Við vinnum fyrir þig

Translate to

Greiðslur úr félagsmannasjóð

Kæri félagsmaður,

Í síðasta kjarasamningi við sveitarfélögin var samið um og stofnaður sérstakur félagsmannasjóður. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og verður greitt úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert. Grein 13.8 í samningi Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga fjallar um félagsmannasjóðinn.

Frá því sjóðurinn var stofnaður hefur Starfsgreinasambandið haldið utan um starfsemi sjóðsins og greiðslur félagsmanna því farið til sambandsins. Sambandið hefur einnig séð um að greiða úr sjóðnum ár hvert. Ákveðið var í byrjun september að  Starfsgreinasambandið hætti að sjá um þetta og að hvert félag eigi að sjá um sjóðinn fyrir sína félagsmenn. Því mun Báran, stéttarfélag sjá um þessar greiðslur til sinna félagsmanna.

 

Til að hægt sé að greiða úr sjóðnum biðjum við þig að skrá þig inn á ,,mínar síður“ á heimasíðu Bárunnar.

Þar á forsíðunni sérðu flipa sem heitir ,,skoða mínar upplýsingar“ þú smellir á hann og uppfærir þær upplýsingar sem þar koma fram.

Bankaupplýsingar þurfa að vera réttar ásamt netfangi og símanúmeri.

 

Kjarasamningar samþykktir

Kjarasamningur á almenna vinnumarkaðnum sem skrifað var undir þann 3.desember sl. var samþykktur með rúmlega 86% greiddra atkvæða hjá félagsmönnum Bárunnar, stéttarfélags. Nýji samningurinn tekur við að fyrri samningi eða frá og með 1. nóvember 2022. Kæru félagar, til hamingju.

Félagsfundur Bárunnar, nýr kjarasamningur

Félagsfundur Bárunnar verður haldinn fimmtudaginn 15. desember að Austurvegi 56 klukkan 17:00 þar sem farið verður yfir nýja kjarasamninginn sem var undirritaður þann 3. desember og hvað það þýðir fyrir launafólk ef hann verður samþykktur. Við hvetjum sem flesta til að mæta.

Kynning á nýjum kjarasamningi SGS og SA

Nýr kjarasamningur  Starfsgreinasamband Íslands (SGS) við Samtök atvinnulífsins (SA) var undirritaður þann 3. desember og voru aðildarfélögin að honum 17 talsins, þ.á.m. Báran, stéttarfélag. Þessi kjarasamningur felur í sér breytingar og viðbætur við aðalkjarasaminga aðildarfélaga SGS. Að mati samningsaðila styður samningurinn við kaupmátt launa auk þess að veita heimilum og fyrirtækjum fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum. Samningurinn geti þannig byggt unndir stöðugleika og skapað forsendur fyrir langtímasamningi.

Gildistími samningsins er frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024. Allar umsamdar hækkanir gilda þannig fra 1. nóvember síðastliðnum og koma til greiðslu með desememberlaunum verði samningurinn samþykktur. Í skammtímasamningi er viðræðum um önnur atriði en launalið frestað.

 

Kosið verður um samninginn frá 9. desember til 19. desember og hvetjum við alla til að kjósa eftir sinni sannfæringu.

Kosið verður rafrænt á heimasíðu Bárunnar.

 

Hér er hægt að skoða nýja kauptaxtana

 

Hér fyrir neðan verður farið yfir helstu atriði í grófum dráttum.

 

Kjarasamningur SGS og SA 2022_English

Kjarasamningur SGS og SA 2022_Polish

 

Hækkun launa

 • Þann 1. nóvember 2022 hækka mánaðarlaun þeirra sem ekki taka laun eftir taxta um 33.000 kr.
 • Kauptaxtar hækka sérstaklega um að lágmarki 35.000 kr.
 • Með hækkun 1. nóvember 2022 hefur hagvaxtarauka sem koma átti til greiðslu 1. maí 2023, verið flýtt um sex mánuði og að fullu efndur

 

Desmerber- og oflofsuppbætur

Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár í fullu starfi:

 • Fyrir árið 2023 verður hún 103.000 kr.
 • Var 98.000 kr árið 2022

Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1. maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er:

 • Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2023 verður hún 56.000 kr.
 • er 53.000 kr. á yfirstandandi tímabili

