Við vinnum fyrir þig

Translate to

Sumarlokun

Skrifstofa Bárunnar, stéttarfélags verður lokuð dagana 31.07 – 04.08. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 8. ágúst.

 

The office will be closed from 31st of July until 4th of august. We will open again 8th of august at 8am.

Nýr kjarasamningur – leiðrétting vegna hagvaxtarauka í ræstingum

Taxtar fyrir tímamælda og flatarmælda ákvæðisvinnu í ræstingum hækka afturvirkt frá 1. apríl 2022 vegna hagvaxtaraukans. Um er að ræða atriði sem samið var um í nýjum samningi við ríkið, en þessi hópur hafði setið eftir hvað varðar launahækkanir frá 1. apríl í fyrra. Sjá nánar á bls. 1 og 2 í Kjarasamningi SGS og ríkisins.

Fyrir tímamælda ákvæðisvinnu í ræstingum frá kl. 08–20 mánudaga til föstudaga greiðist eftirfarandi tímakaup, sbr. gr. 1.6.1.1:

Frá 1. apríl 2022: 2.426,43 kr.

Frá 1. apríl 2023: 2.672,47 kr.

 

Fyrir tímamælda ákvæðisvinnu í ræstingum aðra tíma vikunnar, þó ekki kl. 00:00-08:00, greiðist eftirfarandi tímakaup, sbr. gr. 1.6.1.2:

Frá 1. apríl 2022: 2.927,24 kr.

Frá 1. apríl 2023: 3.224,06 kr.

 

Fyrir flatarmælda ákvæðisvinnu í ræstingum greiðist eftirfarandi, sbr. gr. 1.6.2.1:

Gólfræsting

Fiml.hús

Salerni

Frá 1. apríl 2022

 

592,26 kr.

513,48 kr.

667,73 kr.

 

Frá 1. apríl 2023

652,32 kr.

565,55 kr.

735,44 kr.

 

Sjá nýja kauptaxta SGS.

 

 

 

Nýr kjarasamningur við ríkið samþykktur

Atkvæðagreiðslu er lokið hjá 18 aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands, vegna nýs kjarasamnings SGS og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs sem undirritaður var 15. júní síðastliðinn. Rafræn atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna stóð yfir dagana 16.-21. júní. Á kjörskrá voru 1.418 manns og var kjörsókn 24,26%. Já sögðu 92,44%, nei sögðu 4,65% og 2,91% tóku ekki afstöðu.

Samningurinn var því samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta hjá þeim 18 aðildarfélögum sem eiga aðild að honum.

Eftirtalin félög eiga aðild að samningnum: AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélag Vesturlands, Stéttarfélagið Samstaða, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Verkalýðsfélag Þórshafnar, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélagið Hlíf.

Niðurstöður atkvæðagreiðslu

Kjarasamningur SGS og ríkisins 2023-2024

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og ríkisins

Sameiginleg rafræn atkvæðagreiðsla félagsmanna aðildarfélaga SGS sem starfa samkvæmt kjarasamningnum hefst 16. júní kl. 15:00 og lýkur 21. júní kl. 09:00.

Til að geta kosið þarf að hafa rafræn skilríki eða íslykil.

Við hvetjum þá sem eiga aðild að þessum samning að kynna sér hann og nýta sinn kosningarétt.

Kjóstu með því að smella hér

Hér er hægt að lesa nánar um þennan samning sem samningarnefnd Bárunnar, stéttarfélags telur reglulega góðan og gefur góða von um framhaldið á komandi kjarasamningsvetri.

Helstu atriði um kjarasamning SGS og ríkisins 2023-2024

 

Happdrætti Bárunnar, stéttarfélags

Kæri félagsmaður,

Við hjá Bárunni, stéttarfélagi erum ávallt að leita leiða til að bæta tengingu okkar við félagsmenn og erum við þessi misserin í sérstöku átaki til að bæta tengiliðaupplýsingar hjá okkar félagsmönnum. Þessar upplýsingar notum við til að geta átt í betri samskiptum við okkar félagsmenn Bárunnar, eins og til dæmis þegar kosið er um kjarasamninga og hvetja félagsmenn að sækja fundi félagsins ásamt almennri upplýsingagjöf. Mjög mikilvægt er fyrir starfsfólk Bárunnar að þessar upplýsingar séu réttar svo við getum náð á félagsmenn varðandi styrki úr sjúkrasjóð. Sjúkradagpeninga og einnig varðandi menntastyrki.

