Við vinnum fyrir þig

Translate to

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og ríkisins

Sameiginleg rafræn atkvæðagreiðsla félagsmanna aðildarfélaga SGS sem starfa samkvæmt kjarasamningnum hefst 16. júní kl. 15:00 og lýkur 21. júní kl. 09:00.

Til að geta kosið þarf að hafa rafræn skilríki eða íslykil.

Við hvetjum þá sem eiga aðild að þessum samning að kynna sér hann og nýta sinn kosningarétt.

Kjóstu með því að smella hér

Hér er hægt að lesa nánar um þennan samning sem samningarnefnd Bárunnar, stéttarfélags telur reglulega góðan og gefur góða von um framhaldið á komandi kjarasamningsvetri.

Helstu atriði um kjarasamning SGS og ríkisins 2023-2024

 

Happdrætti Bárunnar, stéttarfélags

Kæri félagsmaður,

Við hjá Bárunni, stéttarfélagi erum ávallt að leita leiða til að bæta tengingu okkar við félagsmenn og erum við þessi misserin í sérstöku átaki til að bæta tengiliðaupplýsingar hjá okkar félagsmönnum. Þessar upplýsingar notum við til að geta átt í betri samskiptum við okkar félagsmenn Bárunnar, eins og til dæmis þegar kosið er um kjarasamninga og hvetja félagsmenn að sækja fundi félagsins ásamt almennri upplýsingagjöf. Mjög mikilvægt er fyrir starfsfólk Bárunnar að þessar upplýsingar séu réttar svo við getum náð á félagsmenn varðandi styrki úr sjúkrasjóð. Sjúkradagpeninga og einnig varðandi menntastyrki.

Við höfum unnið markvisst að því að safna þessum upplýsingum og viljum gera ennþá betur og hvetjum við því alla að fara inn á mínar síður og athuga hvort að allar upplýsingar séu réttar og leiðrétta ef þess þarf. Persónuverndarverndastefna Bárunnar var nýlega uppfærð og þurfa félagsmenn núna að samþykkja hana við innskráningu inn á mínar síður. Hægt er lesa persónuverndarstefnuna hér Persónuverndarstefna Bárunnar.

Þegar þú hefur skráð eða uppfært þínar tengiliðaupplýsingar geturðu tekið þátt í happdrætti Bárunnar þar sem vinningarnir eru ekki af verri endanum.

Smelltu hér til að fara á mínar síður

 

Vinningarnir eru:
1. 40.000 kr. peningagjafakort
2. Vikudvöl í sumarhúsi á vegum Bárunnar
3. Helgardvöl í sumarhúsi á vegum Bárunnar

Útilegu og veiðikort 2023

Útilegukortið og veiðikortið eru til sölu á skrifstofu Bárunnar að Austurvegi 56.

Greiða þarf með reiðufé eða millifærslu. Ekki er hægt að greiða með korti

 

Útilegukortið kostar 7.000kr

Veiðikortið kostar 4.300kr

Fréttabréf Bárunnar, stéttarfélags

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags

Aðalfundur Bárunnar var haldinn á Hótel Selfossi 15. maí síðasrtliðinn. Fundurinn var ágætlega sóttur og var farið yfir ýmis mál, má þar nefna: Skýrslu stjórnar, ársreikningur samþykktur og kemur hann inn á heimasíðuna innan skamms, svo voru einnig kynntar breytingar á úthlutunarreglum sjúkrasjóðs Bárunnar, stéttarfélags.

 

Breytingarnar sem gerðar voru á styrkjum sjúkrasjóðs Bárunnar eru eftirfarandi:

Meðferð hjá eftirfarandi aðilum: lögiltum sjúkraþjálfara, sjúkranuddara eða kírópraktor. Greitt er 50% af kostnaði að hámarki 5.000.-kr í fyrsta skipti, hámark 2.000.-kr í hvert skipti eftir það.Hámark 36 skipti á hverjum 12 mánuðum (óháð félagsgjaldi). Yfirlit meðferða verður að fylgja.“

breytt hámark úr kr. 2000 í 2.500 (hækkun). Skiptin fara úr 36 í 46.

 

Viðtal hjá sálfræðingi, geðhjúkrunarfræðingi, félags eða fjölskylduráðgjafa. Greitt er 50% af kostnaði að hámarki 7.000.- kr. 12 skipti á hverjum 12 mánuðum. Falli viðtal undir afsláttarkjör annarstaðar (t.d. Tryggingarstofnun) fellur rétturinn niður. Yfirlit meðferða verður að fylgja.“

Styrkur hækkaðuir úr kr. 7.000 í 10.000

 

Reglubundin krabbameinsskoðun endurgreiðist að fullu (óháð félagsgjaldi). Hámark  endurgreiðslu er 12.000 kr. á hverju 12 mánaða tímabili.