 

 

 

Á þessum launatöflum sést hversu umfangsmiklar hækkaninar eru:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dæmi um hækkanir

Almennt iðnverkafólk í launaflokki 4

 • 1 árs taxti áður: 369.049 kr.
 • 1 árs taxti nú: 406.257 kr
 • Hækkun: 37.208 kr eða 10,08%

Almennt iðverkafólk í launaflokki 4

 • 5 árs taxti áður: 372.761 kr.
 • 5 árs taxti nú: 420.598 kr
 • Hækkun: 47.837 kr eða 12,83%

 

Almennt fiskvinnlsufólk í launaflokki 5

 • 1 árs taxti áður: 370.891 kr.
 • 1 árs taxti nú: 408.614 kr
 • Hækkun: 37.723 kr eða 10,17%

Almennt fiskvinnlsufólk í launaflokki 5

 • 5 árs taxti áður: 374.658 kr.
 • 5 árs taxti nú: 423.038 kr
 • Hækkun: 48.380 kr eða 12,91%

 

Almennir byggingaverkamenn í launaflokki 6

 • 1 árs taxti áður: 372.761 kr.
 • 1 árs taxti nú: 410.984 kr
 • Hækkun: 38.223 kr eða 10,25%

Almennir byggingaverkamenn í launaflokki 6

 • 5 árs taxti áður: 376.584 kr.
 • 5 árs taxti nú: 425.491 kr
 • Hækkun: 48.907 kr eða 12,99%

 

Hópferðabílstjórar í launaflokki 17

 • 1 árs taxti áður: 396.398 kr.
 • 1 árs taxti nú: 437.978 kr
 • Hækkun: 41.580 kr eða 10,49%

Hópferðabílstjórar í launaflokki 17

 • 5 árs taxti áður: 401.180 kr.
 • 5 árs taxti nú: 453.439 kr
 • Hækkun: 52.259 kr eða 13,03%

Jólafundur trúnaðarráðs Bárunnar

Samninganefnd/trúnaðarráð Bárunnar, stéttarfélags fundaði þann 7.desember vegna kjarasamnings SGS og SA sem undirritaður var þann 3. desember sl. Báran, stéttarfélag er eitt af 17 félögum sem undirritaði samninginn. Samninganefnd félagsins var ánægð með þessa niðurstöður í skammtímasamningi og fer kjarasamningurinn í rafræna atkvæðagreiðslu sem fer fram 9. -19 desember. Samninganefnd félagsins hvetur félagsmenn sem starfa á almennum markaði að taka afstöðu og greiða atkvæði um samninginn. Kosningahnappur verður á heimsíðu félagsins www.baran.is einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu félagsins og fá aðstoð.

Allt kynningarefni vegna samningsins verður á www.baran.is. Ef félagsmenn óska eftir kynningarfundi inn á sinn vinnustað endilega hafið samband í síma 480-5000 eða sendið tölvupóst á halldora@baran.is.

 

Almennur kynningarfundur verður í húsnæði félagsins að Austurvegi 56 15. desember kl. 17:00.

 

 • Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35.000 kr. Frá 1. nóvember skv. nýrri launatöflu. Samningurinn felur í sér lagfæringu á launatöflu sem gerir það að verkum að hækkun getur orðið allt að 52.000 á mánuði.
 • Mánaðarlaun (laun þeirra sem ekki eru á kauptöxtum) hækka um 33.000 frá 1. nóvember.
 • Kjaratengdir liðir hækka um 5.0% frá 1. nóvember.
 • Bónusar og akkorð í fiskvinnslu hækka um 8% sem mun skila fiskvinnslufólki á bilinu 8.000-34.000 kr. hækkun á mánuði.
 • Desemberuppbót á árinu 2023 verður 103.000 kr. miðað við fullt starf.
 • Orlofsuppbót miðað við fullt starf verður 56.000 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2023.
 • Hagvaxtaraukinn sem átti að koma til greiðslu 1. maí 2023 verður flýtt og verður hann að fullu efndur með hækkun 1. nóvember sem mun skila ávinningi sem nemur 78.000 eða 5.200 á mánuði á samningstímanum.

