Við vinnum fyrir þig

Translate to

YFIRLITSNÁMSKEIÐ UM LÍFEYRISKERFIÐ OG STARFSEMI LÍFEYRISSJÓÐA

UM NÁMSKEIÐIÐ

Tveggja daga yfirlitsnámskeið um íslenska lífeyriskerfið og starfsemi lífeyrissjóða. Farið er yfir helstu þætti er snerta hlutverk og starfsumhverfi þeirra, fjallað um réttindakerfið, lagaumhverfi sjóðanna, eignir og fjárfestingaheimildir auk þess sem rætt er um hlutverk stjórnarmanna og hæfi þeirra.

Námskeiðið er góður inngangur fyrir þá sem vilja kynna sér málaflokkinn og gagnast vel þeim sem áhuga hafa á stjórnarstörfum í lífeyrissjóðunum, tilvonandi stjórnarmönnum, starfsmönnum lífeyrissjóða, fulltrúaráðum lífeyrissjóða, starfs- og stjórnarmönnum stéttarfélaga, fulltrúum í lífeyrisnefndum félaga og öðrum þeim sem hafa áhuga á málefninu.

 

 

 

 

 

Námskeiðslýsing:

Fyrri dagur kl. 9:00 — 15:30

  • Lífeyriskerfið

Uppbygging, hugmyndafræði og hlutverk lífeyriskerfisins. Sögulegt ágrip, stjórnkerfi sjóðanna og tengsl við aðila vinnumarkaðarins. Lífeyrissjóðir í  þjóðhagslegu og alþjóðlegu samhengi.

  • Lagaumhverfi og eftirlit

Farið yfir löggjöf og regluverk sem gildir um starfsumhverfi lífeyrissjóða, þróun þess og tilgang. Fjallað um opinbert eftirlit með sjóðunum, markmið þess og framkvæmd. Rætt um innra eftirlit og tilgang þess.

  • Hlutverk, verkefni og ábyrgð stjórnarmanna í lífeyrissjóðum.

Fjallað um hlutverk og skyldur stjórnarmanna og helstu atriði er lúta að góðum stjórnarháttum. Farið yfir kröfur um almennt og faglegt hæfi stjórnarmanna lífeyrissjóða og fyrirkomulag við hæfismat.

Seinni dagur kl. 9:00 – 15:30

  • Lífeyrisréttindin

Yfirlit yfir réttindakerfi lífeyrissjóðanna og tengsl við almannatryggingakerfið.

  • Eignir og fjárfestingar

Eignir lífeyrissjóðanna skoðaðar og þróun á eignasafni sl. áratugi. Fjárfestingarheimildir og fjárfestingarstefna. Fjallað um mat á lífeyrisskuldbindingum og tryggingafræðilegri stöðu sjóðanna. Rætt um helstu þætti er varða reikningsskil og endurskoðun lífeyrissjóða.

Myndaniðurstaða fyrir lífeyrissjóður

UPPLÝSINGAR

  • Dagsetning: 05. mars – 06. mars 2020
  • Tími: 09:00 – 15:30
  • Staður: Guðrúnartún 1, 1. hæð (Bárubúð)
  • Verð: 80.000 kr.

LEIÐBEINENDUR

SKRÁNING HÉR Á ÞESSUM LINK AÐ NEÐAN   HTTPS//WWW.FELAGSMALASKOLI.IS/SKRANING/

 

Samkomulag við ríkið

Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins og Samninganefnd ríkisins náðu samkomulagi um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi í gær hjá ríkissáttasemjara.

Viðræður hafa staðið undanfarna mánuði og hefur m.a. verið að störfum vinnuhópur aðila á opinberum markaði um breytingar á fyrirkomulagi vaktavinnu. Endanlegar tillögur starfshóps liggja ekki fyrir. Þegar þær eru frágengnar kemur samninganefnd SGS saman og tekur samninginn til umræðu og afgreiðslu. Ekki er hægt að gefa neinar upplýsingar um einstök atriði samkomulagsins fyrr en að loknum fundi samninganefndar.

Páskaúthlutun orlofshúsa 2020

Báran, stéttarfélag auglýsir orlofshús félagsins á Flúðum, Grýluhrauni og á Akureyri laus til umsókna fyrir páskavikuna 8.- 15. apríl 2020. Umsóknarfrestur er til 24. febrúar nk. Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir 28. febrúar nk. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar í auglýsingu um páskaúthlutun á þessari síðu.

 

 

Samningur 17 SGS félaga við sveitarfélögin samþykktur

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning 17 aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir starfsmenn sveitarfélaga liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með miklum meirihluta.

Starfsgreinasambandið hélt utan um sameiginlega rafræna atkvæðagreiðslu meðal 16 félaga um nýjan samning, en AFL Starfsgreinafélag sá sjálft um sína atkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslan stóð yfir á tímabilinu 3. til 10. febrúar. Í heildina var kjörsókn 32,83%. Já sögðu 80,55% en nei sögðu 16,33%. 3,12% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 4.197 manns.