Krabbameinsskoðun hækkar úr kr. 12.000 í 18.000 á hverju 12 mánaða tímabili.

 

Kaup á gleraugum, linsum eða heyrnatæki. Greitt er 50% af kostnaði að hámarki 50.000.-  kr. Hægt er að sækja um styrkinn einu sinni á hverjum 36 mánuðum. Ef styrkur er ekki  fullnýttur má nýta hann innan þriggja ára.

Gleraugu og heyrnartæki. Hækka úr kr. 50.000 í 65.000.

 

Styrkur til líkamsræktar/ heilsueflingar er 50% af kostnaði þó að hámarki 50.000 á hverju almanaksári. Skilgreining á heilsueflingu er viðurkenndar íþróttagreinar samkvæmt ÍSÍ – Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (http://isi.is/um-isi/vidurkenndar-ithrottagreinar/) og fellur undir að vera æfinga og/eða aðildargjöld.

Styrkur hækkar úr kr. 50.000 í 55.000

 

Tannlæknakostnaður: Styrkur vegna tannlækninga er að hámarki kr. 20.000 á 12 mánaða tímabil.

Tannlæknakostnaður hækkar úr kr. 20.000 í 25.000.

 

Samanlagðir styrkir  er að hámarki 100.000,- kr. á hvern einstakling á 12 mánaða tímabili fyrir fullgreiðandi félagsmann og hlutfallslega ef það á við. Fæðingastyrkur, dánarbætur, útfararkostnaður eru óháðir öðrum styrkjum.

Samanlagðir styrkir hækka úr kr. 100.000 í 120.000

 

 

Tenging við félagsmenn

Við hjá Bárunni, stéttarfélagi erum ávallt að leita leiða til að bæta tengingu okkar við félagsmenn og erum við þessi misserin í sérstöku átaki til að bæta tengiliðaupplýsingar hjá okkar félagsmönnum. Þessar upplýsingar notum við til að geta átt í betri samskiptum við okkar félagsmenn Bárunnar, eins og til dæmis þegar kosið er um kjarasamninga og hvetja félagsmenn að sækja fundi félagsins ásamt almennri upplýsingagjöf. Mjög mikilvægt er fyrir starfsfólk Bárunnar að þessar upplýsingar séu réttar svo við getum náð á félagsmenn varðandi styrki úr sjúkrasjóð. Sjúkradagpeninga og einnig varðandi menntastyrki.

Við höfum unnið markvisst að því að safna þessum upplýsingum og viljum gera ennþá betur og hvetjum við því alla að fara inn á mínar síður og athuga hvort að allar upplýsingar séu réttar og leiðrétta ef þess þarf. Persónuverndarverndastefna Bárunnar var nýlega uppfærð og þurfa félagsmenn núna að samþykkja hana við innskráningu inn á mínar síður. Hægt er lesa persónuverndarstefnuna hér Persónuverndarstefna Bárunnar.

 

Við hvetjum alla okkar félagsmenn til að uppfæra sínar tengiliðaupplýsingar og taka þátt í happdrættinu.

 

 

 

Eru þínar tryggingar í lagi?

Í kjölfar undirritunar samnings Bárunnar, stéttarfélags og VÍS býðst félagsmönnum að fá tilboð í sínar tryggingar. Núverandi viðskiptavinir eru einnig hvattir til að heyra í VÍS til að yfirfara tryggingarnar sínar.

Það er skynsamlegt að yfirfara tryggingaverndina reglulega, til dæmis þegar breytingar verða á fjölskyldustærð, verðmæti innbús eða stærð húsnæðis.

Með því að fara inn á https://vis.is/baran-verkalydsfelag/ geta félagsmenn fyllt út form og ráðgjafar hafa samband í kjölfarið.

 

Orlofsuppbót 2023

Orlofsuppbót á að koma til greiðslu 1. júní hjá starfsfólki á almennum vinnumarkaði og hjá ríkinu.

