Við vinnum fyrir þig

Translate to

Vinnandi fólk í 100 ár

Föstudaginn 26. maí nk. kl. 14.00 verður opnuð ljósmyndasýning ASÍ í húsnæði stéttarfélaganna að Austurvegi 56, Selfossi. Veitingar í boði.

Á sýningunni sem kemur frá Þjóðminjasafni Íslands eru ljósmyndir sem veita innsýn í starfsemi Alþýðusambandsins sem fagnaði 100 ára afmæli sínu á síðasta ári. Ljósmyndirnar segja sögu þess fólks sem myndaði hreyfinguna og vakin er athygli á kjörum þess og kjarabaráttu, aðbúnaði á vinnustöðum og vinnuumhverfi.

Read more „Vinnandi fólk í 100 ár“

Orlofsuppbót 2017

Orlofsuppbót á að greiðast þann 1. júní ár hvert. Full uppbót árið 2017 er kr. 46.500. Þeir sem hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu 1. maí – 30. apríl hvert ár, eiga rétt á fullri uppbót annars greiðist hún í samræmi við starfshlutfall og starfstíma. Orlofsuppbót er föst fjárhæð og orlof reiknast ekki ofan á orlofsuppbótina. Rétt er að geta þess að orlofsuppbót skv. kjarasamningi SGS við Launanefnd sveitarfélaganna greiðist 1. maí ár hver.

Nánari upplýsingar má nálgast í kjarasamningum félagsins á heimasíðunni.

 

Félagsfundur þann 15. maí nk.

Almennur félagsfundur Bárunnar verður haldinn að Austurvegi 56, Selfossi, 3. hæð þann 15. maí kl. 18.00.

 

Dagsskrá

  1. Tillögur stjórnar að breytingum á lögum félagsins.
  2. Tillögur um reglugerðarbreytingar: a) sjúkrasjóðs, b) orlofssjóðs c) Vinnudeilusjóðs.
  3. Tillögur stjórnar um nýjar starfs- og siðareglur Bárunnar, stéttarfélags.
  4. Tillögur stjórnar um nýjar reglur um ferðakostnað og risnu.
  5. Önnur mál

Read more „Félagsfundur þann 15. maí nk.“

Þokkaleg mæting í kröfugöngu á Selfossi

Þrátt fyrir rigningu og rok tóku tæplega 100 manns þátt í kröfugöngu dagsins á Selfossi en gengið var frá húsnæði stéttarfélaganna að Hótel Selfossi þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá og kaffiveitingar í boði stéttarfélaganna.  

Um 300 manns mættu  á Hótel Selfossi þar sem dagsskráin fór fram.  Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélag Íslands og Freydís Ösp Leifsdóttir nemi voru ræðumenn dagsins Karitas Harpa söng nokkur lög.  Leikhópur Menntaskólans á Laugarvatni sýndi  atriði úr Konungi ljónanna.

Read more „Þokkaleg mæting í kröfugöngu á Selfossi“