Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fékkst þú hagvaxtarauka?

Forsendunefnd ASÍ og SA hefur ákveðið að hagvaxtaraukinn komi til greiðslu 1. maí líkt og kveðið er á um í samningum. Launataxtar munu hækka um 10.500 kr. og almenn laun um 7.875 kr. frá 1. apríl og koma til greiðslu 1. maí. Samkvæmt Lífskjarasamningnum kemur hagvaxtarauki til framkvæmdar ef landsframleiðsla (að raunvirði) á hvern íbúa …

Góð stemning í kröfugöngu á 1. maí

Loksins eftir tveggja ára bið var farin kröfuganga á 1. maí. Lagt var af stað héðan frá Austurvegi 56 með Lúðrasveit Verkalýðsins í fararbroddi og haldið var á Hótel selfoss þar sem veisluhöldin fóru fram. Flosi Eiríksson framkvæmdarstjóri Starfsgreinasambandsins og Jóhannes Torfi Torfason fulltrúi unga fólksins og nemi við Menntaskólann á Laugarvatni héldu ræðu. Guðrún …

Ályktun frá trúnaðarráði Bárunnar, stéttarfélags.

Báran, stéttarfélag harmar þá stöðu sem launafólk innan ASÍ hefur orðið vitni að vegna átaka innan hreyfingarinnar (ASÍ) þar sem ráðist hefur verið að starfsfólki hreyfingarinnar, forseta ASÍ og fleirum og vegið að grundvallarréttindum launafólks. Trúnaðarráð Bárunnar, fordæmir þá ósvífnu og óskiljanlegu ákvörðun Baráttulista stjórnar Eflingar að segja öllu starfsfólki á skrifstofu félagsins upp störfum. …

Frá uppstillingarnefnd

Tillaga uppstillingarnefndar til aðalfundar Bárunnar, stéttarfélags 16. maí 2022 Stjórn og nefndir Bárunnar stéttarfélags fyrir aðalfund 2022 Formaður (annað hvert ár): Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Meðstjórnendur (annað hvert ár): Jón Þröstur Jóhannesson Ragnhildur Eiríksdóttir Varastjórn (kosið á hverju ári): 1. Hildur Guðjónsdóttir 2. Hjalti Tómasson 3. Sylwia Konieczna Stjórn sjúkrasjóðs (annað hvert ár, kosið 2022) Halldóra …

Kvennaráðstefna ASÍ 2022

Kvennaráðstefna ASÍ „Fitjum upp á nýtt“ var haldin dagana 7. og 8. apríl síðastliðinn undir yfirskriftinni „Örugg afkoma og velferð kvenna“. Meginmarkmið ráðstefnunnar var að efla tengslanet kvenna og styrkja konur til meiri áhrifa innan verkalýðshreyfingarinnar. Í fyrsta sinn í 106 ára sögu Alþýðusambandsins er kvennaráðstefnan haldin undir forystu kvenforseta. Í karllægri verkalýðshreyfingu skiptir máli …

Fréttabréf Bárunnar

Páskafundur trúnaðarmanna var haldinn mánudaginn 4. apríl á Hótel Selfoss þar sem trúnaðarmenn og stjórn félagsins komu saman og var farið yfir ýmis mál. Arnaldur Sölvi Kristjánsson hagfræðingur ASÍ hélt fyrirlestur um kjaramál og horfurnar í þeim efnum. Halldór Oddson lögfræðingur ASÍ fór yfir ógnir og tækifæri hjá samninganefndum og Fjóla Pétursdóttir lögfræðingur var með …

Föst störf hornsteinn norrænnar velferðar

Norræna verkalýðshreyfingin leggur þunga áherslu á að fastráðningar í full störf verði hin almenna regla í heilbrigðis- og umönnunargeiranum á Norðurlöndum. Þetta er ein meginniðurstaða nýrrar skýrslu sem SAMAK, samstarfsnefnd alþýðusambanda og jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum, hefur sent frá sér. Í skýrslunni kemur fram að hlutfall fólks í hlutastörfum í umönnunar- og heilbrigðisgeiranum er hæst á …

Verðlagseftirlit ASÍ

Verð á matvöru í Iceland að meðaltali 38% hærra en lægsta verð Í verðkönnun ASÍ á matvöru og páskaeggjum sem framkvæmd þann 29. mars mældist mikill munur á verði milli verslana. Þannig var yfir 60% munur á hæsta og lægsta verði á 28 vörum af 141 í matvörukönnuninni, 40-60% verðmunur á 30 vörum og 30-40% …

Trúnaðarmannanámskeið Stéttarfélaganna

Daganna 28-29. mars var haldið trúnaðarmannanámskeið hér hjá Bárunni þar sem trúnaðarmenn Bárunnar og Verkalýðsfélags Suðurlands mættu og var farið yfir margskonar efni. Má þar nefna samksipti á vinnustað og var lögð áherlsa á mikilvægi góðra samskipta. Skoðuð var mismunandi framkoma og áhrif hennar á okkur og aðra, nemendur fengu að kynnast afleiðingum langvarandi slæmra …

Laun hækka vegna hagvaxtarauka

Laun hækka vegna hagvaxtarauka Forsendunefnd ASÍ og SA sem starfar samkvæmt kjarasamningum hefur hist og rætt hagvaxtarauka kjarasamninga. Líkt og greint var frá nýverið (https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/almennar-frettir/nytt-manadaryfirlit-hagvaxtaraukinn-virkjast/) jókst landsframleiðsla á mann um 2,53% á síðasta ári. Þetta hefur þá þýðingu að hagvaxtarauki kjarasamninga hefur virkjast í fjórða þrepi. Forsendunefnd ASÍ og SA hefur ákveðið að hagvaxtaraukinn komi …