Við vinnum fyrir þig

Translate to

Nýr samningur við Landsvirkjun samþykktur

Starfsgreinasambandið og Landsvirkjun skrifuðu undir nýjan kjarasamning þann 5. apríl síðastliðinn, en um er að ræða samning sem nær til félagsmanna innan aðildarfélaga SGS sem starfa hjá Landsvirkjun vítt og breitt um landið. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024 og byggir á kjarasamningi SGS og SA sem undirritaður var 3. desember síðastliðinn.

Með kjarasamningnum fylgir ný launatafla sem gildir frá 1. nóvember 2022. Kjaratengdir liðir kjarasamningsins hækka um 5% frá 1. nóvember 2022 og þá taka desember- og orlofsuppbætur einnig hækkunum. Desemberuppbót miðað við fullt starf verður 149.400 kr. á árinu 2023 og orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2023 verður 149.400 kr. m.v. fullt starf.

Samningurinn fór í rafræna atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem stóð yfir dagana 13. til 20. apríl þar sem samningurinn var samþykktur af öllum þeim sem greiddu atkvæði.

Kjarasamningur SGS og Landsvirkjunar 2022-2024.

 

Frétt fengin af heimasíðu SGS.

Mynd fengin af vefsíðu Landsvirkjunar.

Páskafundur trúnaðarmanna

Páskafundur trúnaðarmanna Bárunnar var haldinn 28.03.2023 í vinnustofu Bankans.

Mætingin var mjög góð og var dagskráin frá 13:00 til 19:00.

Halldór Oddsson lögfræðingur ASÍ fór yfir nýliðnar kjaradeilur sem var mjög áhugavert. Kom hann með nokkur dómafordæmi varðandi verkföll og miðlunartillögur og fleira skemmtilegt. Næst kom svo Guðrún Margrét Guðmundsdóttir sem er sérfræðingur ASÍ í málefnum innflytjenda og í jafnréttismálum. Hún var með mjög svo áhugaverðan fyrirlestur um jafréttisbaráttuna og stöðu kvenna á vinnumarkaði. Ákveðið var að breyta til og fá atvinnurekanda til að fara yfir vinnutímastyttinguna og kom Bergsteinn forstjóri Set og fór yfir útfærslu þeirra á vinnutímastyttingunni sem hefur vakið mikla lukku meðal starfsmanna og því ber að fagna. Þór Hreinsson skrifstofustjóri Bárunnar og Fjóla Pétursdóttir lögfræðingur fóru yfir helstu fyrirspurnir og þau mál sem koma inn á borð Bárunnar og var áhugavert að sjá hvaða mál það voru og hvernig unnið er að þeim. Halldóra formaður fór svo yfir stöðuna í kjaramálum en nú eru ríki og sveitarfélög í samningslotum og fór hún yfir stöðuna þar og einnig yfir sögu Bárunnar. Loks fór hún Marta okkar yfir námsstyrkina og orlofskosti Bárunnar. Miklar og skemmtilegart umræður sköpuðust og má með sanni segja að dagurinn hafi heppnast mjög vel. Allir voru svo leystir út með páskaeggi.

 

Báran leggur mikið uppúr því að vera í góðum tengslum við trúnaðarmenn félagsins og er þessi fundur partur af því. Hann er haldinn árlega ásamt jólafundinum og þykir okkur ákaflega vænt um þessa hefð og hvetjum við ávallt alla okkar trúnaðarmenn að mæta á þessa fundi og mynda góða tengingu og njóta góðrar fræðslu.

 

Tillaga Uppstillingarnefndar til aðalfundar Bárunnar, stéttarfélags 15. maí 2023

Uppstillingarnefnd Bárunnar, stéttarfélags hefur sent frá sér tillögu að lista samkvæmt lögum sem samþykkt voru á aðalfundi 2017. Nefndin leggur fram tillögu til lista til stjórnar og nefnda Bárunnar. Listi uppstillingarnefndar liggur frammi til tilkynningar hjá Bárunni, stéttarfélagi á Austurvegi 56, Selfossi, frá og með föstudeginum 31. mars 2023.

Á aðalfundi Bárunnar 2023 skal kosið í stjórn um varaformann og þrjá meðstjórnendur og þrjá í varastjórn. Úthlutunarnefnd vinnudeilasjóðs (3 aðalmenn og 2 varamenn), uppstillingarnefnd (3 aðalmenn og 1 varamann), kjörstjórn (2 aðalskoðunarmenn og 1 varamaður). Siðanefnd (3 aðalmenn og 2 varamenn).

Frestur til að bjóða sig fram eða bera fram aðrar tillögur til uppstillingarnefndar er til og með 30. apríl 2023.

