Við vinnum fyrir þig

Translate to

Lágmarkstekjutrygging orðin 300 þúsund krónur

Þann 1. maí sl.  hækkuðu laun almennt um 3% samkvæmt kjarasamningi SGS og SA. Lágmarkslaun hækkuðu enn meira eða sem nemur 7% og er lágmarkstekjutrygging fyrir fullt starf því orðin 300 þúsund krónur. Um er að ræða mikilvægan og langþráðan áfanga en eins og svo margir muna þá fór Starfsgreinasambandið fram með þá skýru kröfu í kjarasamningaviðræðunum 2015 að lágmarkslaun yrðu 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Sú krafa er því orðin að veruleika í dag, þökk sé órofa samstöðu og krafti félagsmanna.

Read more „Lágmarkstekjutrygging orðin 300 þúsund krónur“

107% verðmunur á bílatryggingum

Mjög mikill verðmunur er á hæsta og lægsta verði fyrir bílatryggingar í nýjustu könnun Verðlagseftirlits ASÍ. Í könnuninni kemur fram að 107% munur er á milli hæsta og lægsta tilboðsins í ábyrgðartryggingu og kaskótryggingu. Lægsta verðið var hjá VÍS, 129.559 kr. fyrir ábyrgðartryggingu og 43.631 kr. fyrir kaskótryggingu, samtals 170.190 krónur. TM var með hæsta tilboðið, 261.061 kr. fyrir ábyrgðartryggingu og 90.800 fyrir kaskótryggingu, samtals 351.861 krónur. Könnunin var gerð í samstarfi við bifreiðaeigenda sem fékk tilboð í lögboðnar ökutækjatryggingar ásamt bílrúðutryggingu og kaskótryggingu fyrir árgerð 2009 af VW Polo.

Read more „107% verðmunur á bílatryggingum“

Harðorð ræða formanns á degi verkalýðsins

Aðalræðumaður dagsins á Selfossi var Halldóra Sigríður Sveinsdóttir formaður Bárunnar sem gerði meðal annars umtalsefni þá ólgu sem verið hefur í verkalýðshreyfingunni og ekki síst fjölmiðlaumræðu. Fram kom í máli formanns sér virtist að fjölmiðlar sýndu minni athygli allri þeirri vinnu unnin er daglega á skrifstofum stéttarfélaganna.

Read more „Harðorð ræða formanns á degi verkalýðsins“

Góð mæting í kröfugöngu á Selfossi

Fjöldi fólks tók þátt í kröfu­göngu í dag, 1. maí, á Sel­fossi sem lagði upp frá Austurvegi 56

klukk­an 11 í morg­un. Gang­an var upp­hafið að hátíðahöld­um á bar­áttu­degi verka­lýðsins á Sel­fossi. Lúðrasveit Sel­foss og fé­lag­ar úr hesta­manna­fé­lag­inu Sleipni fóru fyr­ir göngu­mönn­um og gengu fylktu liði að Hótel Selfossi þar sem hátíðar­höld­in fóru fram.

Read more „Góð mæting í kröfugöngu á Selfossi“

1. maí 2018

Það verður mikið um að vera á 1. maí hátíðarhöldunum á Selfossi á degi verkalýðsins. Dagskrá dagsins hefst kl. 11:00 en þá verður lagt af stað í kröfugöngu frá húsi stéttarfélaganna við Austurveg 56 og gengið að Hótel Selfossi þar sem hátíðardagskráin verður haldin. Lúðrasveit Selfoss spilar í skrúðgöngunni en það verða félagar í hestamannafélaginu Sleipni sem fara fyrir göngunni.

Read more „1. maí 2018“

Kjarasamningur um lífeyrismál

Í dag var gert samkomulag um breytingar á kjarasamningi Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um lífeyrismál frá 12. desember 1995, en hann á uppruna sinn í samkomulagi aðila frá árinu 1969. Í samkomulaginu felst breyting á stjórnkerfiskafla kjarasamningsins sem fjallar um ársfundi, fulltrúaráð og stjórnir lífeyrissjóðanna á samningssviði aðila[1], auk skipan formlegs samráðsvettvangs samningsaðila um lífeyrismál.

Read more „Kjarasamningur um lífeyrismál“

Allt að 117% verðmunur á umfelgun

Allt að 117% eða 8.050 kr. munur var á umfelgun fyrir bíla með dekkjastærðina 265/60R18 (stórir jeppar með 18‘‘ dekk) í verðkönnun á umfelgun sem Verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi þann 10. Apríl síðastliðinn.

Könnunin var framkvæmd á 30 hjólbarðaverkstæðum víðsvegar um landið og var Bifreiðaverkstæðið Stormur á Patreksfirði oftast með lægsta verðið eða í 9 tilvikum af 10 en Klettur í Reykjavík var oftast með það hæsta eða í 5 tilvikum af 10. Fyrirtækin Sólning, Dekkjahöllin, Gúmmívinnustofan, Toyota Selfossi, Hjólbarðaverkstæði Magnúsar- Selfossi og Höldur á Akureyri neituðu öll að upplýsa fulltrúa Verðlagseftirlitsins um verð á þeirri þjónustu sem þeir selja neytendum.

Read more „Allt að 117% verðmunur á umfelgun“

Samkomulag ASÍ og SA um starfsmannaleigur

Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtök atvinnulífsins (SA) undirrituðu í dag samkomulag um eftirlit með launum og starfskjörum starfsmanna starfsmannaleiga, ábyrgð notendafyrirtækja og sérstaka viðurkenningu starfsmannaleiga. Jafnt starfsmannaleigur og notendafyrirtæki þurfa að vera meðvituð um skyldur sínar gagnvart starfsmönnum, þannig að tryggt sé að starfsmenn starfsmannaleiga njóti þeirra kjara og réttinda sem þeim ber.

Read more „Samkomulag ASÍ og SA um starfsmannaleigur“