sem baráttan kom formlega til Íslands en fyrsta kröfuganga verkalýðsins var gengin þann 1. maí árið 1923 sem þýðir að þessi sýnilega og táknræna barátta verkalýðsins fagnar 100 ára afmæli í dag. Við megum vera stolt að því.

Margt hefur breyst á þessum hundrað árum ef ekki hreinlega allt. Fyrir 100 árum var Ísland sjómanna- og bændasamfélag að lang mestu leiti. Þá snerist lífið um að lifa af en ekki endilega um að njóta. Á þessum tíma fékk fæst fólk mikið val og oftast var það ekki möguleiki fyrir fólk að mennta sig. Fólk fæddist inn í ákveðnar stéttir og algengast var að afla sér lífsviðurværis á sama máta og foreldrar, það voru ekki margir möguleikar á boðstólnum. Þetta hefur hins vegar breyst algjörlega og stendur núverandi yngsta kynslóð, mín kynslóð, fyrir miklu opnari og meiri möguleikum. Stundum eru möguleikarnir svo margir að fólk fær valkvíða og veit ekki hvað það á að velja, þetta er algjört lúxus vandamál sem ungt fólk stendur frammi fyrir í dag. Við fáum þessi tækifæri því að fyrri kynslóðir börðust fyrir þeim, börðust fyrir meiri menntun til handa öllum, börðust fyrir skólaskyldu sem við nú höfuð þau forréttindi að hafa. Það sem var verið að

berjast fyrir þá er núna orðin venjulegur hlutur í okkar samfélagi sem flestir taka sem sjálfsögðum hlut. Svo sjálfsögðum að fólk skrópar stundum í skóla og reynir að komast undan honum, jafnvel kvartar í staðinn fyrir að hugsa um hvað það er heppið að fá að ganga í skóla þar sem lang flestir sem hafa ekki þau tækifæri víða í heiminum myndu gera allt fyrir að fá að vera í skóla í einn dag.

Núna í vor er ég að ljúka minni framhaldsskólagöngu en eitt af þeim verkefnum sem ég gerði í skólanum var að lesa bókina ,,Ég er Malala” og þegar ég skrifaði þessa ræðu var mér hugsað til hennar. Í dag er hún 25 ára. Hún var eitt af þeim börnum sem þráði að fara í skóla en það var hægara sagt en gert þar sem enn þann dag í dag er stúlkum yfir 13 ára bannað að ganga í skóla í heimalandi hennar. Hún þurfti að gjalda þess að hafa barist fyrir skólagöngu stúlkna, var skotin í höfuðið aðeins 14 ára gömul en lifði af. Svona sögur eru enn þá allt of algengar í heiminum í dag. Þær láta mann þó hugsa, hugsa hversu ótrúlega heppin við erum að búa hér á Íslandi því einhversstaðar í heiminum gæti verið stelpa, fædd sama ár og ég ,2004, verið með jafn mikla hæfileika og með sömu langanir og þrár en eini munurinn á okkur er að við fæddumst í sitthvoru landinu. Hún fæðist kannski í landi sem bæði matur og vatn er af skornum skammti, það er engin skóli í boði og jafnvel stríð. Svo fæðist ég hér, leggst upp í hlýtt rúm á hverjum degi, skortir aldrei vatn né mat og kvarta yfir því að ég nái ekki að gera stærðfræði heimanámið mitt. Frekar ættum við að vera þakklát, þakklát fyrir að fá allavega að fara í stærðfræði því við vitum, þótt við viljum ekki að viðurkenna það, að sú fræðsla eins og allt nám muni draga okkur lengra í framtíðinni. Við gerðum ekkert til að verðskulda það að fæðast hér og stúlkan í hinu landinu gerði ekkert til að verðskulda það að fæðast í því landi. Við getum farið út í búð og keypt okkur nýjar buxur fyrir mörgþúsund krónur án þess að hugsa á meðan að þessi stelpa kannski býr til buxurnar og fær lítil sem engin laun fyrir. Laun stelpunnar þurfa jafn vel að halda uppi heilli fjölskyldu. Það er ekki sanngjarnt, alls alls ekki sanngjarnt. Þess vegna er ekki nóg að berjast bara fyrir fólki á Íslandi, heldur um allan heim því staðan er svo slæm á mörgum stöðum. Ísland hefur þó náð árangri í baráttunni og þótt en sé langt í land getum við verið þakklát og stolt að vera komin þetta langt.

