Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fróðleg ráðstefna um ræstingar.

Starfsgreinasamband Íslands hélt ráðstefnu um ræstingar að Sætúni 1 í Reykjavík þriðjudaginn 20. nóvember sl.

Mæting var góð og fjölmörg erindi flutt sem vöktu mikla athygli. Merkilegust erindin komu þó frá tveim fulltrúum Bárunnar, þeim Jóhönnu Guðmundsdóttur, ræstingarkonu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Kristrúnu Agnarsdóttur, þjónustustjóra hjá ISS Ísland. Þær ræddu um stöðuna í ræstingarmálum, launakjör, starfssaðstöðu og ekki síst, framtíðarsýn sína. Óhætt er að segja að framlag þeirra vakti mikla athygli og greinilegt að fundarmenn höfðu mikið gagn af því að heyra raddir fólksins sem er að vinna við þessi störf. Það mátti heyra af fjölmörgum spurningum sem að þeim var beint eftir erindin. Einnig höfðu framsögu tveir forsvarsmenn stærstu hreingerningafyrirtækjanna á markaðnum. Það voru Guðmundur Guðmundsson, forstjóri ISS Ísland og Ari Þórðarson, framkvæmdarstjóri Hreint ehf. Read more „Fróðleg ráðstefna um ræstingar.“

Kjarasamningsbrot og svört atvinnustarfsemi skaða ferðaþjónustuna

Eftirfarandi er tekið af heimasíðu Starfsgreinasambands Íslands:

 

Á sama tíma og fréttir berast af metfjölda erlendra ferðamanna til Íslands árið 2012 er ástæða til að hafa áhyggjur af fjölgun kjarasamningsbrota og undanskota í ferðaþjónustu. Þessi hegðun sem sést meðal ferðaþjónustu- fyrirtækja setur svartan blett á atvinnugreinina og kemur í veg fyrir að hæft fólk vilji starfa í greininni. Þar að auki torvelda slík vinnubrögð þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem vilja standa rétt og vel að málum og reka sína starfsemi samkvæmt gildandi reglum á vinnumarkaði. Það er til mikils að vinna að þessi vaxtabroddur í íslensku atvinnulífi sé byggður á heiðarleika og ferðamannaiðnaðurinn leggi sitt af mörkum til samneyslunnar.

Á formannafundi Starfsgreinasambands Íslands í sumar voru málefni ferðþjónustunnar til umfjöllunar. Á fundinum lýstu formenn aðildarfélaganna verulegum áhyggjum af hversu algengt það er að starfsfólk í greininni sé svikið um rétt launakjör og önnur kjarasamningsbundin réttindi. Fjölmörg verkalýðsfélög hafa ályktað í þessa veru auk þess sem vandinn var til umfjöllunar á nýliðnu þingi ASÍ.

 

Við lok háannatímans í ferðaþjónustu hefur aðildarfélögum SGS borist fjöldi ábendinga um brot á kjarasamningum starfsfólks í ferðaþjónustu ásamt alvarlegum félagslegum brotum. Því miður virðast sumir atvinnurekendur í ferðaþjónustu telja sig geta brotið kjarasamninga gagnvart starfsfólki auk þess að fara ekki að lögum varðandi skattaskil og samkeppnishætti. Aðildarfélög SGS eru með fjölmörg innheimtumál í gangi gagnvart ferðaþjónustufyrirtækjum. En allt of algengt er að starfsfólki í ferðaþjónustu séu greidd laun undir umsömdum lágmarkskjörum. Þá eru ákvæði um lágmarkshvíldartíma brotin, yfirvinnu- og vaktaálög ekki greidd eða iðgjöldum til stéttarfélaga og lífeyrissjóða ekki skilað. Þar fyrir utan virðist það algengt að starfsfólki sé boðin svört vinna með tilheyrandi skerðingu réttinda. Að sama skapi eru engin gjöld eða skattar greiddir af svartri vinnu. Read more „Kjarasamningsbrot og svört atvinnustarfsemi skaða ferðaþjónustuna“

Nýr framkvæmdarstjóri starfsgreinasambandsins í heimsókn

Nýr framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands kom í heimsókn á skrifstofu Bárunnar, stéttarfélags í gær 8. október.

