Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fleiri og meiri afslættir

 

Starfsmenn Þjónustuskrifstofu, hafa nú um skeið verið í sambandi við fjölda fyrirtækja í því skyni að fá afslætti og sérkjör fyrir félagsmenn sína í Verslunarmannafélagi Suðurlands og Bárunnar, stéttarfélags.

Lauslega áætlað þá hefur verið haft samband við um áttatíu fyrirtæki í hinum ýmsu greinum á félagssvæðinu svo sem ferðaþjónustu, bílgreinum, afþreyingu og veitingum.

Í stutt máli sagt þá hafa viðtökur þessara fyrirtækja verið framar öllum vonum. Langflest hafa fallist á að veita afslætti og sum verulega  en sum fyrirtæki eiga þó erfiðara með það en önnur vegna eðlis starfsemi sinnar og er það skiljanlegt. Þó þótti rétt að reyna við þau líka og var greinilegur áhugi á þessari tillögu okkar  og ekki að vita hvernig það þróast á næsta ári eða árum.

Vænta má með að á nýju félags- og afsláttarskírteini verði á bilinu 60 – 70 fyrirtæki sem, veita afslætti eða bjóða félagsmönnum önnur sérkjör, gegn framvísun félagsskírteinis.

Tilgangur þessa framtaks er af tvennum toga, annarsvegar er þetta viðleitni félaganna að létta undir með félagsmönnum sínum en ekki síður að viðhalda eða auka atvinnu á svæðinu með öflugri verslun og þjónustu.

Við hvetjum fólk eindregið til að nýta sér þá afslætti sem í boði eru og munum að hver spöruð króna léttir róðurinn.

Fyrirtækin láta okkar fólk njóta afsláttarkjara, látum fyrirtæki í heimabyggð njóta viðskipta okkar, það er beggja hagur.

Fundur í samninganefnd

Fundur samninganefndar Bárunnar, stéttafélags var haldinn 14. janúar sl. samninganefnd er skipuð stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins.  Á fundinum var farið yfir stöðuna í samningamálum nú þegar komið er að endurskoðun forsenduákæða. Þungt var í fólki og ljóst að enginn er ánægður með hvernig mál standa nú um mundir. Miklar umræður sköpuðust um stöðuna og töluverður hiti í fólki. Niðurstaða fundarins var að samningum skuli ekki sagt upp en að samningstími skuli styttur. Fundurinn sendi frá sér eftirfarandi ályktun:

Báran, stéttarfélag á Selfossi tekur undir með Samtökum Atvinnulífsins.

Fundur samninganefndar Bárunnar, stéttarfélags Selfossi tekur undir með Samtökum atvinnulífsins að nauðsynlegt sé að “samningsaðilar hefji nú þegar vinnu vegna næstu kjarasamninga sem þarf að felast í mótun á sameiginlegri sýn á getu atvinnulífsins og samfélagsins til launahækkana og aukins kaupmáttar á næstu árum“.

Launafólkið í landinu hefur sýnt mikið æðruleysi í öllum þeim ólgusjó verðbólgu, verðhækkana og skattahækkana sem dunið hafa yfir síðustu misseri án nokkurs samráðs við launafólk.

Í ljósi þeirrar staðreyndar að aftur og aftur hefur orðið forsendubrestur og samningsmarkmið hafa ekki náðst telur félagið að ekki verði lengur við unað.

Samninganefnd Bárunnar, stéttarfélags skorar á Samtök atvinnulífsins að koma á móts við launamenn þessa lands og stytta samningstímann í gildandi kjarasamningum frá 5. maí 2011 – 30. september 2013.

Opnunartími skrifstofunnar

Þjónustuskrifstofa stéttarfélaganna á Suðurlandi  verður opin 27. og 28.desember.  Við opnum eftir áramót þann 2. janúar kl. 08.00.

27 og 28. desember eru skrifstofurnar opnar frá kl.08.00 – 16.00.

 

Starfsfólk skrifstofanna sendir félagsmönnum og fjölskyldum

þeirra jóla og hátíðarkveðjur.