Ég persónulega er þakklát, þakklát fyrir að hafa fæðst á Íslandi, þakklát að geta gengið í skóla, þakklát fyrir öll tækifærin sem skólinn hefur veitt mér og þakklát fyrir að alast upp á þessum tíma. Og það er ykkur að þakka. Takk fyrir að berjast fyrir kynslóðir framtíðarinnar. Baráttan er ekki búin og mun líklega aldrei ljúka, það má aldrei sofna á verðinum. Við munum berjast fyrir réttindum alls fólks því allir, hver og einn einasti aðili, eru jafn mikilvægir. Sama hvernig við lítum út, hvern við elskum, á hvað við trúum, hvort við séum menntuð eða ekki og við hvað við vinnum. Öll erum við mikilvæg og allar vinnur eru mikilvægar. Ef ekki væri fyrir fólk sem vinnur í sjávarútvegi værum við ekki með fisk sem er ein stærsta auðlind landsins. Heilbrigðiskerfið mundi ekki virka nema fyrir fjöldan allan af fjölbreyttum störfum innan þess geira, ekkert eldsneyti væri í boði ef ekki væri fyrir bílstjóra sem sjá um að dreifa því, án

leikskólakennara gæti ýmsir aðrir ekki sinnt sinni vinnu og án kennara yfirleitt gætum við ekki menntað okkur. Það þarf fjölbreytt störf til að gera fjölbreytt og skemmtilegt samfélag. Fjölbreytt störf þurfa að vera til svo úr verði velferðarsamfélag. Það gleymist líka oft að þótt að einhver eigi mikinn pening þýðir það ekki að hann sé hamingju samur og öfugt. Hins vegar er bara alls ekki sanngjarnt að einhver hafi það lítinn pening á milli handanna vegna lágra launa að hann eigi erfitt og nánast ómögulegt með að eiga fyrir helstu lífsnauðsynjum t.d. húsnæði og mat. Það á ekki að vera í boði að líta niður á störf bara því þau krefjast minni menntunar og það má heldur ekki gleyma því að fólk sem hefur ekki hlotið menntun er alveg jafn klárt og annað fólk. Oft fékk það ekki tækifæri á að mennta sig eða eitthvað stóð í vegi fyrir því. Svo vilja sumir ekki mennta sig, hafa ekki áhuga eða finnst menntun ekki vera fyrir þá, það er líka allt í lagi því öll erum við misjöfn og þótt að eitthvað eitt henti einum þarf það ekki að henta öðrum.

Við þurfum að hætta að dæma hvort annað því þannig munu baráttur ekki ná árangri, og þá á ég við allar baráttur ekki bara baráttu verkafólks. Við verðum að hætta að dæma, við þurfum að geta talað saman án gífuryrða, við þurfum að geta staðið saman. Standa saman í baráttunni t.d. um hinseginmálefni, femínisma eða black life matters. Það er víða verið að heyja ýmsar baráttur sem er tilkomnar vegnar nauðsynjar. Með því að dæma hvert annað erum við að standa í vegi þess að búa í heimi þar sem allir eru jafnir og þar sem allir fá að taka það pláss sem þeir þurfa.

Þess vegna á slagorð baráttu launafólks í ár vel við en það er: Réttlæti – jöfnuður- velferð.

Enn og aftur, til hamingju með daginn og takk fyrir mig.

 

Ræða Breka:

Gleðilegan fyrsta maí!

Kæru félagar!

Það er mér sannur heiður að fá að standa hér og fá að ávarpa ykkur í dag á þessum hátíðardegi, baráttudegi verkalýðsins.

Öll erum við neytendur og einmitt þess vegna er baráttan fyrir bættum rétti neytenda barátta okkar allra. Verkalýðs- og neytendabaráttan hafa þannig

ætíð farið hönd í hönd. Enda má segja að réttindi neytenda og launþega sé sitthvor hlið á sama peningi. Önnur snýst um að hvernig fjár er aflað, hinn um að hvernig því er varið.

Neytendasamtökin fagna í ár 70 ára afmæli, líklega fjórðu elstu neytendasamtök í heimi, og hefur saga samtakanna verið samofin stéttarfélögunum frá fyrstu tíð. Þegar Neytendasamtökin voru stofnuð árið 1953, var eitt af fyrstu verkefnum að stuðla að samræmdum opnunartíma verslana í samvinnu við VR, sem þá hét Verslunarmannafélag Reykjavíkur.

Allar götur síðan hafa Neytendasamtökin átt í góðu sambandi og samstarfi við stéttarfélögin. Til að nefna nýleg dæmi má benda á baráttuna gegn smálánaóáraninni, lögsóknir gegn bönkunum sem nú eru í gangi vegna sjálftöku og ógagnsæis lána með breytilegum vöxtum, og boðaða skýrslu um tryggingamarkaðinn og sem vonandi leiðir til þess lækkunnar iðgjalda tryggingafélaga, okkur öllum til hagsbóta..

Þó saga Neytendasamtakanna spanni 70 ár má segja að neytendabaráttan eigi sér mun lengri sögu.