  • Almenni samningur milli SGS og SA – 56.000 kr
  • Samningur f.h. Ríkissjóðs og SGS – 53.000 kr (ósamið)
  • Samingur SGS og Launanefndar sveitarfélaga – 54.350 kr
  • Samningur SA vegna Sólheima við Báruna, stéttarfélag – 53.000 kr (ósamið)
  • Skaftholt – 54.350 kr
  • Vinnustaðasamningur Mjólkurbús Flóamanna – 56.000 kr
  • Bændsamtök Íslands og SGS – 56.000 kr
  • Landsamband smábátaeigenda og SGS – 56.000 kr
  • Landsvirkjun og SGS – 149.400 kr

 

Hinn 1. júní ár hvert skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl næst á undan, fá greidda sérstaka eingreiðslu, orlofsuppbót, er miðast við fullt starf næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Hafi starfsmaður látið af störfum á orlofsárinu vegna aldurs eða eftir a.m.k. 3 mánaða/12 vikna samfellt starf á orlofsárinu, skal hann fá greidda orlofsuppbót hlutfallslega miðað við unninn tíma og starfshlutfall. Sama gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða vegna fæðingarorlofs.

 

 

 

Fordæma uppsagnir og framkvæmd þeirra hjá Sveitarfélaginu Árborg.

Í lok apríl sl. fékk fjöldi starfsmanna afhent uppsagnarbréf á ískaldan hátt frá Sveitarfélaginu Árborg. Misjafnt var hvernig uppsögnum var háttað. Dæmi voru um að starfsfólk var látið bíða í röð eftir að mæta í viðtalsherbergi þar sem þeir sem voru á undan komu út gjörsamlega niðurbrotnir. Í einhverjum tilfellum mættu fulltrúar inn á stofnanir og sáu um framkvæmd uppsagna án þess að hafa hitt viðkomandi áður. Eina sem var í boði á þessari niðurlægjandi stund voru einhverjar kennslustundir ráðgjafafyrirtækis í að leita að vinnu.

 

Báran, stéttarfélag og Foss stéttarfélag í almannaþjónustu mótmæla harðlega framkvæmd uppsagna starfsmanna Sveitarfélagsins Árborgar. Íbúum er mjög brugðið og ekki er séð fyrir endann á því hvað það eru margir sem koma til með að missa vinnuna. Sveitarfélögin bera ákveðnar skyldur gagnvart íbúum og samfélaginu. Hvaða áhrif mun þetta hafa á þær skyldur.

Þetta er kunnuglegt stef hjá Sveitarfélaginu Árborg því ekki er langt síðan að uppsagnir á ræstingafólki áttu að hagræða verulega í rekstri. Stéttarfélögin lýsa áhyggjum sínum yfir því að þetta bitni fyrst og fremst á

  • Konum
  • Lágtekjuhópum
  • Þjónustuþegum
  • Þjónustu almennt

Þetta eru kaldar kveðjur frá bæjarstjórn og vægast sagt lítilsvirðing fyrir störfum þessara hópa sem starfað hafa af heilum hug. Því miður virðast gömul sannindi vera að raungerast enn og aftur með því að segja þeim upp sem lægst hafa launin þegar spara þarf fjármuni, en hlífa þeim sem hæstu launin hafa. Félögin skora á bæjarstjórn að finna aðrar leiðir til hagræðingar og draga uppsagnir hjá fyrrgreindum hópum til baka. Ímynd Sveitarfélagsins Árborgar hefur orðið fyrir álitshnekk.

Það má draga þá ályktun að það sé gott að búa í Árborg á meðan þú þarft ekki á þjónustu sveitarfélagsins að halda.

 

Selfossi 08.05.2023

f.h Bárunnar, stéttarfélags                                          f.h Foss stéttarfélags í almannaþjónustu

Halldóra Sigr. Sveinsdóttir Formaður                        Árný Erla Bjarnadóttir formaður

Páskafundur trúnaðarmanna

Páskafundur trúnaðarmanna Bárunnar var haldinn 28.03.2023 í vinnustofu Bankans.

Mætingin var mjög góð og var dagskráin frá 13:00 til 19:00.