Samningurinn, sem undirritaður var 16. janúar síðastliðinn, er því samþykktur hjá eftirfarandi félögum: AFLi Starfsgreinafélagi, Öldunni stéttarfélagi, Bárunni stéttarfélagi, Drífandi stéttarfélagi, Einingu-Iðju, Framsýn stéttarfélagi, Stéttarfélagi Vesturlands, Stéttarfélaginu Samstöðu, Verkalýðsfélagi Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Verkalýðsfélagi Snæfellinga, Verkalýðsfélagi Suðurlands, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, Verkalýðsfélagi Þórshafnar, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélaginu Hlíf.

Átt þú eftir að kjósa? Kosningu lýkur kl. 12 á morgun

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við sveitarfélögin stendur nú yfir. Henni lýkur á morgun, sunnudaginn 9. febrúar kl. 12:00. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar nk. mánudag.

Hvernig á að greiða atkvæði?
Til að greiða atkvæði með rafrænum hætti smellir viðkomandi á hnappinn sem er hér hægra megin á heimasíðunni og skráir sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Eftir innskráningu birtist atkvæðaseðilinn og getur viðkomandi þá greitt atkvæði.

Tökum þátt og kjósum

Minnum félagsmenn sem starfa eftir kjarasamningi við sveitarfélögin á að kjósa sem fyrst.  Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjaraamning við sveitarfélögin  lýkur sunnudaginn 9. febrúar kl. 12:00.  Ef einhver þarfnast aðstoðar við kosningu þá þarf að hafa samband við skrifstofu félagsins fyrir klukkan 15.00 í dag (föstudag).

Átt þú eftir að kjósa?

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við sveitarfélögin stendur nú yfir. Henni lýkur sunnudaginn 9. febrúar kl. 12:00. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar mánudaginn 10. febrúar.

Hvernig á að greiða atkvæði?
Til að greiða atkvæði með rafrænum hætti smellir viðkomandi á hnappinn hér hægra megin á heimasíðunni og skráir sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Eftir innskráningu birtist atkvæðaseðilinn og getur viðkomandi þá greitt atkvæði.

Félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum eru eindregið hvattir til að nýta réttindi sín og greiða atkvæði.

Það er um að gera að hringja og hafa samband við skrifstofu Bárunnar í síma 480-5000 á morgun eða föstudag til að fá nánari upplýsingar eða aðstoð ef þess er þörf. Skrifstofan er opin frá 8.00 til 16.00 á morgun og frá 8.00 til klukkan 15.00 á föstudag. Við hvetjum félagsmenn að nýta sér atkvæðaréttinn og á að minna vinnufélaganna á að taka þátt.

Kosningahnappurinn er hægra megin á heimasíðunni.

Rafræn atkvæðagreiðsla hófst klukkan 12 í dag

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjaraamning við sveitarfélögin hófst í dag, mánudaginn 3. febrúar, kl. 12:00 og lýkur sunnudaginn 9. febrúar kl. 12:00. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar mánudaginn 10. febrúar.

Hvernig á að greiða atkvæði?
Til að greiða atkvæði með rafrænum hætti smellir viðkomandi á hnappinn hér til hægri og skráir sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Eftir innskráningu birtist atkvæðaseðilinn og getur viðkomandi þá greitt atkvæði. Einnig er hægt að kjósa með því að smella á linkinn hér fyrir neðan í þessari frétt.

 

Samið við Landsvirkjun

Starfsgreinasambandið og Landsvirkjun skrifuðu undir nýjan kjarasamning milli aðila í gær. Kjarasamningurinn byggir í meginatriðum á kjarasamningi milli SGS og Landsvirkjunar sem undirritaður var 3. apríl 2019.  Samningurinn nær til félagsmanna innan aðildarfélaga SGS sem starfa hjá Landsvirkjun vítt og breytt um landið.

Í samningnum er m.a. tekið á vinnutímastyttingu, ákvæðum um nám og námskeið og breytingum á launatöflu. Kynning á samningum fyrir félagsmönnum hefst nú þegar og að henni lokinni fer fram rafræn atkvæðagreiðsla. Atkvæðagreiðslu um samninginn skal lokið eigi síðan en 14. febrúar nk.

Á myndinni má sjá þegar samningurinn var undirritaður í gær. Talið frá vinstri; Elín Pálsdóttir, Landsvirkjun, Sturla Jóhann Hreinsson, Landsvirkjun, Halldóra S. Sveinsdóttir, Bárunni, Aðalsteinn Á. Baldursson, Framsýn, Kristín Sigfúsdóttir, trúnaðarmaður Búrfelli og Guðmundur Finnbogason, Samstöðu.