Við höfum unnið markvisst að því að safna þessum upplýsingum og viljum gera ennþá betur og hvetjum við því alla að fara inn á mínar síður og athuga hvort að allar upplýsingar séu réttar og leiðrétta ef þess þarf. Persónuverndarverndastefna Bárunnar var nýlega uppfærð og þurfa félagsmenn núna að samþykkja hana við innskráningu inn á mínar síður. Hægt er lesa persónuverndarstefnuna hér Persónuverndarstefna Bárunnar.

Þegar þú hefur skráð eða uppfært þínar tengiliðaupplýsingar geturðu tekið þátt í happdrætti Bárunnar þar sem vinningarnir eru ekki af verri endanum.

Smelltu hér til að fara á mínar síður

 

Vinningarnir eru:
1. 40.000 kr. peningagjafakort
2. Vikudvöl í sumarhúsi á vegum Bárunnar
3. Helgardvöl í sumarhúsi á vegum Bárunnar

Útilegu og veiðikort 2023

Útilegukortið og veiðikortið eru til sölu á skrifstofu Bárunnar að Austurvegi 56.

Greiða þarf með reiðufé eða millifærslu. Ekki er hægt að greiða með korti

 

Útilegukortið kostar 7.000kr

Veiðikortið kostar 4.300kr

Fréttabréf Bárunnar, stéttarfélags

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags

Aðalfundur Bárunnar var haldinn á Hótel Selfossi 15. maí síðasrtliðinn. Fundurinn var ágætlega sóttur og var farið yfir ýmis mál, má þar nefna: Skýrslu stjórnar, ársreikningur samþykktur og kemur hann inn á heimasíðuna innan skamms, svo voru einnig kynntar breytingar á úthlutunarreglum sjúkrasjóðs Bárunnar, stéttarfélags.

 

Breytingarnar sem gerðar voru á styrkjum sjúkrasjóðs Bárunnar eru eftirfarandi:

Meðferð hjá eftirfarandi aðilum: lögiltum sjúkraþjálfara, sjúkranuddara eða kírópraktor. Greitt er 50% af kostnaði að hámarki 5.000.-kr í fyrsta skipti, hámark 2.000.-kr í hvert skipti eftir það.Hámark 36 skipti á hverjum 12 mánuðum (óháð félagsgjaldi). Yfirlit meðferða verður að fylgja.“

breytt hámark úr kr. 2000 í 2.500 (hækkun). Skiptin fara úr 36 í 46.

 

Viðtal hjá sálfræðingi, geðhjúkrunarfræðingi, félags eða fjölskylduráðgjafa. Greitt er 50% af kostnaði að hámarki 7.000.- kr. 12 skipti á hverjum 12 mánuðum. Falli viðtal undir afsláttarkjör annarstaðar (t.d. Tryggingarstofnun) fellur rétturinn niður. Yfirlit meðferða verður að fylgja.“

Styrkur hækkaðuir úr kr. 7.000 í 10.000

 

Reglubundin krabbameinsskoðun endurgreiðist að fullu (óháð félagsgjaldi). Hámark  endurgreiðslu er 12.000 kr. á hverju 12 mánaða tímabili.

Krabbameinsskoðun hækkar úr kr. 12.000 í 18.000 á hverju 12 mánaða tímabili.

 

Kaup á gleraugum, linsum eða heyrnatæki. Greitt er 50% af kostnaði að hámarki 50.000.-  kr. Hægt er að sækja um styrkinn einu sinni á hverjum 36 mánuðum. Ef styrkur er ekki  fullnýttur má nýta hann innan þriggja ára.

Gleraugu og heyrnartæki. Hækka úr kr. 50.000 í 65.000.

 

Styrkur til líkamsræktar/ heilsueflingar er 50% af kostnaði þó að hámarki 50.000 á hverju almanaksári. Skilgreining á heilsueflingu er viðurkenndar íþróttagreinar samkvæmt ÍSÍ – Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (http://isi.is/um-isi/vidurkenndar-ithrottagreinar/) og fellur undir að vera æfinga og/eða aðildargjöld.

Styrkur hækkar úr kr. 50.000 í 55.000

 

Tannlæknakostnaður: Styrkur vegna tannlækninga er að hámarki kr. 20.000 á 12 mánaða tímabil.

Tannlæknakostnaður hækkar úr kr. 20.000 í 25.000.

 

Samanlagðir styrkir  er að hámarki 100.000,- kr. á hvern einstakling á 12 mánaða tímabili fyrir fullgreiðandi félagsmann og hlutfallslega ef það á við. Fæðingastyrkur, dánarbætur, útfararkostnaður eru óháðir öðrum styrkjum.