Líklega var 18. aldar maðurinn Skúli Magnússon fógeti fyrsti baráttumaður fyrir bættum neytendarétti á Íslandi; „Mældu rétt, strákur!“, á danski einokunarkaupmaðurinn að hafa fyrirskipað búðardrengnum Skúla, en átti við að hann skyldi mæla rangt svo hallaði á kaupandann. Þetta særði réttlætiskennd Skúla svo mjög, að þegar hann varð fógeti barðist hann fyrir neytendavernd. Hann lét brjóta upp skemmur kaupmanna og kasta 1000 tunnum af skemmdu mjöli í sjóinn. Kaupmennirnir voru síðar dæmdir í svo miklar sektir, að sjóðurinn sem þær mynduðu, mjölbótarsjóðurinn, varð mikil stoð og stólpi framþróunar íslensks landbúnaðar í áratugi, auk þess að kosta byggingu Menntaskólans í Reykjavík.

Ég er bæði stoltur og auðmjúkur að fá að standa á herðum þessa framsýna fólks við að þoka áfram neytendabaráttunni fyrir fleiri tækifærum, betri réttindum og sanngjarnari kjörum. Allt frá innleiðingu mölunardagsetninga á kaffi á sjötta áratugnum, leiðbeiningabæklingum samtakanna á  sjöunda áratugnum, fyrsta kartöflumálinu á þeim áttunda til baráttunnar, barráttunni fyrir réttindum ábyrgðamanna á níunda áratugnum og svo gegn smálánum og Vaxtamálinu nú á síðustu árum; Allar götur hafa Neytendasamtökin unnið að úrbótum fyrir neytendur – og það munum við gera áfram af óskertum styrk.

Samfélagið og neyslan hafa tekið stórkostlegum breytingum frá því Neytendasamtökin voru stofnuð og málefni neytenda hafa því einnig færst inn á nýjar brautir.

Hin nýja barátta um réttindi og tækifæri neytenda á sér meðal annars stað í stafrænum heimi þar sem gögn um einkamál neytenda ganga kaupum og sölum, og brotamenn sjá tækifæri til að „mæla rétt“ eins og einokunarkaupmaðurinn skipaði Skúla forðum. Þá fela mikilvæg græn umskipti einnig í sér áskoranir fyrir ábyrga neytendur, til dæmis þegar óábyrgir stjórnendur fyrirtækja beita grænþvotti til að villa um fyrir okkur, eða þegar reglur eru ekki til staðar í deilihagkerfinu.

Þó að neysla hafi aldrei verið auðveldari en í dag, má segja að sama skapi sé flóknara nú en nokkru sinni fyrr að vera neytandi. Einmitt þess vegna verður meðal stóru verkefna samtakanna á næstu árum að sjá til þess að neytendum verði gert kleift að velja góðar og öruggar vörur, með eins litlu umhverfisspori og mögulegt er.

Það er vandratað í neytendafrumskógi dagsins í dag. Okkur er víða lofað gulli og grænum skógum og oft er erfitt er að sjá í gegnum blekkingarvaðalinn og margar keldurnar að varast. Hrein og bein svikastarfsemi þrífst í skjóli góðrar trúar neytenda. Maðkað mjöl leynist víða og óvíst hvar Skúla fógeta bæri niður í neytendabaráttunni, væri hann uppi í dag.

Kæru félagar. Það er vor samkvæmt dagatalinu en vorhret á glugga.

Enn eina ferðina hvín í nöprum verðbólgudraugnum, og sem fyrr er almenningi gert að bera hinar auknu byrðar dýrtíðarinnar. Á sama tíma berast fregnir af vel útilátinni arðsemi fyrirtækja, sér í heildsala og flutningafyrirtækja og launum stjórnenda sem er í engum takti við laun almennra starfsmanna sömu fyrirtækja.

Lífeyrissjóðirnir okkar sem eru meðal stærstu eigenda stærstu fyrirtækja landsins, verða að draga mörk og setja fyrirtækjum í sinni eigu arðsemismarkmið og launastefnu fyrir stjórnendur. Lífeyrissjóðirnir geta ekki lengur skilað auðu í þessum efnum.

Mikilvægi stéttarfélaganna við að sporna gegn yfirburðastöðu valdhafa, sérhagsmunahópa og fyrirtækja verður seint metið að fullu. Líkt og réttindi launafólks, þá hefur verið barist fyrir hverjum einasta rétti neytenda. Og á stundum þurft að verjast, með kjafti og klóm, ágangi á þegar áunnin réttindi. Til að sókn og vörn neytendabaráttunnar haldi þurfa Neytendasamtökin að vera fjölmenn og öflug. Einungis þannig verður gengið til góðs, götuna fram eftir veg.

Megi gæfan gefa að samstarf stéttarfélaganna og samtaka neytenda haldi áfram um ókomna tíð okkur öllum til heilla.

Sterk neytendasamtök, eins og sterk verkalýðsfélög, eru allra hagur.

Réttlæti, jöfnuður, velferð!

Gleðilegan 1. maí!

 

Breki Karlsson

formaður Neytendasamtakanna