Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fundur með forseta ASÍ

Stjórnir Bárunnar, stéttarfélags og Verslunarmannafélags Suðurlands funduðu með Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ í sal stéttarfélaganna á Selfossi í gærkveldi. Gylfi fór vítt og breytt yfir stöðuna og hvernig landið lægi að hans mati. Hann kynnti Salek sem er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. Read more „Fundur með forseta ASÍ“

Afmælisboð ASÍ á Árbæjarsafni 28. ágúst 2016 kl. 13-16

Alþýðusamband Íslands fagnar 100 ára afmæli í ár og einn liður í að minnast þeirra tímamóta er afmælisboð ASÍ í Árbæjarsafni í Reykjavík þann 28. ágúst nk. Alþýðusambandið býður upp á fjölbreytta dagskrá í safninu sem bregður birtu á aðstæður og aðbúnað íslensks verkafólks á síðustu öld. Boðið verður upp á leiðsagnir, ratleik, þvottaburð, kassabílaakstur auk þess sem börnin fá stutta ferð á hestbaki. Leikhópurinn Lotta mætir með söngvasyrpu, þorskur verður þurrkaður á túni, Lummur bakaðar í Hábæ, prentari, skósmiður og gullsmiður taka á móti gestum á verkstæðum sínum og Lúðrasveit verkalýðsins gleður gesti með spilamennsku sinni.

Read more „Afmælisboð ASÍ á Árbæjarsafni 28. ágúst 2016 kl. 13-16“

Hvenær verður starfsnám að vinnu?

Vinnustaðaeftirlit hefur verið stórhert að frumkvæði ASÍ, undir yfirskriftinni Einn réttur – ekkert svindl! Undirritaður var ráðinn inn í verkefnið af MATVÍS sem fulltrúi félagsins í þessu eftirliti og ekki vantar verkefnin, sér í lagi í ferðaþjónustu sem hefur vaxið ört á síðustu árum.

Víða er pottur brotinn í starfsemi sem snýr að ferðaþjónustunni. Mikið hefur verið rætt og ritað um sjálfboðaliðastörf og nú í auknum mæli starfsnám. Nú virðist sem mörg hótel og gististaðir haldi því fram að þau geti tekið að sér nema í starfsnám án þess að vera með fagmenntaða aðila til að leiðbeina þeim. Starfsnemarnir þurfa að skila af sér fullri vinnuviku sem samanstendur af 40 vinnustundum og þurfa að ganga í öll störf á viðkomandi vinnustað. Þessir „nemar“ eru ekki á launaskrá og þiggja því ekki laun, eru þar af leiðandi ekki með íslenska kennitölu, ekki skráðir í landið og ekki tryggðir. Þeirra réttur er enginn á íslenskum vinnumarkaði en atvinnurekanda allur.

Þetta er því ekkert annað en nútíma þrælahald þar sem ungt fólk er notað í vinnu, gengur í öll störf á hótelum og gistiheimilum, gegn því að fá fæði og húsnæði og í einhverjum tilfellum dagpeninga sem eru í mesta lagi 50 þús. krónur á mánuði. Að ógleymdu því sem heldur þessum „nemum“ í gíslingu er umsögn sem þau verða að fá frá atvinnurekanda sínum eftir „námið“. Það er nemanum nauðsynlegt til að eiga möguleika á útskrift úr sínu námi erlendis.

Lögin eru einföld hér á landi. Ef þú ert á vinnumarkaði þá skalt þú vera með íslenska kennitölu, vera á launskrá og fá greitt að lágmarki samkvæmt þeim kjarasamningi sem gildir fyrir þitt starf. Þessir starfsnemar koma ekki eftir hinni hefðbundnu viðurkenndu leið, þeir eru í vinnu og eiga að vera skráðir með kennitölu, tryggðir og fá greitt fyrir sína vinnu. Annað er brot á lögum og ætti að vera fylgt hart eftir af öllum eftirlitsstofnunum sem koma að eftirliti með vinnumarkaði.

Minnisblað ASÍ um starfsfþjálfun

 

 

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning sjómanna

Þann 24. júní síðastliðinn var undirritaður kjarasamningur milli Sjómannasambands Íslands annars vegar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hins vegar. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki aðildarfélaganna. Samkvæmt samningnum er síðast gildandi samningur framlengdur til 31. desember 2018 með þeim breytingum sem skrifað var undir þann 24. júní síðastliðinn. Samningurinn gildir frá 1. júní 2016.

Read more „Atkvæðagreiðsla um kjarasamning sjómanna“

NÝR KJARASAMNINGUR VIÐ NPA MIÐSTÖÐINA

í síðustu viku undirritaði Starfsgreinasamband Íslands nýjan kjarasamning við NPA miðstöðina. Samningsviðræður hafa staðið yfir í dágóðan tíma og liggur mikil og góð samvinna samningsaðila að baki samningsins. Gildistími samningsins er frá 1. maí 2015 til 31. desember 2018 og tekur hann til vinnu félagsmanna aðildarfélaga SGS í störfum sem aðstoðarfólk fatlaðs fólks. Þá tekur samningurinn mið af aðalkjarasamningi SGS við Samtök atvinnulífsins og hefur sömu samningsforsendur og hann.

Read more „NÝR KJARASAMNINGUR VIÐ NPA MIÐSTÖÐINA“

Kynning hjá Vinnuskólanum

Fulltrúar frá Bárunni og FOSS stóðu fyrir kynningu á réttindum og ýmsu sem við kemur ungu fólki á vinnumarkaðnum í Félagsmiðstöðinni Zelsíus í gær.

Fundurinn var fjörlegur og fræðandi, vonandi fyrir krakkana en ekki síður fyrir okkur frá stéttarfélögunum. Það er alltaf gott að fá tækifæri til að hitta starfsfólk á vinnustað þess. Andrúmsloftið verður afslappaðra og þægilegra líkt og í gær.

Read more „Kynning hjá Vinnuskólanum“