Nýr framkvæmdarstjóri er Drífa Snædal sem tók við starfi 17. september sl. Með henni í för var annar nýr starfsmaður Starfsgreinasambandsins, Árni Steinar Stefánsson.

Drífa hefur mikla þekkingu og reynslu af félagsmálstörfum og er með meistaragráðu í vinnurétti frá Háskólanum í Lundi.

Árni kemur frá Vinnumálastofnun þar sem hann hefur starfað undanfarin ár sem ráðgjafi og sérfræðingur.

Drífa og Árni hafa verið á ferð um landið síðustu vikur og heimsótt skrifstofur aðildarfélaga til að kynna sig og ekki síður, til að kynna sér það mikla starf sem unnið er á vegum aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands.

Báran, stéttarfélag bíður Drífu og Árna velkominn til starfa og lítur björtum augum til framtíðar í samstarfi við þau.

Kaup og kjör í landbúnaði

Í september 2011 undirrituðu Starfsgreinasamband Íslands og Bændasamtök Íslands sér kjarasamning sem gildir 1. júní 2011 til 31. janúar 2014. SGS vill benda á að umræddur kjarasamningur hefur lagalegt gildi varðandi lágmarkslaun í þeim störfum sem samningurinn fjallar um og á það einnig við um þá sem ekki eiga aðild að stéttarfélagi. Jafnframt skal bent á að lög nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda gilda um störf í landbúnaði sem og önnur sem samið hefur verið um.

  Read more „Kaup og kjör í landbúnaði“

Ámælisverð vinnubrögð útgerðarmanna

Undanfarna daga hafa nokkrir útgerðarmenn haldið fundi með starfsfólki sínu vegna þeirrar ólögmætu vinnustöðvunar sem LÍÚ boðaði til. Fulltrúum stéttarfélaga hefur verið meinaður aðgangur að þessum fundum þegar þeir ætluðu að gæta að því að ekki væri verið hóta starfsfólki ef það fylgdi ekki útgerðinni að málum. Hafa verður í huga að við núverandi aðstæður á vinnumarkaði hafa starfsmenn engan annann valkost en að taka undir með sínum atvinnurekanda af ótta við hugsanlegar afleiðingar.

Ef þetta eru vinnubrögðin sem tíðkast hjá íslenskum útgerðum um þessar mundir, er gróflega brotið gegn þeim reglum sem gilda um samskipti atvinnurekenda og starfsmanna annars vegar og atvinnurekenda og stéttarfélaga hins vegar. Slík vinnubrögð verða ekki liðin.

Í fjórðu grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur segir:

Atvinnurekendum, verkstjórum og öðrum trúnaðarmönnum atvinnurekenda er óheimilt að reyna að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir verkamanna sinna, afstöðu þeirra og afskipti af stéttar- eða stjórnmálafélögum eða vinnudeilum með:
a. uppsögn úr vinnu eða hótunum um slíka uppsögn,
b. fjárgreiðslum, loforðum um hagnað eða neitunum á réttmætum greiðslum.

ASÍ telur að framganga útgerðarmanna í þessu máli vinni algerlega gegn því markmiði að ná fram mikilvægum breytingum á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða.

 

Vegna stéttarfélagsaðildar

Báran, stéttarfélag og Verslunarmannafélag Suðurlands hafa sent yfir eitt þúsund fyrirtækjum og stofnunum á félagssvæðum sínum bréf þar sem vakin er athygli á réttri stéttarfélagsaðild starfsfólks.    Rétt stéttarfélagsaðild er mikilvæg fyrir launafólk . Nokkuð ber á því að atvinnurekendur séu ekki að greiða iðgjöld til réttra stéttafélaga. Þetta veldur fyrst og fremst launamönnum vandræðum og jafnvel skaða.

Read more „Vegna stéttarfélagsaðildar“

Vegna aðalfundar

Uppstillingarnefnd Bárunnar, stéttarfélags hefur tekið til starfa samkvæmt lögum sem samþykkt voru á aðalfundi 2011

Nefndin leggur fram lista til stjórnar og ráða Bárunnar.

Listar liggja frammi til kynningar á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Austurvegi 56, Selfossi.

Lýst er eftir framboðum eða tillögum um frambjóðendur fyrir aðalfund 2012. Kosið skal um formann og tvo meðstjórnendur auk þriggja varamanna.

Read more „Vegna aðalfundar“