Fréttabréf Bárunnar

Rafræn félagsskírteini

Það gleður okkur sérstaklega að nú er hægt að sækja sér rafrænt félagskírteini inn á mínun síðum. Þar efst kemur flipi sem smellt er á til að sækja skírteinið.

Ef þú ert með Android verður þú að niðurhala í símann þinn SmartWallet. Síðan getur þú einfaldlega opnað myndavélina inni í appinu og skannað QR kóðann.

Ef þú ert með Apple getur þú notað Apple Wallet sem er þegar í símanum þínum. Einfaldlega opnaðu myndavélina á símanum þínum og skannaðu QR kóðann.

 

Fréttir af kjaramálum

Kjarasamningar á almennum markaði voru lausir þann 1. nóvember sl. Það voru 17 félög af 19 sem afhentu Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) umboð til kjarasamningsgerðar. Stéttarfélag Vesturlands og Efling eru þau tvö félög sem afhentu ekki umboðið. Hvert félag fyrir sig gerði kjarakannanir og síðan afhenti SGS í júní fyrir hönd félaganna kröfugerðina Samtökum atvinnulífsins. Kröfugerðir eru alltaf lagðar fram með fyrirvara um breytingar. Nú eru ýmis teikn á lofti í efnahgslífinu og erfitt að spá fyrir um framhaldið. Ágætur gangur hefur verið í viðræðum sem þó hafa verið erfiðar.  það á að reyna að gera tilraun til þess að semja um skammtímasamning vegna óvissunar sem er framundan. Það er búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara sem þýðir að það er komin verkstjórn í verkefnið og bjartsýnasta fólk vonar að nýr kjarasamningur líti dagsins ljós fyrir jól

 

Fékkst þú desemberuppót?

Báran  hvetur félagsfólk sitt til að skoða launaseðla sína vel og athuga hvort að desemberuppbót hafi ekki verið greidd.

En miðað við 100% starf er uppbótin sem hér segir:

Almenni samningur milli SGS og SA – 98.000kr

Samningur f.h. Ríkissjóðs og SGS – 98.000kr

Samningur SGS og Launanefndar sveitarfélaga – 124.750kr

Samningur SA vegna Sólheima við Báruna, stéttarfélags – 98.000kr

Kjarasamningur milli Bárunnar, stéttarfélags og Skaftholts – 124.750kr

Vinnustaðasamningur Mjólkurbús Flóamanna – 98.000kr

Bændasamtök íslands og SGS – 98.000kr

Landsamband smábátaeigenda og SGS – 98.000kr

Landsvirkjun og SGS – 142.226kr

Kjarasamningur SGS og NPS miðstöðvarinnar – 98.000kr

Á að markaðsvæða stéttarfélögin?

Fundur  trúnaðarráðs Bárunnar, stéttarfélags sem haldinn var 24.10 2022 fordæmir frumvarp til laga um félagafrelsi á vinnumarkaði, lagt fram af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, annarra en ráðherra og forseta þingsins. Trúnaðarráði þykir furðu sæta í byrjun kjarasamningsviðræðna að fá þessa köldu gusu framan í launafólk.

Gildissvið frumvarpsins er allur vinnumarkaðurinn, og er því frumvarpinu ætlað að ná til bæði almenns og opinbers vinnumarkaðs.

Yfirlýst markmið frumvarpsins er að tryggja félagafrelsi á vinnumarkaði, nánar tiltekið neikvætt félagafrelsi, þar sem stéttarfélög eiga að vera á „félagsmannaveiðum“ .

Tilgangur stéttarfélaganna er að sameina launafólk, vinna að sameiginlegum hagsmunum launafólks, gæta réttar launafólks í hvívetna og vinna að fræðslu og menningarmálum.

Næði þetta frumvarp fram að ganga yrði það gróf aðför að launafólki, starfsemi stéttarfélaga og vinnumarkaðsmódelinu sem hefur verið góð sátt um á Íslandi og  aðrar þjóðir hafa horft til með virðingu.

Báran, stéttarfélags skorar á þingheim að hafna slíkri aðför að launafólki og minnir á að launafólk eru kjósendur þeirra.

Selfossi 25.10 2022

f.h. Trúnaðarráðs Bárunnar, stéttarfélags

Halldóra Sigr. Sveinsdóttir formaður.