 

Niðurstaða fundar uppstillingarnefndar haldinn miðvikudaginn 15. mars 2023

 

Tillaga Uppstillingarnefndar til aðalfundar Bárunnar, stéttarfélags 15. maí 2023

 

 

Stjórn og nefndir Bárunnar, stéttarfélags fyrir aðalfund 2023

 

Varaformaður (annað hvert ár)

Örn Bragi Tryggvason

Meðstjórendur (annað hvert ár)

Ingvar Garðarsson

Magnús Ragnar Magnússon

Helga Sigríður Flosadóttir

Varastjórn (kosið á hverju ári)

Hildur Guðjónsdóttir

Sylwia Konieczna

Hugborg Guðmundsdóttir

 

Úthlutunarnefnd vinnudeilusjóðs: (fyrir hvern aðalfund)

Halldóra Sigr. Sveinsdóttir

Sigrún Sigurðardóttir

Sylwia Katarzyna Konieczna

Til vara:

Jóhanna Guðmundsdóttir

Alexander Örn Ingason

 

Kjörstjórn, Bárunnar stéttarfélags (fyrir hvern aðalfund)

Bryndís Rósantsdóttir

Jóhannes Sigurðsson

Til vara:

Egill Valdimarsson

Halldóra Sigr. Sveinsdóttir

 

Uppstillingarnefnd, Bárunnar stéttarfélags (fyrir hvern aðalfund)

Kristín Sigfúsdóttir

Sigrún Sigurðardóttir

Jóhanna Guðmundsdóttir

Til vara:

Heiðar Már Guðnason

 

Skoðunarmenn reikninga:

Þorleifur Sívertsen

Soffía Sigurðardóttir

Til vara:

Mateuz Michal Kuc

 

Siðanefnd (annað hvert ár, 2023)

Oddur Ástráðsson formaður

Kristín Sigfúsdóttir

Egill Valdimarsson

Til vara:

Sigurlaug Ósk Reimarsdóttir

Heiðar Már Guðnason

 

 

 

 

 

Úthlutun orlofshúsa Bárunnar, stéttarfélags fyrir sumarið 2023

Báran, stéttarfélag auglýsir orlofshús félagsins í Grýluhrauni 9, við Þverlág 2 og 6 á Flúðum, Borgarbyggð 12

 í Svignaskarði (skiptibústaður) og íbúð á Akureyri (Ásatún 12) til leigu sumarið 2023 fyrir félagsmenn.

Umsóknarfrestur er frá 23. febrúar til 8. mars nk.

Sótt er um á  Orlofssíðu Bárunnar, hægt er að fá aðstoð við umsóknarferlið á skrifstofu félagsins að Austurvegi 56, 800 Selfoss eða í síma 480 5000.

Allir félagsmenn geta sótt um, það er eingöngu punktastaða umsækjenda sem ræður niðurstöðu úthlutunar.

Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir þann 10. mars nk.

 1. mars kl. 10:00 lýkur greiðslufresti þeirra sem hafa fengið úthlutað. 17. mars kl. 11:00 verða ógreiddar og óúthlutaðar vikur opnar á orlofsvefnum og gildir þá „fyrstur kemur fyrstur fær“.

Öllum umsóknum verður svarað.

Verð á vikudvöl í bústöðunum og fyrir íbúð á Akureyri er 22.000 kr.

Vikuleigan á Flúðum, í Grýluhrauni og Svignaskarði er frá fimmtudegi til fimmtudags.

Vikuleigan á Akureyri er frá miðvikudegi til miðvikudags.

Tímabilin eru:

Þverlág 2 og 6, Grýluhrauni 9, Borgarbyggð 12 –  frá 01.06.2023 til 31.08.2023.

Akureyri, –  frá 31.05.2023 til 30.08.2023.

Íbúðinni í Sóltúni 28, Reykjavík, verður ekki úthlutað heldur verður hún í sveigjanlegri leigu eins og ávallt.

 

Staða launafólks á Íslandi – Taktu þátt í könnun

Kæru félagar

 

English and polish below

 

Nú þurfum við hjá Báran, stéttarfélag á ykkar hjálp að halda. Við viljum biðja ykkur að taka þátt í könnun um stöðu ykkar. Það tekur stuttan tíma og allir sem vilja komast í pott og geta unnið 40.000 króna gjafakort.

 

Könnunin er á vegum Vörðu – Rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins og er nú lögð fyrir þriðja árið í röð. Könnunin er mikilvægur liður í upplýsingaöflun um stöðuna á vinnumarkaði, sér í lagi varðandi fjárhagsstöðu og heilsu. Niðurstöður hennar munu hjálpa okkur við að greina stöðu launafólks á Íslandi og berjast fyrir betri lífsskilyrðum.