Halldór Oddsson lögfræðingur ASÍ fór yfir nýliðnar kjaradeilur sem var mjög áhugavert. Kom hann með nokkur dómafordæmi varðandi verkföll og miðlunartillögur og fleira skemmtilegt. Næst kom svo Guðrún Margrét Guðmundsdóttir sem er sérfræðingur ASÍ í málefnum innflytjenda og í jafnréttismálum. Hún var með mjög svo áhugaverðan fyrirlestur um jafréttisbaráttuna og stöðu kvenna á vinnumarkaði. Ákveðið var að breyta til og fá atvinnurekanda til að fara yfir vinnutímastyttinguna og kom Bergsteinn forstjóri Set og fór yfir útfærslu þeirra á vinnutímastyttingunni sem hefur vakið mikla lukku meðal starfsmanna og því ber að fagna. Þór Hreinsson skrifstofustjóri Bárunnar og Fjóla Pétursdóttir lögfræðingur fóru yfir helstu fyrirspurnir og þau mál sem koma inn á borð Bárunnar og var áhugavert að sjá hvaða mál það voru og hvernig unnið er að þeim. Halldóra formaður fór svo yfir stöðuna í kjaramálum en nú eru ríki og sveitarfélög í samningslotum og fór hún yfir stöðuna þar og einnig yfir sögu Bárunnar. Loks fór hún Marta okkar yfir námsstyrkina og orlofskosti Bárunnar. Miklar og skemmtilegart umræður sköpuðust og má með sanni segja að dagurinn hafi heppnast mjög vel. Allir voru svo leystir út með páskaeggi.

 

Báran leggur mikið uppúr því að vera í góðum tengslum við trúnaðarmenn félagsins og er þessi fundur partur af því. Hann er haldinn árlega ásamt jólafundinum og þykir okkur ákaflega vænt um þessa hefð og hvetjum við ávallt alla okkar trúnaðarmenn að mæta á þessa fundi og mynda góða tengingu og njóta góðrar fræðslu.

 

Tillaga Uppstillingarnefndar til aðalfundar Bárunnar, stéttarfélags 15. maí 2023

Uppstillingarnefnd Bárunnar, stéttarfélags hefur sent frá sér tillögu að lista samkvæmt lögum sem samþykkt voru á aðalfundi 2017. Nefndin leggur fram tillögu til lista til stjórnar og nefnda Bárunnar. Listi uppstillingarnefndar liggur frammi til tilkynningar hjá Bárunni, stéttarfélagi á Austurvegi 56, Selfossi, frá og með föstudeginum 31. mars 2023.

Á aðalfundi Bárunnar 2023 skal kosið í stjórn um varaformann og þrjá meðstjórnendur og þrjá í varastjórn. Úthlutunarnefnd vinnudeilasjóðs (3 aðalmenn og 2 varamenn), uppstillingarnefnd (3 aðalmenn og 1 varamann), kjörstjórn (2 aðalskoðunarmenn og 1 varamaður). Siðanefnd (3 aðalmenn og 2 varamenn).

Frestur til að bjóða sig fram eða bera fram aðrar tillögur til uppstillingarnefndar er til og með 30. apríl 2023.

 

Niðurstaða fundar uppstillingarnefndar haldinn miðvikudaginn 15. mars 2023

 

Tillaga Uppstillingarnefndar til aðalfundar Bárunnar, stéttarfélags 15. maí 2023

 

 

Stjórn og nefndir Bárunnar, stéttarfélags fyrir aðalfund 2023

 

Varaformaður (annað hvert ár)

Örn Bragi Tryggvason

Meðstjórendur (annað hvert ár)

Ingvar Garðarsson

Magnús Ragnar Magnússon

Helga Sigríður Flosadóttir

Varastjórn (kosið á hverju ári)

Hildur Guðjónsdóttir

Sylwia Konieczna

Hugborg Guðmundsdóttir

 

Úthlutunarnefnd vinnudeilusjóðs: (fyrir hvern aðalfund)

Halldóra Sigr. Sveinsdóttir

Sigrún Sigurðardóttir

Sylwia Katarzyna Konieczna

Til vara:

Jóhanna Guðmundsdóttir

Alexander Örn Ingason

 

Kjörstjórn, Bárunnar stéttarfélags (fyrir hvern aðalfund)

Bryndís Rósantsdóttir

Jóhannes Sigurðsson

Til vara:

Egill Valdimarsson

Halldóra Sigr. Sveinsdóttir

 

Uppstillingarnefnd, Bárunnar stéttarfélags (fyrir hvern aðalfund)

Kristín Sigfúsdóttir

Sigrún Sigurðardóttir

Jóhanna Guðmundsdóttir

Til vara:

Heiðar Már Guðnason

 

Skoðunarmenn reikninga:

Þorleifur Sívertsen

Soffía Sigurðardóttir

Til vara:

Mateuz Michal Kuc

 

Siðanefnd (annað hvert ár, 2023)

Oddur Ástráðsson formaður

Kristín Sigfúsdóttir

Egill Valdimarsson

Til vara:

Sigurlaug Ósk Reimarsdóttir

Heiðar Már Guðnason