 

Þór, Þórunn, Hugrún og Hjalti

Jólakveðja

 

 

Starfsfólk Bárunnar, stéttarfélags óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra, gleðilegra jóla með þökkum fyrir samstarfið á liðnu ári.

Við vonum að nýtt ár beri með sér ný tækifæri til sóknar í átt að bættum kjörum í sátt og samlyndi.

Halldóra, Þór, Hjalti, Þórunn og Hugrún

Starfsfólk í fæðingarorlofi á rétt á desemberuppbót

Nokkuð hefur borið á því að starfsfólk í fæðingarorlofi hafi ekki fengið desemberuppbót. Sökum þessa vill Báran, stéttarfélag vekja athygli á að í flestum kjarasamningum er kveðið á um að eftir eins árs starf teljist fjarvistir vegna lögbundins fæðingarorlofs til starfstíma við útreikning desemberuppbótar.

Desemberuppbót skal greiða ekki síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi í fyrstu viku í desember.

Félagsmenn í fæðingarorlofi eru beðnir að athuga hvort desemberuppbót hafi ekki örugglega skilað sér fyrir 15. desember sl.

Sé svo ekki er rétt að hafa samband við vinnuveitanda eða skrifstofu stéttarfélagsins.

Félagsmenn athugið!

Þjónustuskrifstofa stéttarfélaganna á Suðurlandi verður lokuð frá kl. 14:00 í dag vegna jólagleði starfsmanna. Opið verður með eðlilegum hætti, 08:00 til 16:00, á morgun föstudag.

Laun um jólin

Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki álag á stórhátíðum, en þeir jóladagar sem eru stórhátíðir teljast:

aðfangadagur eftir kl. 12,

jóladagur,

gamlársdagur eftir kl. 12,

nýársdagur.

Annar í jólum telst auk þess almennur frídagur. Öll vinna á stórhátíðardögum greiðist með tímakaupi, sem er 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Fyrir yfirvinnu á öðrum frídögum skal greiða 80% álag á dagvinnutímakaup eða 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Í vaktavinnu skal greiða 55% vaktaálag á sérstökum frídögum en 90% vaktaálag á stórhátíðardögum samkvæmt samningi við ríki og sveitarfélög.

Frá Sjúkrasjóði

Greiddir verða styrkir og sjúkradagpeningar úr sjúkrasjóði þ. 21. desember nk.

Síðustu forvöð til að skila inn gögnum er til kl. 16:00 miðvikudaginn 19. desember

Þær umsóknir sem berst eftir það munu verða greiddar út í lok janúar.

Þeir sem sótt hafa um styrki eru beðnir um að fylgjast með hvort greiðsla berst. Upplýsingar um styrki veita Hugrún eða Halldóra í s. 480 5000 eða gegnum netfangið baran@baran.is

 

Starfsfólk í matvælaframleiðslu á Norðurlöndum bera saman bækur

Tekið af vef Starfsgreinasambands Íslands:

NU-LIVS (Heildarsamtök stéttarfélaga á Norðurlöndunum á sviði matvælagreina) héldu ráðstefnu um kjaramál í Stokkhólmi 14.-16. nóvember síðastliðinn. Halldóra S. Sveinsdóttir formaður Bárunnar er stjórnarkona í samtökunum en auk hennar sótti Drífa Snædal framkvæmdastjóri fundinn fyrir hönd SGS.

Tilgangur ráðstefnunnar var að greina sameiginleg vandamál í matvælaframleiðslugreinum og finna leiðir til að vinna úr þeim. Ljóst var að Ísland sker sig töluvert úr hópnum þar sem samkeppni í matvælaframleislu er ekki jafn mikil og við búum við öðruvísi lagaumhverfi sem gerir til dæmis starfsmannaleigum erfiðara fyrir að skjóta rótum í atvinnulífinu. Read more „Starfsfólk í matvælaframleiðslu á Norðurlöndum bera saman bækur“