 

Það tekur aðeins um 15 mínútur að svara könnuninni og ekki er hægt að rekja svör til einstaklinga. Spurt er um fjárhagsstöðu, líðan, heilsufar, kulnun og réttindabrot á vinnumarkaði.

 

Könnunina má nálgast á mínum síðum

 

Framkvæmd könnunarinnar er alfarið í höndum Vörðu, sem sér um hönnun spurninga, uppsetningu, framkvæmd og úrvinnslu á niðurstöðum.

 • Könnunin verður opin í tvær vikur og hægt er að svara henni í síma, spjaldtölvu eða tölvu.
 • Könnunin er á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku.
 • Þrír þátttakendur vinna 40.000 kr. gjafakort fyrir þátttökuna.
 • Könnunin opnar fimmtudaginn 9. febrúar og verður lokað miðvikudaginn 22. febrúar.
 • Könnunin er ópersónurekjanleg. Happadrætti sem þátttakendum gefst kostur á að taka þátt í er á öðrum hlekk og ekki hægt að rekja saman svör í könnuninni við þátttöku í happadrættinu.

 

Við hvetjum allt félagsfólk til að taka þátt í könnuninni, enda afar mikilvægt að fá sjónarmið sem flestra til að niðurstöðurnar nýtist sem best við að móta og styðja við kröfur verkalýðshreyfingarinnar.

 

 

Dear members.

 

We at Báran, stéttarfélag need your help. We would like to ask you to participate in a short survey about your current situation. It will not take much of your time, and everyone who participates gets a chance to win a 40,000 ISK gift card.

 

The survey is conducted by Varða – Labour Market Research Institute, now for the third year in a row. The survey provides important information about the current situation in the labour market, especially regarding financial standing and health. The survey outcome will help us analyse the current situation among workers in Iceland, and help us fight for better living standards.

 

It only takes about 15 minutes to answer. The questions relate to your financial situation, health, burnout, and wage theft.

 

The survey is available on my pages

 

Varða manages all aspects of this survey, from designing the questions, setting up and conducting the survey, and Varða will also process the results from the survey.

 • The survey will be open for two weeks and can be completed through a mobile, a tablet or a computer.
 • The survey is available in three languages; Icelandic, English and Polish.
 • Three participants will win a 40,000 ISK gift card.
 • The survey opens on Thursday, 9 February, and will close on Wednesday, 22 February.
 • The survey is non-personally identifiable. Participants are invited to participate in a lottery through a separate link, and answers to the survey questions cannot be linked to participation in the lottery.

 

We encourage all our members to participate in the survey. Your input will help provide a broad outcome which will help us shape and support the labour movement’s cause.

 

Drodzy Członkowie,

 

w Báran, stéttarfélag potrzebujemy Waszej pomocy. Prosimy Was o udział w ankiecie dotyczącej Waszej sytuacji. Jej wypełnienie nie potrwa długo, a wszyscy uczestnicy zyskują możliwość wygrania bonu w wysokości 40 000 koron.

 

Ankieta została opracowana przez Varða – Instytut Badań Rynku Pracy – i obecnie jest przeprowadzana trzeci rok z rzędu. Stanowi istotny wkład w gromadzenie informacji o sytuacji na rynku pracy, szczególnie pod względem finansów oraz zdrowia. Jej wyniki pomogą nam przeanalizować sytuację pracowników w Islandii oraz walczyć o lepsze warunki do życia.

 

Wypełnienie kwestionariusza zajmie zaledwie ok. 15 minut. Pytania dotyczą sytuacji finansowej, samopoczucia, stanu zdrowia, wypalenia zawodowego oraz łamania praw na rynku pracy.

 

Ankieta jest dostępna na moich stronach

 

Przeprowadzeniem ankiety zajmuje się w całości Instytut Varða, który jest odpowiedzialny za ułożenie pytań, skład, realizację oraz przetworzenie odpowiedzi.

 • Ankieta zostanie udostępniona na dwa tygodnie, a odpowiedzi będzie można udzielać przez telefon, tablet lub komputer.
 • Kwestionariusz będzie można wypełnić w trzech językach: islandzkim, angielskim i polskim.
 • Trzech uczestników otrzyma bon w wysokości 40 000 kr.
 • Ankieta będzie dostępna od czwartku 9 lutego do środy 22 lutego.

 

Zachęcamy wszystkich członków związku do wzięcia udziału w ankiecie, ponieważ bardzo istotne jest uzyskanie opinii jak największej liczby osób, aby jak najlepiej wykorzystać wyniki do sformułowania i wsparcia żądań związków zawodowych.