Samanlagðir styrkir hækka úr kr. 100.000 í 120.000

 

 

Tenging við félagsmenn

Við hjá Bárunni, stéttarfélagi erum ávallt að leita leiða til að bæta tengingu okkar við félagsmenn og erum við þessi misserin í sérstöku átaki til að bæta tengiliðaupplýsingar hjá okkar félagsmönnum. Þessar upplýsingar notum við til að geta átt í betri samskiptum við okkar félagsmenn Bárunnar, eins og til dæmis þegar kosið er um kjarasamninga og hvetja félagsmenn að sækja fundi félagsins ásamt almennri upplýsingagjöf. Mjög mikilvægt er fyrir starfsfólk Bárunnar að þessar upplýsingar séu réttar svo við getum náð á félagsmenn varðandi styrki úr sjúkrasjóð. Sjúkradagpeninga og einnig varðandi menntastyrki.

Við höfum unnið markvisst að því að safna þessum upplýsingum og viljum gera ennþá betur og hvetjum við því alla að fara inn á mínar síður og athuga hvort að allar upplýsingar séu réttar og leiðrétta ef þess þarf. Persónuverndarverndastefna Bárunnar var nýlega uppfærð og þurfa félagsmenn núna að samþykkja hana við innskráningu inn á mínar síður. Hægt er lesa persónuverndarstefnuna hér Persónuverndarstefna Bárunnar.

 

Við hvetjum alla okkar félagsmenn til að uppfæra sínar tengiliðaupplýsingar og taka þátt í happdrættinu.

 

 

 

Eru þínar tryggingar í lagi?

Í kjölfar undirritunar samnings Bárunnar, stéttarfélags og VÍS býðst félagsmönnum að fá tilboð í sínar tryggingar. Núverandi viðskiptavinir eru einnig hvattir til að heyra í VÍS til að yfirfara tryggingarnar sínar.

Það er skynsamlegt að yfirfara tryggingaverndina reglulega, til dæmis þegar breytingar verða á fjölskyldustærð, verðmæti innbús eða stærð húsnæðis.

Með því að fara inn á https://vis.is/baran-verkalydsfelag/ geta félagsmenn fyllt út form og ráðgjafar hafa samband í kjölfarið.

 

Orlofsuppbót 2023

Orlofsuppbót á að koma til greiðslu 1. júní hjá starfsfólki á almennum vinnumarkaði og hjá ríkinu.

  • Almenni samningur milli SGS og SA – 56.000 kr
  • Samningur f.h. Ríkissjóðs og SGS – 53.000 kr (ósamið)
  • Samingur SGS og Launanefndar sveitarfélaga – 54.350 kr
  • Samningur SA vegna Sólheima við Báruna, stéttarfélag – 53.000 kr (ósamið)
  • Skaftholt – 54.350 kr
  • Vinnustaðasamningur Mjólkurbús Flóamanna – 56.000 kr
  • Bændsamtök Íslands og SGS – 56.000 kr
  • Landsamband smábátaeigenda og SGS – 56.000 kr
  • Landsvirkjun og SGS – 149.400 kr

 

Hinn 1. júní ár hvert skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl næst á undan, fá greidda sérstaka eingreiðslu, orlofsuppbót, er miðast við fullt starf næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Hafi starfsmaður látið af störfum á orlofsárinu vegna aldurs eða eftir a.m.k. 3 mánaða/12 vikna samfellt starf á orlofsárinu, skal hann fá greidda orlofsuppbót hlutfallslega miðað við unninn tíma og starfshlutfall. Sama gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða vegna fæðingarorlofs.

 

 

 

Tilboð til félagsfólks

NTV skólinn í samstarfi við framkvæmdastjóra fræðslusjóðanna býður einstakt tilboð fyrir félagsfólk aðildarfélaga sjóðanna (innan Starfsgreinasambands Íslands og Sjómannasambands Íslands). Sjóðirnir eru Landsmennt, Sveitamennt, Ríkismennt og Sjómennt.

Tilboðið hljóðar upp á verulega lægri námskeiðsgjöld á tilteknum námslínum og félagsfólk getur átt möguleika á 80% endurgreiðslu hjá sínum starfsmenntasjóði. Tilboðið gildir nú í maí og júní.

Ekki láta þetta tækifæri renna hjá án þessa að kynna þér það vel. Námið er starfsmiðað og veitir diplóma fyrir þá sem sækjast eftir slíku og standa sig vel í náminu.  Félagsfólk sem skráir sig núna hefur 6 mánuði til að klára námið eða fram í nóvember/desember.

NTV skólinn gefur sig út fyrir að vera starfsmiðaðar og hagnýtar námsleiðir og hafa skapað mörgum tækifæri til að þróa sig í starfi og skapað sér ný tækifæri.Kynntu þér málið nánar  hér