Við vinnum fyrir þig

Translate to

Pistill forseta ASÍ

Play er enginn leikur fyrir launafólk

Þegar ég byrjaði að vinna fyrir verkalýðshreyfinguna þá trúði ég því varla að á íslenskum vinnumarkaði væru hópar sem væri búið að svipta rödd sinni, þyrðu ekki að koma fram og greina frá aðstæðum sínum og væru kúgaðir til að vinna fyrir laun undir lágmarkslaunum. Síðan er ég reynslunni ríkari og hef ítrekað hitt fólk sem hefur ekki rödd og eina vonin er að stéttarfélögin leggi lið og ljái rödd og styrk, sem þau gera daglega.

Read more „Pistill forseta ASÍ“

Útreikningur veikindalauna vaktavinnufólks

Stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki á opinberum vinnumarkaði tók gildi þann 1. maí sl. Á sama tíma tóku í gildi fylgiskjal 2 hjá ríki, Reykjavíkurborg og Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og fylgiskjal 3 hjá sveitarfélögum . Við gildistökuna breyttist launamyndun vaktavinnufólks, t.d. fjölgar vaktaálagsflokkum og greiddur er sérstakur vaktahvati sem tekur mið af fjölbreytileika og fjölda vakta.

Read more „Útreikningur veikindalauna vaktavinnufólks“

Af hverju er greitt í stéttarfélag?

Það gætir ákveðins misskilnings á almennum vinnumarkaði um það hvort hægt sé að sleppa greiðslu iðgjalda í stéttarfélag eða hvort velja megi stéttarfélag eftir geðþótta þvert á félagssvæði og jafnvel kjarasamnninga.
Samkvæmt lögum nr. 55/1980 er atvinnurekendum skylt að halda eftir af launum starfsmanns iðgjaldi hans til viðkomandi stéttarfélags sem gert hefur kjarasamning um störf hans. Atvinnurekanda er einnig skv. lögunum skylt að skila til stéttarfélagsins gjöldum í fræðslusjóð, sjúkrasjóð og orlofssjóð.

Read more „Af hverju er greitt í stéttarfélag?“

Hlaðvarp ASÍ

Fræðslumál í aðdraganda kosninga

Alþýðusamband Íslands hefur sett fram áherslupunkta í aðdraganda alþingiskosninga 2021. Af því tilefni kynnir ASÍ röð þátta í hlaðvarpi þar sem starfsmenn samtakanna ræða málin við einstaklinga með innsýn í málefnin og stöðuna í stjórnmálunum. Í þessum þætti ræðir Eyrún Björk Valsdóttir, sviðsstjóri hjá ASÍ, við Ingibjörgu Elsu Guðmundsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um menntamál.

Smelltu hér til að hlusta 

Fleiri þættir  

Reiknivél SGS

Það er mikið hagsmunamál fyrir launafólk að geta farið yfir með tiltölulega einföldum hætti hvort laun og aðrar greiðslur séu í samræmi við kjarasamninga, þ.e. kannað hvort þeirra launaseðill sé réttur.

Starfsgreinasambandið, fyrir hönd allra sinna aðildarfélaga, er með  reiknivél þar sem félagsmenn geta nýtt sér til að reikna út laun sín, kannað hvort launaseðlar þeirra séu réttir og annað það sem snertir margvíslegar greiðslur.

Leitast hefur verið við að hafa reiknivélina eins einfalda í notkun og kostur er og má því búast við að hún nái ekki utan um öll möguleg tilfelli.

 

Reiknivél SGS

Fréttabréf Bárunnar

Kæri félagi

 

 

 

Af hverju er greitt í stéttarfélag?

Mikill misskilningur er á almennum vinnumarkaði um það hvort hægt sé að sleppa greiðslu iðgjalda í stéttarfélag eða hvort velja megi stéttarfélag eftir geðþótta þvert á félagssvæði og jafnvel kjarasamninga. Samkvæmt lögum nr. 55/1980 er atvinnurekendum skylt að halda eftir af launum starfsmanns iðgjaldi hans til viðkomandi stéttarfélags samkvæmt þeim reglum, sem kjarasamningar greina og greiða í fræðslusjóði, sjúkrasjóði og orlofssjóði viðkomandi stéttarfélaga iðgjöld þau sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um hverju sinni og samkvæmt þeim reglum sem kjarasamningar greina.

Read more „Fréttabréf Bárunnar“

Afhending lykla að íbúð Bárunnar í Sóltúni

Athugið. Frá 1 september þurfa leigjendur að íbúð Bárunnar í Sóltúni Rvk. að ná í lyklanna á opnunartíma skrifstofu félagsins 8:00-16:00 að Austurvegi 56, 3 hæð.

Please note! From 01/09/21 people renting the apartment in Sóltún 28, Reykjavík need to pick up the keys in the reception of our office on Austurvegur 56, third floor which is open 08:00 – 16:00 mon-fri.

Uwaga. Od 1 września najemcy mieszkania związków zawodowych Báran przy ul. Sóltún w Rvk. będą musieli odbierać klucze w biurze związków przy Austurvegur 56, 3 piętro w godzinach otwarcia biura 8:00-16:00.