Fréttabréf Bárunnar – Júní 2024
Aðaldundur
Aðalfundur Bárunnar var haldinn í Tryggvaskála á Selfossi miðvikudaginn 15.maí
Fundarstjóri var Soffía Sigurðardóttir og fundarritari var Fjóla Pétursdóttir.
Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður fór yfir skýrslu stjórnar. Helstu atriði starfsársins 2023 - 2024 voru lesin yfir og er hægt að segja að árið hafi verið viðburðaríkt.
Því næst fór Valgerður Kjartansdóttir endurskoðandi félagsins yfir ársreikning félagsins.
Þá var komið að kosningi stjórnar og í aðrar nefndir en tillaga uppstillingarnefndar var samþykkt þar sem ekki bárust aðrar tillögur.
Arndís Soffía Sigurðardóttir kom og kynnti fyrir okkur verkefnið Öruggara Suðurland.
Við þökkum öllum þeim sem mættu á fundinn og komu að honum kærlega fyrir.
Breyting á reglugerð og úthlutunarreglum Sjúkrasjóðs
Samþykkt var á aðalfundi að breyta reglugerð sjúkrasjóðs en breytingarnar snéru aðallega að því að færa hana nær nútímanum eftir mikla tæknivæðingu félagsins undanfarin ár.
Einnig var sett inn ný grein vegna samþykktar Alþýðusambandsins um réttindaflutning á milli aðildarfélaga.
Ný ákvæði reglugerðar sjúkrasjóðs
Þetta er gert til þess að tryggja rétt fólks þegar það skiptir um félag. Við fögnum þessu og hlökkum til að útfæra þetta á skilvirkan máta.
Stjórn sjúkrasjóðs samþykkti einnig breytingar á úthlutunarreglum sjóðsins sem að tók gildi þann 1.júní síðastliðinn. Breytingarnar eru annarsvegar það sama og var gert í reglugerð sjúkrasjóðs. En einnig bætt við þau gögn sem þarf að skila
“ Til viðbótar þarf að skila staðfestingu á greiðslu reiknings t.d. úr íslenskum heimabanka eða greiðslukvittun frá viðkomandi fyrirtæki. Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.“
Nýir orlofshúsakostir og breytt verðskrá
Báran, stéttarfélag hefur fest kaup á þrem nýjum eignum undanfarið og þar með stórbætt framboð af orlofshúsakostum félagsmanna til muna.
Glæný íbúð í Borgartúni 24 er að verða klár, glæsileg íbúð á frábærum stað sem kemur í leigu á næstu vikum. Tvö sumarhús í Grímsnesi sem má segja að séu í lúxusflokki, og kemur annað þeirra í leigu á næstu vikum og hitt í ágúst. Auglýst verður sérstaklega þegar þau verða komin inn á orlofsvef Bárunnar.
Leiguverð á orlofshúsakostum Bárunnar er með því lægsta sem þekkist en ákveðið var að hækka lítilega leiguna. Hækkunin tekur gildi 1. september. En búið er að opna fyrir september.